Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1934, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1934, Blaðsíða 5
LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS 89 Aldarfjórðungsafmæli Vjelstjórafjelags íslands. Eftir Hallgrím Jónsson. Naumast getur það til frjetta talist nú á tímum, þó fjelag sje stofnað eða öðru sje slitið, svo tíðir viðburðir eru það, enda nokk- uð tvísýnt um gildi sumra þeirra menningarlega sjeð. Hitt er sjald- gæfara, að þau lifi aldarfjórðung, taki jöfnum vexti, styðji og efli að sínuin hluta eðlilega þróun og lífsviðhorf heillar sjettar. Þó í litlum máli sje, má þó heimfæra þessi atriði upp á Vjelstjórafje- lagið, sem var 25 ára þann 20. þ. m., stofnað hjer í Reykjavík þ. 20. febrúar 1909. Svo má telja, að mjög hljótt hafi jafnan verið um Vjelstjóra- fjelagið, þeg'ar þess er gætt, að það hefir átt frumkvæði að og tvívegis fengið samþykta á Al- þingi löggjöf, sem bæði beint og óbeint hefir gripið allverulega inn í veigamesta atvinnuveg þjóðar- innar. Auk þess hefir það um 18 ára skeið komið fram sem sjálf- stæður aðili í kaupgjaldsmálum stjettarinnar. En þau mál eru, eins og kunnugt er mjög viðkvæm og' valda auðveldlega misklíð. sje við þeim hrevft. En vjelstjórarnir hafa yfirleitt verið þeirrar skoðun- ar, að málum þeirra væri þá best borgið. ef þau væru sótt og þeim ráðið til lykta á friðsamlegan hátt, og haldið utan við allar stjórn- málaerjur. Hefir það og vel gefist til þessa. Er það eitt stefnuskrár- atriði fjelagsins, að svo geti orðið framvegis. Vjelstjórafjelagið er að vísu eins og önnur slík fjelög fyrst og' fremst sjettarf jelag. og starf- semi þess, að minsta kosti öðrum þræði, miðuð við hamsmuni ísl. vjelstjóra, en málefni og starf- semi fjelaga er á einhvern hátt grípa inn í starfsemi atvinnuvega þjóðarinnar, eru vitanlega enguin- óviðkomandi. og er því minst hjer u lítillega á.helstu framkvæmdir fje- lagsins undanfarin ár. Rás viðburðanna hefir valdið því, að fjelagið hefir nokkrum sinnum orðið að beita sjer fyrir bættum vinnuskilyrðum fyrir vjel- stjórana gegn nokkurri andstöðu af hálfu atvinnurekenda. Verður vitanlega ekki hjá því komist þeg- ar verðsveiflur skella yfir, eins og átt hefir sjer stað. Astæðan fyrir launakröfum vjelstjóranna, einkum á fiskiflotanum, hefir þó jafnan verið sú, að þeir hafa þóst bera skarðan hlut frá borði að til- tölu, frekar en hitt. að launin væru ekki lífvænleg. Hefir og á- stæða þessi verið jafnan viður- kend, þó að misjafnlega hafi tek- ist að ráða bót á henni. En fjelag- ið hefir hingað til borið gæfu til að geta samið um öll misklíðarefni, og ávalt verið viðurkent fyrir sanngirni, þó nokkurri festu hafi verið beitt á stundum frá báðum hliðum. Eins og vel er kunnugt. varð sjett vjelstjóranna til samtímis hinum hættu atvinnuháttum sjáv- arútvegsins. Hefir og stjettin, þó fámenn sje, átt mikinn virkan þátt í því, að hagkvæm nýting liinna dýru vjela yrði sem mest, og á- berandi mistök eru víst harla fá. Stofnendum fjelagsins var bað lióst. að full nauðsyn var á bví að skinuleggia nám vjelstióranna bæði. bóklegt og Aærklegt. Fvrsta Aærk fielagsins var því að fá sam- þvkta á Albingi löggjöf um vjel- gæslu á ísl. skinum. miðaða við hin nviu veiðiskÍD. togarana. Kom sú löggiöf í gildi árið 1911. Og jafnframt var stofnaður skóli fyr- ir vjelstjóraefni. þ. e. deild við Stvrimannaskólann. Að undirlag'i fielagsins. \rar löggjöf þessi endur- skoðuð árið 1915 með hliðsión af því. að þjóðin eignaðist á því ári skip til mannflutninga milli landa, og líkur voru til, að floti sá mundi aukast. Sama ár veitti Alþingi fje til stofnunar sjerstaks vjelstjóra- skóla hjer í Reykjavík, sem starf- að hefir hjer síðan AÚð Amxandi aðsókn. Vjelstjóraskólinn hefir þó enn ekki átt þak yfir höfuðið og verið á hálfgerðum flækingi. — Leigði hann fyrst í skólahúsi iðn- aðarmanna, en nú síðari árin hefir hann fengið inni í Stýrimanna- skólanum, sem þó naumast er af- lögu fær um húsrúm. Fyrir alllöngu kom fjelagið auga á það. að hjer væri mikil þörf á skóla, er kendi rafmagns- fræði, og' tók sjer fyrir hendur að vinna að stofnun hans. Fyrir at- , beina fjelagsins, svo og f jelags rafvirkja hjer í bænum, var und- irbúin löggjöf um skólastofnun, og frumvarp tvívegis flutt á Alþingi af herra alþm. Á. Ásgeirssyni, þá fræðslumálastjóra, hið síðara skiftið árið 1980 og hlaut þá sam- þykki þingsins og varð að lögum. Þegar hjer var komið, vav faríð að svipast um eftir hiisnæði. Eins og áður er getið, hefir Vjelstjóra- skólinn aldrei haft eigið húsnæði. en til þess að vel færi og ekki vrði of mikill kostnaður af raf- magflsdeildinni, þurfti hún að vera í sama húsi og hann. Ut af þessu sneri Vjelstjóraf jelagið sjer til hinna sjómannafjelaganna hjer í bænum, svo og Fiskifjelagsins, með tilmælum um það, að þau bindust samtökum um að skora á ríkisstiórnina að hlutast til um, að veitt yrði fie til endurbvgging- ar á Stýrimannaskólanum, svo að bæði Vjelstjóra- og Stýrimanna- skólinn fengju bar viðunandi hús- næði til frambúðar. Brugðust fie- lögin vel við þessu. svo og hlut- aðeigandi skólastjórar. En ,.krepp- an“, sem svo mörgu hefir raskað,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.