Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1934, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1934, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 71 vjelstjórastjettariimai'. Haraldur Sigurðsson Ólafur Sveinsson Gísli Jónsson Theodor Jensen M, E. Jessen skólastj. t. d. halda að segl og árar koini aftur í stað vjelanna. Sú leið er óhug'sandi með öllu. Atvinnuveg- unum er yfirleitt ekki önnur leið fær en sú, að fylgja þróun vjela- menningarinnar og hagnýta á sem bestan hátt þá strauma framtaks og nýbreytni, sem í kjölfar lienn- ar renna. Aukin tækni, betri sam- vinna og skipulag og um fram alt meiri hagsýni eru þau meginatriði, sem líklegust eru nu til velfarn- aðar á þessxi sviði. Jeg er þess fullviss, að vjelstjór- unum er það fullkomið áhugamál á þessum tímamótum stjettar sinn- ar, að geta lagt sem drýgstan skerf að góðri launs þessara mála, enda munu þeir jafnan telja sjer skylt að beita fjelagssamtökum sínum einungis til efiingar og þróunar þeim atriðum, sem hjer voru nefnd. — Óska þjer til hamingju, Niku- lás; nú hefir þú verið giftur í 16 ár. — — Já, hefði það verið tugthús, þá væri jeg nú laus. Sparnaður er vegurinn til farsæJdar. Pyrir nokkru flutti Axel Bang yfirrjettarmálaflutningsmaður er- indi í danska útvarpið um sparn- að. Hann sagði þar að þjóðfje- lagið skiftist í tvo flokka: spar- endur og eyðendur. Hinir síðar- nefndu telji sjer það til hróss að þeir stuðli að því, að pening- arnir sje altaf í umferð, og' þykj- ast gera þjóðfjelaginu mikið gagn með því. En sannleikurinn er sá, að þeir eru þjóðfjelaginu mjög óþarfir. Dæmi eru til þess, að þjóðfjelög hafa staðið föstum fót- um í margar aldir, aðeins vegna þess, að þegnarnir kunnu að spara, en þau þjóðfjelög, þar sem eyðsluhítirnar eru í meiri hluta, hafa hrunið í rústir. Á öldinni sem leið byrjuðvx Svíar á því að stofna sparisjóði í barnaskólum og síðan hefir hver þjóðin á fætur annari tekið upp þá hugmynd þeirra. Með nokk- urum tölum er hægt að sýna hverja þýðingu þessir sparisjóðir hafa, Setjum svo. að 400.000 skóla börn leggi vikulega 25 aura hvert í sparisjóð, þá er sú Upphæð orð; in, þegar skólatíminn er úti, 30 miljónir króna, með vöxtum og vaxtavöxtum! Það þarf að kenna börnunum að spara og setja spari- skildinga sína í sparisjóð. Spilahús. í litlu þorpi í Devonshire í Eng- landi er einkennilegt hús, sem maður nokkuð hefir látið byggja fyrir peninga, sem hann hefir unnið í spilum. Húsið er fjórlyft — sín hæðin fyrir hvern lit í spilunum. 13 dyr eru á því — einar fyrir hvert spil í lit, — og 52 gluggar — einn fyrir hvert. spil. — Mamma, er það satt að litli bróðir sje heiðinn af því að hann er ekki skírður. — Já, barnið mitt, en það á að skíra hann á sunnudaginn. — Er það ekki skrítið, mamma, að litli bróðir skuli liggja þarna í vöggunni og trúa á Óðinn og Þór.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.