Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1934, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1934, Blaðsíða 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Í2 Fjármál eru flókin. 1 tímariti, sem gefið er út í New York, er þessi smásaga: Ungur maður kom inn í búð til þess að kaupa sjer liálsknýti og borgaði það með 1 dollars ávísun. Kaupmaður var vanur að borða miðdegisverð í veitingahúsi, og þennan dag borgaði hann mið- degisverðinn með ávísuninni. Og svo gekk ávísunin mann frá manni þangað til 20 liöfðu fengið liana og allir framselt hana. Var nú ékki hægt að skrifa fleiri nöfn á hana svo að sá 20. fór með ávísunina í bankann. En þar var ekkert til fyrir henni. Hinir 20 framseljendur komu þá saman á fund, og kom upp úr kafinu, að hver þeirra hafði grætt 25 cent á ávísuninni (þ. e. látið fyrir liana vörur, sem ekki kostuðu þá nema 75 cent). Kom þeim nú saman um að hver þeirra skyldi greiða 5 eent til seinasta liandhafa og' eyði- leggja svo ávísunina. En hver tapaði þessum dollar, sem aldrei var til, en tuttugu menn höfðu grætt á sín 20 centin hver, eða alls 4 dollara? G-iovanna drotning' í Búlgaríu, er dóttir ítölsku konungshjónanna. Hjer sjest hún með fyrsta barn sitt, prinsessuna Marie Louisa. Konan kallar úti: Komdu! Maðurinn: Varstu að kalla á mig eða hundinn? Covent Garden, hin mikla söngleikahöll í London liefir nú verið stækkuð og henni breytt á ýmsan hátt. Hjer sjest framhlið hallarinnar. — Ertu búinn að selja harmó- nikuna þína? — Já, jeg þorði ekki annað; jeg sá að sambýlismaður minn keypti sjer marghleypu. — Ekki hrædd, frú, við erum allir þaulæfðir veiðimenn. „Við fljúgumst á í illu“. Nýtt hjónaskilnaðarmál í Holly- wood. Það er hin dökkhærða filmstjarna Lupe Velez, sem vill skilja við mann sinn, hinn fræga sundmann Johnny Weissmuller, sem minnast má úr Tarzanmynd- inni. „Við fljúguinst á í illu nótt og dag, og þess vegna er engin ástæða til að halda hjónabandinu áfram“, segir Lupe Velez. „Jeg er enginn engill og jeg skal gjarna taka á mig' helming sakarinnar fyrir það, hvernig hjónaband okk- ai hefir farið út um þúfur“. Þau giftust í október. --------— ...V — Nú líst mjer á; nú er jeg kominn 5 stöðvum of langt. 1 veitingahúsi sátu tveir menn og voru að spila. Tveir aðrir komu þar að til þess að horfa á þá. Eftir nokkra stund snýr annar spilamaðurinn sjer við: „Viljið þjer ekki gera svo vel og spila fyrir mig dálitla stund“, segir liann við annan áhorfandann, rjettir honum spilin og fer út, — Rjett á eftir biður hinn spilamað- urinn sinn áhorfanda um hið sama og fer svo út. Nú líður langur tími og þeir koma ekki aftur. Þá kalla hinir í þjón og spyrja hvað hafi orðið af spilamönnunum. „Þeir eru að spila hjerna í næsta herberg'i“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.