Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1934, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1934, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS F :1 67 notadrjúg og íullorðna fðlksins. Þess vegna eru 14 ára unglingar taldir karlmanns ígildi — og eins konur — og öllum mælt sama kaup hjá stjórninni. — Eftir- vinna, sunnudagavinna og nætur- vinna er borguð með 50 aururn um tímann, jafnt fyrir alla. En þetta þykir lágt ‘kaup um veiði- tímann og er því oft hörgull á daglaunafólki. Þetta á ekki aðeins við um Holsteinshorg, heldur um alla vesturströnd Grænlands, því að sami taxti gildir alls staðar án nokkurrar undantekningar. Lúðuveiðarnar eru stundaðar á vissu tímabili ár hvert, aðallega frá því seint í júlí og fram í september. Sækja bátarnir skamt frá landi, oft ekki nema 45 mín. sigling beint út, því að aðalmiðin eru rjett við land. Stundum þarf þó að sækja alllangt norður, eða suður með ströndinni, alt að 5—6 ir upp við fjöru, eða þá veiddir á smáfæri. Þorskveiðar. Meðan stjórnarbát- arnir stunda lúðuveiðar, stunda Grænlendingar á sínum eigin bát- um aðallega þorskveiðar, því að sú útgerð er ódýrari. Yeiðist líka oft jafn mikið af þorski og lúðu á sama tíma. Er notuð sama beitan við þorskinn og lúðuna. En þegar fram á sumarið kemur, og loðnan fer að vaða inn á firðina, eltir þorskurinn hana og er þá allur uppi í sjó og veður stundum líkt og síld. Þá fara Grænlendingar á liandfæraveiðar og „húkka þann gráa“. Er fiskurinn þá oft svo handóður að fremur stendur á körlunum að draga heldur en fisk- inum að koma á öngulinn. Þetta er í júnílok og fram til júlíloka. Annars veiðist þorskur alt sum- arið hjá Grænlandi og hefir gengd- irj aukist mjög seinustu árin. Græn tíma sigling. Seinustu árin hefirpjien{j}npar leggja afla sinn, eða lúðan veiðst mest á grunnmiðum og inni í ýmsum fjörðum. í byrjun veiðitímans verður að sækja dýpst, og er þá lína lögð á alt að 200 faðma dýpi. En þegar fer að hlýna í veðri og sjó, gengur lúðan nær landi og oft er veiðin allra best á svo sem 12 faðma dýpi þegar blýj- ast er. Veiðarfærin eru haukalóð. með dálítið minni önglum heldur en hjer eru notaðir (Kerby-önglar nr. 1 frá Mustad & Sön). Beitt er að- allega steinbít, hlýra og þorski, sem veiðist á lóðina jafnhliða Mðunni, eða þá þyrsklingi og marhnút. Þegar beitu vantar, er jafnan farið á marhnútaveiðar og' eru marhnútarnir aðallega stungn- hlut sinn, inn í grænlensku versl- unina, eða það af honum. sem þeir þurfa ekki handa heimilum sínum Til heimilis taka þeir lítið fram vfir daglegar þarfir. því að þeim er ekki sú viska g'efin að safna í kornhlöður. Verslunin kaupir fisk- inn flattan og þveginn fyrir 4Vé evri kg. Lætur hún svo salta hann og er fiskurinn fluttur út blaut- saltaður. Tilraunir hafa verið gerð ar um það að þurka fisk í Græn- landi, en þær takast, ekki vel. Að vísu eru þurkarnir nógir, en hiti er mikill. og aðeins klappir til þess að breiða fiskinn á. Þær verða steikjandi heitar á daginn og er því varla hægt að komast hjá því að fiskurinn soðni. Þorskveiðarnar byrja syðst í Grænlandi á vorin, undir eins og ísa leysir. Er þá sótt út á „Fylla“- grunn svonefnt, en þó er fiskur þá einnig oft inni í ýmsum fjörð- um. Og þegar fram á sumarið kem- ur gengur hann nær og' nær strönd inni og lengra inn í firðina. Fjöldi útlendra skipa er þarna að veiðum á hverju sumri. Þar eru Færeyingar á skútum sínum að „skaki“, og fiska mest rjett fyrir norðan Godthaab og þaðan norður að Holsteinsborg. Eru skúturnar að veiðum bæði á djúp- miðum og grunnmiðum, en þó að- allega nærri landi. Færeyingar hafa fengið sjerstaka höfn í Græn- landi á Stóru Hrafnsey. Þar er engin Skræling.jabygð, aðeins einn danskur eftirlitsmaður. Loft- skeytastöð er þar til afnota fyrir Færeyinga. Þarna g'eta þeir lagt fisk sinn á land og þangað fá þeir flutningaskip með kol, salt og aðrar nauðsynjar. en þan skiu taka aftur aflann. Verða Færey- ingar sjálfir að annast alla upp- skipun og útskipun, og hafa ekki önnur mök við Grænlendinga en þau, að ef einhver þeirra veikist eða slasast, á hann aðgang áð næsta sjúkrahúsi. þar sem læknir er (en það er annáð hvort í Godthaab eða Sykurtopp). Færeyingar hafa veitt vel hjá Grænlandh en þó fara þeir þaðan of snemma. eða um það leyti sem besti. stærsti og feitasti þorskur- inn er að ganga á miðin. Aðrar þjóðir þrauka lengur, osr má þar tilnefna Ameríkumenn, Frakka, Portúg'ala o. fl. Ameríkumenn hafa nú á hverju ári fjölda veiðiskipa hjá Græn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.