Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1938, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1938, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 187 Draugarnir eru tveir og er liæð þeirra talin 75 metrar, eða rúm- lega þrisvar sinnum hærri heldur en liæsti turninn í miðbæ Reykja- víkur. Eru þeir tilkomumiklir á að líta, og svipar mest til þess að þeir sje rústir af fornum kastala. Syðri drangurinn er miklu stærri uin sig, og líkist því sem snúið rið Hggi upp á•hann að sunnan og vestan, og brík að framan efst. Endar hiin í mjóum turni, sem er sljettur að ofani Þar átti örn sjer hreiður ofan á þeiin turni er Þor valdur Thoroddsen kom að dröng- unum 1890. Nú er þar enginn öru og ekkert arnarhreiður, en í ytri drangnum hafði hrafn orpið í yor og var ]>ar dyngja lians. Stóri drangurinn er úr inóbergi að mestu leyti, en blágrýtisgang ur heldur honum sainan. TJpp á hann er hægt að komast, ])ví að járnhöld liafa verið rekin í berg- ið, og má fara eftir þeiin. En upp á ytri drangann hefir verið talið ófært öllum nema fugl- inum fljúgandi, því að ekki er hægt að reka járnfleina í hann. Uppi á honum er þó strýta nokk- ur, sem kölluð er varða, og sögð hlaðin af manni. Um ])að er þessi saga: Laugarbrekkuþingi var saka- maður einu sinni dæmdur til lífláts. En einhvern veginn tókst þonum að strjúka úr varðhaldi og flyði hann út með sjónum. Var honum veitt eftirför, en hanu komst upp á drangann, og var það ekki á færi þeirra, er eftir sóttu, að ná honum þar. Hurfu þeir því frá. Daginn eftir var farið með# mannsöfnuð þangað, en l>á sást aðeins varðan uppi á dranganum, en maðurinn var horf- inn. Var það ætlan flestra að hann hefði komist um borð í einhverja útlenda duggu, en þær voru marg- ar að veiðum þar fram undan. Níi liðu nokkur ár. Þá kemur skip að Stapa, og þykjast menn þekkja einn skipverja, að þar sje kominn strokumaðurinn. Spurðu þeir hann að nafni og ýmsu fleira, en hann svaraði aðeins með þess- ari vísu: Enginn þorir upp á Drang að yngja upp hruninn vörðubyng, Ytri drangurinn. Efst á honum sjest varðan. Takið eftir mannin- um sem stendur við drangann. gengið er ])eim fjall í fang, sem fingra við þá bergklifring. Sagan um það, að klifið hat'i verið upp á drangann, þótt hann sje óárennilegur, getur vel verið sönn. Sást það nú, því að tveir ungir og röskir Ferðaf jelagar klifu upp á drangann. Að vísu er það ekki á allra færi, og ekki er mönnum ráðlagt að leita sjer frægðar á þann hátt, því að ekki er það hættulaust. Mun þó sýnu verra að komast niður heldur eu upp. rá Arnarstapa sjer inn yfir alla Breiðuvík, að Axlar- Iiyrnu og Búðakletti. Búðaklettur er gamall eldgígur, sem gnæfir upp úr Búðahrauni. Er það hraun talið gróðursælast allra hrauna á Islandi. Og Kletturinn er vel þess virði að hann sje skoð- aður. Yfir Breiðavíkina gnæfir Knarrarhlíð, Ijós og litauðug, því að þar er mikið af líparít, sem ekki sjest annars staðar þarna. í XVII. árgangi Búnaðarritsins er ritgerð eftir Þórhall heit. Bjarn- arson biskup, „Ferð um Snæfells- ness- og Dalasýslu sumarið 1902“. Birtir hann þar umsögn Kjartans bónda Þorkelssonar á Búðum um Breiðavíkurhrepp. Þar í er þessi kafli: Breiðavíkurhreppur mun, þegar alls er gætt, óhikað mega teljast kostauðgastur allra hreppa Snæfellsnessýslu, þeirra er plóg- lausir eru. Breiðavíkin sjálf (þ. e. frá Oxl og út að Sleggjubeinsá austart Sölvahamars) svo grasauð- ug og mokslægjurnar á engjum, auk hiuna fágætu túna þar, svo miklar, að jeg get ímvndað mjer, að leita verði um margar sýslur áður en fundnar verði slíkar engj- ar, jafn víðáttu miklar og jafn sjálfgerðar til notkunar án end urbóta. Má geta þess hjer, að ná kunnugur maður fullyrðir, að t. d. á Litla-Kambi (sem er rúm G hndr. að dýrleika) megi heyja ár- lega á engjuin 30—40 kýrfóður og að svo sje engjar þar grasgefnar, að þar sem þær sje sneggstar slái meðal maður að minsta kosti 10 þurrabandshesta á dag.----------I Breiðavíkinni er auk þess allvíð ast allgóð vetrarbeit. Hinn hluti Breiðavíkurlirepps er engu síður kostum búinn, þó nokk- uð sje það á annan veg. Utan Sölvahamars - er þá fvrst Arnar- stapi, fiskver allgott. Þar munu vera tún svo góð (sem öll liggja Iivert að öðru) að þau nú fóðra 15 kýr, en munu með sæmilega góðri liirðingu geta fóðrað milH 20 og 30 kýr; auk þess er þar margra dagslátta túnstæði mjög auðunnið. Þá koma Hellnar, hin fiskisælasta veiðistöð, jafnt vetur og sumar. Þar eru nú trin svo mikil að þau fóðra 20 kýr, en mundu geta tvöfaldast án stór- kostnaðar. Þar er afbragðs vel fall- ið til garðræktar; þar er sauð- ganga svo góð að á góðum vetrum ganga sauðir, eldri en veturgamlir, sjálfala. Á Malarrifi og Einarslóni eru landkostir fyrir sauðfje mjög góðir. þar er hið fiskisælasta svæði undir Jökli. Á Malarrifi er fugl- tekja eigi lítil. I Einarslóni eru afarstór tún og sæmilega gras- gefin. í Beruvík er fiskiver sæmi- legt; þar eru tixn mjög mikil, en gætu verið miklu meiri; þar er og sauðganga afbragðs góð, bæði á fjöru og fjalli jafnt vetur og sum- ar. Þá er Saxahváll, ef til vill ein hin mesta sauðjörð í sýslunni. Þar er einnig afarmikil fuglatekja í Svörtuloftum. Loks er Öndverð arnes fiskisælt að vonum, þar sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.