Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1938, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1938, Blaðsíða 2
186 LESBÓK MÖRGtJI'ÍBLAÐSINS UNDIR JOKLI EFTIR ÁRNA ÓLA Niðurlag. reiðuvíkurhreppur mun vera lengsti lireppur á landinu. Nær hann alla leið frá Búðuin og út að Ondverðunesi. En eftir staðháttum skiftist hann í tvent við Sölvahamar. Ytri hlutinn, eða frá Arnarstapa að Öndverðunesi, er mest hraun, en þó hafa þar verið góðar jarðir og sauðland er þar ágætt. Lítið er um vatn á þessari leið, því að þótt margir lækir komi úr fjalliuu, hverfa þeir allir í hraunið, nema Dagverðarú, sem er skamt fvrir utan Laugar- brekku. Laugarbrekka er landnámsjörð og var einu sinni stórbýli. Þar bjó Laugarbrekku-Einar. sem segir frá í Landnámu. Nafni hans, sem bjó í Einarslóni, stefndi móður hans um fjölkyngi. Laugarbrekku- Einar tók verkhest og veítti hon- um eftirför. Mun hann hafa riðið greitt, þótt vegur væri slæmur, því að liann sprengdi hestinn á Þúfu- björgum. Þá sá Einar hvar tröll- karl sat uppi á Lóndrang, ljet fætur lafa niður í brimið, skelti þeini saman svo að særokið fór víðs vega og kvað vísu (Vark þars fell úr fjalli). Ekki skifti Einar sjer af honum, en elti nafna sinn og drap hann. Þorbjörn sonur Vífils, sem út kom með Auði djúpúðgfc, fekk dóttur Laugarbrekku-Einars og fluttist þá þangað. Bygði hann á Hellisvöllum, sem nú kallast Helln ar. (Skyldi sú afbökun ekki stafa af því, að þeir, sem áttu heima á Hellisvöllum hafi verið kallaðir Hellnarar, sbr. Staparar, Ólsarar, Sandarar?). Dóttir Þorbjarnar var Guðríður, sem fór með honum til Grænlands og giftist þar Þorfiiini Karlsefni. Þeirra sonur var Snorri, sem fæddur var í Vínlandi, fvrsti hvíti maðurinn sem fæddist í Ame- ríku. Laugarbrekka varð seinna þing- staður og kirkjustaður. Nú er þar engin bygð, en þar sem kirkjau var eru enn tveii gamlir legstein- ar. Á Laugarbrekkuþingi var Axl- ar-Björn tekinn af lífi. Skamt fvrir ofan Laugarbrekku er Bárðarlaug, kend við Bárð Snæ- fellsás. Er hún líkust gömlum gíg, i m 20 faðma í þvermál. Hefir ver- ið hlaðinn garður eða brík um- hverfis hana og sjást þess enn merki. Hjá Laugarbrekku má sjá ís- núið blágrýtishraun, en þau eru sjaldgæf á íslandi. Flestar hinar ísnúnu klappir, sem fundist hafa, eru úr grágrýti. Stutt fyrir utan Laugarbrekku er jörðin Miðvellir, sem Árni Magnússon telur bestn jörð, 16 hndr að dýrleik. Hún er nú í eyði. Þar hefir verið gríðarstórt tún, með vænum garði. umhverfis, og hefir mikið verið sljettað í tún- inu. Það eru handaverk Pjeturs, sem kendur er við Malarrif. Hann var mesti dugnaðarmaður. Er sorg legt að líta þar mikið starf farið til ónýtis. Túngarðurinn er ekki orðinn annað en ávalur hryggur, og þúfnasljetturnar mosaþembur, sem fjenaður gengur á. Púfubjörg byrja skamt fyrir utan Dagverðará, og enda í Svalþúfu, rjett innan við Lón- dranga. Ber Svalþúfu hátt og er hún grasi gróin. Hún er úr mó- bergi, en basalthraun undir og stuðlaberg við sjpinn. Frá Svalþúfu blasa Lóndrangar við, hin mesta prýði Snæfellsness, eins og stendur í vísunni: Um Lóndranga yrkja má, eru þeir Snæfells prýði, yst á tanga út við sjá aldan stranga lemur þá. Lóndrangar standa fremst í hraunima og gnæfa hátt, en sjór gengur upp að þeim að framan um flóð og í brimi fer þá sæ- rokið víðsvega og brimskellir mikl- ir, eins og þegar tröllkarlinn sat þar. Með fjöru eru þar fram- undan einkennilegar flatar hlein ar, með djúpum og mjóum álum í milli. Yar þarna einu sinni lend- ing og verstöð, og má enn um- hverfis drangana sjá leifar af fiskabyrgjum og fiskgörðum í hrauninu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.