Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1938, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1938, Blaðsíða 6
190 LESBÓR MORGUNBLAÐSINS Turnmn á kirkjunni, sem sökk. Kröyers Hus. — Kröyer stendur í dyrunum. ur. Nei, saudurinu er miklu lilýrri, ojr viÖ snúum aftur í áttina tii þorpsins. Austan viö sandhólahrygginn, skamt frá vefrinum, rís Skagens Fj*r — en það er mesta vitamaun- virki á Noröurlöndum. Þangaö göngum við. Er kemur upp í vitann stígum við lit á sjónpall og að fótum okkar vefst Norður-Jótland eins og þanið landabrjef. I völdu skygni má eygja hjeðan suður- strönd Noregs. ★ Eftir góða livíld og enn betri iiádegisverð er ákveðið að skoða listasafnið — Skagens Museum — en það er í fjórum húsum, standa tvö í austurbænum, en hin önnur vestast í þorpijiu. Aðalsafnið er geymt í tvílyftu steinhúsi, er reist var andspænis Bröndums-hótelinu á tvítugsafmæli safnsins 1928. Eru hjer geymd ýms merkustu mál- verk og teikningar gömlu Skag- ensmálaranna. Sum gáfu þeir safninu í lifanda lífi, önnur eru keypt á uppboði eftir þá látna, og sum hefir safuið erft eftir ætt ingja og vini listamannanna. Það eina, sem minnir á tilveru íslands í þessu húsi er lítið olíumálverk frá Þingvöllum 1879, málað af sævarmálaranum kunna, Carl Locher. ★ Önnur deild safnsins er borð- salurinn í Bröndumshótelinu — en hann er með sömu verksummerkj um og þá Bröndum skildi við, og líkur því og hann var á blómaöld listalífsins í þessu þorpi. Allur er hann þakinn innan með málverk uin, og þar er geymt málverk Krövers: Ved Frokosten, sem af mörgum er talið hans besta verk. Það er metið tiI fjár á röskar 20 þúsund krónur — en ekki falt. Hjer er og bin víðkunna mvnd V’iggo Johansen: Afskaaret Lammehoved, sem sagt er, að allir fjelagar hans hafi öfundað liann af að liafa gert. Sem útvörður <ið þessum salar- kynnum lista og minninga situr gamall haförn á burst framan við dyrnar og hvessir gleraugun á livern þann, sem hjer gengur. Þenna örn skaut Eriksen lyfsali á Seyðisfirði liaustið 190:? og gaf liann Bröndum mörgum árum síð- ar. — ★ Þriðja deild safnsins er íbúðar- hús Ilolger Drachmanns eins og það var þegar hánn hvarf frá því. Það er nefnt: Drachmanns Hus, og stendur í græðilundinum sunnan og vestan við þorpið, bak við sjúkrahúsið. Hjer er hver hlut- ur óhreyfður síðan skáldið leið. Á skrifborðinu hans liggja handrit- in, sem hann 3ó frá. í einu stofu- horninu er hrúga af hálfgerðum teikningum, frain við dyrnar er gamli framanhlaðningurinn hans og veiði-vaðsekkurinn — og þarna á horninu er bókaskápUrinn. Hann hefir átt fáar bækur og óásjálegar, og ekki nema þrjár eftir sjálfan sig. I anddyrinu hanga á snögum þrír barðastórir hattar. — og er einn svartastur og barðamestur. Ungfrúin tók hann, eins og sína eign, setti fimlega á kollinn. bi'osti undan börðunum og spurði — hvort hann færi sjer ekki vel. Og hann fór benni ágætlega. í svefnherberginu lianga nokkr- ir víðir og gleiðgosalegir buxíia- ræflar og skræpótt viðhafnavesfi. Á borðstofuborðinu standa kampa- vínsglösin heiðursvörð um ininn- ingu skáldsins — og kunna illa þrjátíu ára iðjuleysi! ★ Litlu austar í lundinum er Kröjærs Hus. Það var verkstæði og bústaður Kröyers málara og er líelgað minningunni um hann og störf lians. Hann var góð sk.ytta og vel að sjer í tungumálum. Einn- ig var hann söngelskur og ljek á píanó. Vinnustofa hans ber ljós merki alls þessa. Bókaræflarnir og tímaritariflingarnir í bókahillunni hans eru aðallega franskar bók- mentir, hann hefir átt mörg skot- vopn — og hjer stendur píanóið ramfalskt og rykugt á miðju gólfi. Skyldi hann nokkurntíma hafa leikið á þetta hl-jóðfæri eftir að sænska tónskáldið rændi hann konunni. •— Búsáhöld öll og innalistokks- munir hafa verið flutt á burt úr þessu húsi — nema vinnustofunni — og nú skipa teikningar og gipslíkön Kröyers hjer hvern kórk og kima — jafnvel lokrekkjan hans er fóðruð með svartkrítar- myndum. Við þessa lokrekkju lýk- ur listasafninu á Skagen.------ ★ Við aðalgötuna í vesturbænum stendur gömul skemma, sem nefnd er „Svai'ta hlaðan“. Yfir dyrum skemmunnar hvað til skamms tíma hafa verið skurðmynd, brjóstlík- an af stúlku, eftir Gottskálk, föður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.