Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1938, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1938, Blaðsíða 4
188 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Áning- á Svalþúfu. Lóndrangar. það liggur fyrir tvennum haf göngum. Kostir Breiðavíkurhrepps frá náttúrunnar hendi eru því í stuttu máli þessir: Afbragðs slægjur, fengsælt fiskiver hvort út af öðru, Sauðlönd afbragðs góð og afrjett- arlönd afarvíð og mjög kostagóð. Enda mætti sá hreppur eiga sjer mjög blómlega framtíð. Þannig má nefna, að Breiðavík- in er að líkindum eitthvert hið sjálfkjörnasta svæði undir mjólk- urbú, Hellnar og Stapi einhver hin lífvænlegustu fiskiver, sökum fiski sældar og hinna miklu landnytja, túna o. s. frv. og svö loks ytri hluti Breiðavíkurhrepps sjálfkjör- inn undir sauðfjárbú, auk þess, sem þar eru afbragðs veiðistaðir“. ið þetta bætir svo Þórhallur biskup síuum athugunum og segir: — Staðarsveit og Breiðavík er einhver allra besti bletturinn á öllu landinu, og þó í kaldakolum. Aðalbótin er að fá nýtt fólk til að nytja jarðirnar. Er ekki vegur til þess að menn, sem dálítil efni liafa og vinnuþrek, taki sig upp úr kaupstöðunum og fari þangað? Slíkt ætti helst að gerast með samtökum, svo að nokkuð margir færi í senn.----- Það verða að koma upp stórbú í kostasveitunum, með liúsmanna- býlum í kring, þar sem skepnu- eignin væri 4—6 kýr, en engar kindur, á vel ræktuðum girtum blettum, með fullum eignarrjetti yfir landskikanum. Vinnan sjálf- fengin mikinn hluta ársins, I beggja þökk, á stóra búinu, ojr drjúgir aurar fyrir rjómann, lát- inn í smjörbúið. .Teg vjek að þessu fyrir þrenmr árum í Biíuaðarrit- inu og hefi víða vakið máls á því. Mótbárurnar hafa auðvitað mint á f.járskortinn, og þó enda meira á annáð — því að áræði og dugnað- ur draga langt — að húsmenska í sveit hafi gefist svo illa, en það segir ekkert. Reikningurinn hefir verið ramskakkur. Pyrsta og síð- asta skilyrði til þrifa er að skilja hvað ber sig og borgar. A því ]>urfa allir þeir, sem veginn vilja vísa í landbúnaðinum að klifa ár og síð. En húsmenskubýlin eftir minni hugsjón og von — girt og alræktað sjálfseignarland ein- göngu fyrir kýr — geta nú fyrst komið upp, þegar og þar sem rjómanum verður komið í enska peninga. T þessum stjórnlausa straum til kaupstaðanna — jeg tala eftir kunnugleika mínum í Reykjavík — er mikill partur, enda meiri hluti þessa innflytj- enda fólks, ungt fólk, sem engan veg sjer til að taka saman og sjá fyrir sjer og börnum sínum í sveit- inni eins og nú á stendur. Það er ekki tóm „kaupstaðarsótt“ að fólkið flýr sveitirnar. Þetta unga fólk myndi margt verða kyrt á- fram í sveitinni, sæi það sjer af- komu þar. Það er brýn skvlda að hjálpa því tiT þess“. Enskur sjómaður, George Alex ander að nafni, hefir í 25 ár lifað einbúalífi á eyðistað á norður strönd Ástralíu. Honum hafði skolað upp á ströndina fótbrotn- og og fyrstu árin gat hann ekki gengið langt. Honum líkaði fljót- lega vel við einbúalífið og er hann fanst fyrir skönwnu vildi hann ekki snúa aftur til menn- ingarinnar. ★ — Frúin er ekki heima. — Má jeg skilja nafnspjaldið mitt eftir? — Það er óþarfi. Hún er búiu að sjá yður. * — Jæja, svo þjer eruð að hugsa um að skilja við manninn yðar. Þjer hafið sjálfsagt náð í lögfræð- ing? — Nei, það er nú heildsali!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.