Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 399 Jól skipsdrengsins. Eftir Ninna Claessen. BRÁ því Tómas litli gat skrið- ið hafði hann leikið sjer hjá sjónum og í sjónum. Hann undi sjer hvergi nema þar. Ef mamma hans leit af honum eitt andartak, var hann kominn niður í fjöru. Það þýddi aldrei neitt að leita að honum í húsinu nje í garðinum á bak við það. Nei, mamma hans vissi altaf hvert hann hafði farið. Skemtilegast þótti Tómási að láta pappírsbáta sína sigla, og hann rogaðist með eins stóra steina og hann gat borið fram í fjöruna og gerði þar hafnir og brimbrjóta. Tímunum saman gat hann dundað við þetta. En leiðinlegt var það, að mamma hans var sífelt hrædd um að hann mundi fara sjer að voða og var því altaf á hælun- um á honum og skipaði honum að koma heim með sjer þegar leik- urinn stóð sem hæst. En ef til vill gerði þetta hann aðeins á- áfjáðari í það að leika sjer nið- ur við sjóinn. Og mamma hans hafði því miður ekki tíma til þess að höfuðsitja hann allan daginn. Þegar Tómas stækkaði og var farinn að ganga í skóla, eignað- ist hann þar vin, sem var sjó- mannssonur. Hann hjet Pjetur. Og vinátta þeirra varð Tómasi til mikillar ánægju. Tímunum sam- an ljeku drengirnir sjer í bát pabba hans Pjeturs, og ljetust sigla um allan heim, til allra landa. Það gerði ekkert til þótt báturinn lægi bundinn við bryggju og þeim hefði verið harðbannað að leysa hann. En svo, þegar þeir stækkuðu, fengu þeir stundum að fara með föður Pjeturs, þegar hann sigldi út á mið til að leggja net, eða vitja um þau. Það voru dýrlegir dagar. Þegar Tómas var fermdur, vildi faðir hans að hann lærði einhverja handiðn, en Tómas vildi ólmur fara í siglingar. Og að lokum ljet faðir hans það eftir honum. Mamma hans grjet á meðan hún var að útbúa hann. Og hún grátbað hann að fara varlega, láta ekki flekast út í soll, og skrifa oft, að minsta kosti á brjefsspjald, þótt ekki væri meira. Þá vissu þau þó að minsta kosti hvernig honum leið. Tómas lofaði því. Mamma gæti reitt sig á það, að hann skyldi ekki gleyma þeim. En þegar Tómas var kominn í siglinguna, komst hann brátt að raun um, að það var hægra að lofa slíku en að efna það. Því að skipsdrengur hefir nóg að gera. Og hann getur hvergi verið í næði til að skrifa. Það var ekki eins og heima, þar sem hann átti sitt eigið herbergi. Það var ekki hægt að hugsa neitt þegar menn sátu alt í kring um hann, talandi og hlæjandi og sumir spilandi á munnhörpu. Hann hafði heldur ekki um margt að skrifa; því að það, sem hann hugsaði mest um,— að hann hafði orðið fyrir miklum vonbrigðum, vildi hann ekki skrifa um, því að það mátti eng- inn vita. En það var ekki furða þótt hann hefði orðið fyrir von- brigðum, því að hann hafði bú- ist við því, að sjá svo ótal margt nýtt, en hann hafði ekkert sjeð, það er honum þætti neitt til koma. Hann fór sjaldan í land, því að hann kærði sig ekkert um að vera með sjómönnunum. Þeir fóru ekkert annað en þar, sem var dans og hljóðfærasláttur. I sjálfu sjer gat verið nógu gam- an að því, en Tómas langaði þó ekki á slíka staði. Hann lang- aði til þess að skoða sig um, bæði í borgunum og umhverfi þeirra, en fjelagar hans sögðust hafa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.