Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 397 reyknum og- höfninni, skyldi hann auðkendur. Reykurinn leiðbein- ing- ókunnugum sjófarendum í höfn. Og höfnin var góð í þá daga. Örfiriseyjartanginn upp úr sjó, en Örfirisey mikið stærri, en hún er nú. Hingað gátu landsmenn hans leitað, er í kjölfar hans komu. Hjer gat hann haft samband við umheiminn. Hvílíkur munur eða austur á söndum við hafnlausa strönd! Hvaða sjófarandi lagði þar upp í brimgarðinn, þó hann sæi reyk eða mannabústaði í landi? Bújörðin Reykjavík hefir ekki verið sóðaleg í þá daga, til lands og sjávar. Hún hefir verið við Ingólfs hæfi. Kvikf je hefir Ingólfur haft fátt fyrst í stað. Meðan hann var á víðlendunum austanfjalls, hefir hann þurft að gæta sauðfjár og jafnvel alls kvikfjenaðar sumar- langt, svq ekki hlypi á brott og týndist í skóga. Við Reykjavík voru grasmiklar eyjar, þar sem hann gat geymt fjenað sinn fyrirhafnarlaust sum ar og vetur. En víkur og vogar fullir af fiski, svo lítt þurfti að ganga á bústofninn, meðan hon- um var að fjölga. IaVÚ kunna menn að segja, pB) að hjer sjeu bornar fram 'íV® mótsagnir við ummæli Karla, er hann kvartaði út af bú- ferlum Ingólfs austan yfir Fjall og sagði: „til ills höfum við far- ið um góð hjeruð, að við skulum byggja útnes þetta“. Vera má, að sagan fari hjer með rjetthermi. Þrællinn hafi þetta sagt. Honum hafi fundist björgulegra austan fjalls á hin- um víðu graslendum þar. En þrællinn hefir á engan hátt haft sömu skilyrði til að meta og vega kosti staðarins, sem höfð- inginn Ingólfur. Hann hefir ekki getað metið hvers virði höfnin var fyrir búskap Ingólfs, sam- göngur við umheiminn og vænt- anlega landnámsmenn. Ólíkt þykir mjer sú Ingólfs- hugmynd skemtilegri, að hugsa sjer manninn fara hjer um hið óbygða land árum saman, leita að því landnámi, þeim bústað, sem honum best líkaði, velja og hafna af yfirvegun og framsýni, held- ur en hugmyndin hin, að hugsa sjer Ingólf þvælast um landið, með búslóð og skyldulið, ár eftir ár, viljalausan teymdan áfram, eftir leit að týndum súlum. Sambærilegur og eðlilegur þyk- ir mjer hinn sjálfráði landnáms- maður, við víkinginn Ingólf, er óneitanlega treystir á mátt sinn og megin, en rasar þó eigi fyrir ráð fram, heldur fer að öllu var- lega og með fyrirhyggju, þar sem hann t. d. fer könnunarferð til landsins, áður en hann flytur hingað búferlum. Hví skyldi maður, sem svo gætilega fer að ráði sínu, og treystir svo dómgreind sinni og fyrirhyggju, alt í einu, þegar mest á ríður, varpa af sjer sjálf- stjórn og sjálfsfyrirhyggju? Annað er það, að mjög er það eðlilegt, að þjóðsagnir og þjóðar- andi hafi síðar meir varðveitt mynd hins leiðitama Ingólfs, sem varpaði áhyggjum sínum og framtíð á vísbending dularafla. Því hin sjálfvirka, þróttmikla víkingslund hvarf snemma úr Is- lendingum. Landið, náttúruöflin, víðáttan, alt varð þetta þjóðinni ofviða. Líf hennar, starf, líðan hennar og vanlíðan var háð veðr- áttu og náttúruöflum, sem enginn skildi, enginn treysti sjer að grípa fram í. Landnám Islands, í anda Ing- ólfs, hættir, þegar það var stutt á veg komið, og þjóðin beygði sig í auðmýkt fyrir ofurefli óblíðrar náttúru. Er það ekki sem talað úr hjarta slíkrar yfirbugaðrar þjóð- ar, að fyrsti landnámsmaðurinn, þjóðarfaðirinn, hafi eigi verið meiri foringi af sjálfsstyrkum vilja en svo, að hann af skipi sínu í útsænum fyrir íslandsströnd, hafi varpað súlum sínum, sjálfs- fyrirhyggju, fyrir borð, og falið framtíð sína goðunum? Slík sögn er sígild dæmisaga um líf þjóðarinnar gegnum ald- irnar. En hún á ekki heima þar, sem þróttmikill víkingur, landkönn- uður og þjóðarfaðir á í hlut. Sagan um umkvörtun Karla þræls, út af því, að yfirgefin voru hin góðu hjeruð, hefir varðveist til þess að styrkja menn í trúnni á goðhollustu Ingólfs. Svo mikill var hann í trú sinni, svo öruggur í vissu sinni um æðri handleiðslu, segir þjóðsagan, að hann sneri bakinu við grasinu fyrir austan, og „bygði útnesið“. Ennþá mikilfenglegri er mynd sögunnar af Hjörleifi, til þess að styrkja þjóðina í trúnni á heill Ingólfs, fyrir sakir trúrækni hans. Hjörleifur vildi aldrei blóta. Hvernig fór fyrir honum? Þræl- ar hans drápu hann. Átti enga framtíð í hinu nýja landi. Hví- líkur gæfumunur fóstbræðranna, hans, sem treysti goðunum, og hins, sem aldrei blótaði. Hjer Reykjavíkurhöfn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.