Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1938, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1938, Blaðsíða 7
lesbók morgunblaðsins 191 Bertel Thorvaldsen. Mynd þessi er rekald úr freigátunni: „Galathea", sem einu sinni sigldi í kringum jörðina og strandaði ioks á Skag- en. En nú er mynd þessi liorfin og skemman læst. Sá, er frekast mun vita um afdrif hennar er listmál- arinn Stuhr — en hann er fjar- verandi. Þá er getið ]æss, sem minnir á Island í Jistasögu þessa ])orps — nema leiði eitt riti í kirkjugarði, meðal hinna glötuðu og gleymdu. Þar hvílir .Jónas Guðlaugsson skáld. ★ Eftir kvöldverð leggjum við ung frú Skagen upp í nýjan leiðangur og göngum niður að höfuinni. Tæp 40% þorpsbúa lifa á mótorbáta- útvegi og höfnin er miðstöð þess atvinnuvegar. Þar er og mikd bátasnúðastöð, sem Islendingar liafa nokkur kynni af. Fiskibátarnir iáta í haf árla morguns og konia að á kvöldin, og þetta kvöld dunaði höfnin af mót- orskellum og skrúfuþyt, svo vesa- lings, hungruðu- rauðspretturnar í hripkistumim við bryggjurnar ætl- uðu alveg að ærast. Það er þegar ákveðið að selja ]>ær lifandi, hversu niikið, sem þær þjást og hversu horaðar, sem þær verða. I fiskhöllinni er uppboð á fiski — undarlegasta uppboð í heimi, og altaf haldið á kvöldin. Allir steinþegja nema uppboðshaldar- imi, sem veður elginu eins og hann eigi lífið að leysa. Hjer bjóða menn ekki með því að hreyfa tunguna, heldur ranghvolfa þeir augunum, klípa sig í hökuna eða klóra sjer í eyrunum. Og upp- boðshaldarinn veit og sltilur, að allar þessar smákúnstir þýða fimm eða tíu aura yfirboð. Tveir menn koma skundandi vestan með sjó og syngja við raust: Du gamla, du fria, du fjállhöga Nord, du tysta, du gládjerika sköna . . Og söngurinn hljómar eins og gleðióp frá sjálfri náttúrunni á þessu fagra kvöldi. En raunveru- lega eru þetta góðglaðir, sænskir sjómenn. Svíar leggja lijer upp mikinn fisk. Ungfrúin ræður. Ungfrúrnar ráða allajafnan flestra ferðum — og í þetta skipti þóknaðist þessari ungfrú að leggja leið okkar um græðilundinn og lynghólana, í áttina til kirkjunnar, sem sökk. Er við áttum nokkur fótmál eftir að kirkjuturninum laut hún niður og tók að grafa í jörð- ina eins og illa vaninn hvolpur. Síðau dró hún fram vasaklútinn sinn, braut hann í sundur og lagði með gætni tvö hvít smábein niður í holuna. Svo sópaði hún að þeim moldinni og gerði krossmark yfir. — Er þetta þá yðar vígða mold ■ spurði jeg. — Já, víst er það vígð mold svaraði mærin. Hjer var einu sinni kirkjugarður — en svo sökk liann í sandinn um leið og kirkjan. Vit- ið þjer hvernig stendur á þessurn rósarunnum ? spurði hún og benti á rósastóð, sem hjer og hvar reis yfir beitilyngsþeiiibuna. Upphaf- lega gróðursetti fólk hjer rósir á þeim stöðum, sem það lmgði leiði ættingja sinna og ástvina vera úndir — en svo urðu rósirnár að viltum gróðri. I þessum móum eru margir þyrnar undir lynginu. — k Upp á hæðinni sunnan við kirkj una námum við staðar til að litast um. Sólin var að setjast og roða sló á hafið, ströndina, þorpið — og þó mest á lundinn þar sem við stóðum. Þessi skógur, sem við sjáum, er allur græddur eftir sandfokið mikla, þegar kirkjan sökk og liól- arnir urðu til. Niður á ströndinni vestan við þorpið er stórt og einangrað hfis. Það er Klitgaarden — sumarbú- staðurinn, sem konungurinn ljet reisa og gaf síðan konu sinni, drotningunni. En iit við sjóinn vestarlega í þorpinu er lítið hús, sem heitii': Havehuset. Einu sinni fj-rir mörgum árum átti jeg af- mæli í þessu húsi — og að kvöldi þess dags gekk jeg hingað út að gömlu kirkjunni og reykti hjer fyrstu sígarettuna í lífinu. Það var um sólarlagsbil. Ungfrúin góða rauf draumværð endurminninganna og mælti: I dag hefi jeg sýnt yður flest, sem alt ferðafólk keppist um að sjá, þegar það kemur hingað. Við höfum spjallað um margt, og nú ætla jeg að trúa yður fyrir dálitlu leyndarmáli undir nóttina. En þjer megið ekki rengja mig, ekki mis- treysta sannsögli minni. Það er eins satt eins og sólarlagið þarna — að jeg hefi aldrei fyrr komið upp á þessa hæð, aldrei fyrr en í morgun komið upp í vitann og aldrei fyrr en í dag komið í Drach manns Hus. Og það getur annar í minn stað , vjefengt laglega stúlku um lág- næturbil — en jeg spyr: Hve margir Njarðargötubúar hafa aldrei sjeð listaverk Einars Jóns- sonar ? » — Jú, sjáið þjer tii, sagði ung- frúin. Við Skagenbúar erum dá- lítið skrítið fólk — dálítið öðru- vísi en annað fólk. En við erum öðrum líkir um það að leita langt yfir skamt. Unga fólkið hjer læt ur hrífast af bláma fjarlægðarinn- ar — og þar við situr. Þeir, sem fæðast hjer, devja hjer. Það eru gömul álög — og í þessu bygðar- lagi trúir fólk á forlög og álög og örlög — og guð. Jeg trúi líka á guð. En mjer finst fólk muni geta haft gleði af fleiru ert græða fje og fcrúa á guð. Mig langar til að dansa. Það vill mamma ekki, af því hún fekk ekki að dansa, þegar hún var ung. Hjer í bænum eru fjórtón hótel — en þó er enginn opinber dans staður fvrir unga fólkið í þorp- inu, nema hvað við fáum að fljóta með á sumrin. Jeg er sannfærð um, að það er hægt að trúa á guð og dansa um leið. Hvað finst yður? * í örvillian síns brjálaða, unga hjarta sleit hún hálfsofandi ani- mónu upp úr skógarsverðinum og bar að vitum sjer. Svo fleygði hún blóminu, strauk hárið frá augun- um, reisti sig eins og hind og fór að söngla með hálfkæfðum ástríðu þunga: Min Skat — jeg elsker din Parfumes Duft .... S. B.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.