Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 22
406 þeir hugsað sjer borgina eins og opinberun Jóhannesar lýsir hinni himnesku Zion: efni múrsins um hana væri jaspis, borgarhliðin væru gerð af perlum, undirstöðu- steinar borgarinnar væru af alls konar gimsteinum, svo sem saf- fír, kalsedón, smaragð, sardonye, krysolit, beryl, tópas, hýasint og ametýst. „Og stræti borgar- innar var skírt gull, sem gagn- sætt gler“. Slíkar hugmyndir höfðu dala- bændurnir gert sjer. En reyndin var sú, sem öllum Jórsalaförum á síðari tímum er kunn, úr hverf- unum innan borgarveggja: mjó- ar götur, — sums staðar í þrep- um, — og steinarnir í þeim hálir af sorpi eða for; súlnabrot hjer og þar og áletranir um, hvar helgir atburðir hefðu gerst, borgarsvigar, þandir milli sunda, gömul borgarhlið og steinkross- ar úti um hvippinn og hvappinn. Og í þessum þröngu, viðbjóðs- legu götum reikar mannfjöldi, allra landa lits og blands; upp úr þvögunni gnæfa vefjarhettir, og sægur af kámugum línhúf- um. Þar má sjá karla í skósíðum tyrkneskum sloppum reka þráa- fulla asna í mannþrönginni. Þeir mæla á fegurðarsnauða tungu, sem Jórsalafarinn skilur ekki, gaspra og gefa ótæpt oln- bogaskot. Dökk- eða ljósklædd- ar konur með svartar eða blóm- saumaðar andlitsblæjur eru þarna á hraðri ferð. Þar má sjá gríska munka og presta í síð- hempum; þeir eru með skegg á bringur niður og hafa sítt hár, að postullegum sið, en undið upp í hnakkanum á kvenna vísu. Skó- burstarar sitja uppi á skemlum bak við zinkvarða áhaldakassa, sem þeir slá í með burstunum til þess að vekja athygli þeirra, sem fara um. Alt í einu getur Jórsalafarinn ekki þverfótað fyr- ir stórum, kafloðnum dýrum, úlf- öldunúm, sem þramma með hnakkakerta hausa upp úr mann- þvögunni og eru með klyfjar af geysi-þungum og fyrirferðar- miklum vörusekkjum. Þá verður hann að fleygja sjer endilöngum í tröðunum og láta sekkina vaga yfir sig, til þess að verða ekki LESBÓK MORGUNBLAÐSINS rotaður milli steinveggja og vöru sekkja í borg Davíðs. Og þetta er Jerúsalem! Þetta er borgin helga! „Italía með sínum kirkjum, klaustrum og marmara og sögu, — alt þetta er nú víðs fjarri yð- ur“,. skrifaði frakkneskur vinur minn mjer. „Þarna niðri í land- inu helga mun fyrir yður liggja að ráfa að kalla án annarar leið- sögu, en trúarinnar. I sýnd hluta eru þar ekki tiltakanlega áleitnir töfrar. Or ófrjóa jarðveginum vex og grær aðeins trúin“. Þessi frakkneski vinur minn hafði rjett fyrir sjer, líkt og sænsku trúbræðurnir, sem skáld- konan ritaði um. Hjer er smátt Kirkjan á gröf Krists. um sældarkjör, fátt, sem geng- ur í augun. Það getur að vísu borið við, ef Jórsalafarinn er á ferli í mannþvögu á sölutorgi í glaða sólskini, að honum fljúgi í hug, að skamt sje frá því, er dagar Þúsund og einnar nætur liðu: Þarna fari tyrkneskur kennimannahöfðingi, þarna „is- lamiskur" safnaðarstjóri, þarna lögvitringur, þarna arabiskur hirðingi. En eigi verður ljómi þessara nafna langær. Ef þykt er í lofti daginn eftir og Jórsalafar- anum verður aftur reikað í bog- hliðum sölutorgsins, fer ekki hjá því, að hann taki eftir, hve ó- hreinar aröbsku konurnar með bláa hörundsflúrið og skraut- legu skarböndin eru, eða hve viðbjóðslega skítugur vefjar- höttur tigna jarlsins og höf- uðbúnaður hreykna hirðingjans og hve kámug í feiti flauelis- kápa lögvitringsins er. Hitt var aðeins hugarburður Jórsalafar- ans, — trúðleikur, sem hvarf með sólskininu. Og í rigningum í Jerúsalem, sem eru snarpar og hráslagalegar, þá má segja, að ömurlegur veruleikinn komist upp úr. Þá sjer Jórsalafarinn, að hjá þessum skuggalegu götum, óþrifalegu sundum og daunillu húsagörðum hafast við tugir þúsunda manna, sem eru án allr- ar þeirrar tækni, er gerir líf Vesturlandabúa þægilegra og farsælla. Adam gamla verður eigi dillað þar. Nei, engin furða er, þótt fólkið sje fíkið í óminn- islyf, — að Arabar, Tyrkir, Sýr- lendingar og Grikkir hangi mál- anna á milli við að reykja löngu vatnspípurnar og konurnar viti einnig tæplega aðrar afþreying- ar betri á heimilunum, en að skiftast á um að totta pípurnar. En í Jerúsalem er þó gröf Kristá og allir aðrir helgu stað- irnir. Satt er það. Þess vegna fluttust sænsku bændurnir þang- að. Þess vegna er jeg líka kom- inn þangað. Og einkum var mjer hugfólgið að vitja grafarinnar helgu. Jeg hef sjeð gröf Napoleons I. í fögru kapellunni í hermanna- hælinu („Hotel des Invalides“) í París, gröf Dantes í Ravenna við Adríahafið, gröf Celleys hjá Ce- stíus-pýramídanum í Róm og gröf Oehlenschlágers hjá kirkju- garðsveggnum í Frederiksberg. Hjá hverju af þessum leiðum rennur það upp fyrir okkur, glögt eða óglögt, að þar liggur maður, sem við höfum unnað frá blautu barnsbeini, — og að nú erum við nálægari honum en nokkru sinni fyr, þar eð hjer eru jarðneskar leifar hans. Gröf Krists var hið fyrsta, er jeg skoðaði í Jerúsalem. Jeg gekk frá gistihúsinu Casa nova, sem jeg bjó í; það er í miðju borgar- hverfi kristinna manna. Frans- iskusmunkar eiga Casa nova og mörg gistihús önnur, er öll heita svo og eru reist hjer og þar í Palestínu, þar sem mest er þörf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.