Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 16
400 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sjeð það svo oft, að þeir kærðu sig ekki um það. Einu sinni bauð skipstjórinn honum í land með sjer, því að þetta var gæðakarl, og góður vin- ur foreldra hans. En enginn gat ætlast til þess, að hann byði Tómasi oft með sjer. Og Tómas bjóst heldur ekki við því. Hann ljet sjer því nægja að ráfa um niður við hafnirnar, og hætti sjer aldrei svo langt, að hann sæi ekki skipið sitt. Ef Pjetur hefði verið með, þá hefði hann ekki verið jafn ein- mana. Þeir Pjetur höfðu verið óaðskiljanlegir í sjö ár í gleði og þrautum, og jafnan hjálpar hvor öðrum. Það var því ekki svo auðvelt að hjálpa sjer sjálfur. Þegar hann hafði nóg að gera, fann hann ekki svo mjög til ein- stæðingsskapar síns, en þeim mun sárar þegar hann hafði frí og átti engan að. Það var líka hastarlegt, að Pjetur skyldi ekki geta verið með, en varð að vera heima hjá föður sínum. í hvert skifti, sem Tómas mintist þessa, andvarpaði hann sáran. Og svo keypti hann sjer brjefspjald og skrifaði heim. Það var betra heldur en skrifa brjef, því að það komst ekki svo ýkja mikið á kortið. Mamma Tómasar grjet af fögn uði í hvert sinn, sem þessi brjef- spjöld komu frá elskaða drengn- um heunar, sem hún saknaði svo mjög. Og í hvert sinn, sem pabbi Tómasar hitti Pjetur, sagði hann: „Viltu ekki koma heim og sjá hvert Tómas nú er kominn?“ Og það var nú einmitt það, sem Pjetur vildi. Því að þótt Pjetur væri öfundsjúkur út af því, að Jakob fekk að fara í siglingar, þá vildi hann gjarna sjá mynd- irnar á brjefspjöldunum. Og hann var staðráðinn í því að hfrða upp hugann þegar skipið kæmi heim um jólaleytið og spyrja skipstjórann að því, hvort hann gæti ekki tekið sig líka. Hann var nærri viss um það, að pabbi sinn mundi gefa sjer leyfi til þess að fara í siglingar. Og Pjetur var farinn að hlakka stór- kostlega til jólanna þess vegna. Tómas var líka farinn að hlakka til jólanna, en hann tal- aði ekki um það við neinn mann. Hann dreymdi dagdrauma um það, að hann væri kominn heim og það væri jólakvöld og hann færi með pabba og mömmu til kirkju. Á eftir settust þau svo öll að jólaborðinu, og á því var snjóhvítur dúkur og dálítið jóla- trje á öðrum enda. Við hinn borðscndann sat pabbi hans, en þau mamma sátu hvort á móti öðru. Já, það yrði nú gaman! Og ivað hann skyldi njóta hvíldar- innar og þrifnaðarins heima, og að sitja í hlýju húsi! Því að nú var farið að verða kalt. Frostið óx dag frá degi. Það var ekki skemtilegt. En verst af öllu var þó, að skip- stjórinn var farinn að tala um það, að þeim mundi varla auðn- ast að ná heim, áður en ísinn byrgði sundin, og bannaði allar siglingar. Það fór eins og hita- bylgja um Tómas, þegar hann heyrði þetta, og þó hafði hann skolfið rjett áður. Hann laumað- ist inn til matreiðslumanns og settist þar, mállaus út af þess- um vondu frjettum. Sören matsveinn leit við hon- um. „Ertu í slæmu skapi í dag?“ sagði hann. Það komu tár í augun á Tóm- asi. Sören matsveinn var besti vin- ur hans um borð. Þeir voru frá sama stað, og þess vegna sagði Tómas honum frá því, hvað hann hefði hlakkað mikið til þess að koma heim um jólin, og hvað hann hefði nú fengið vond- ar frjettir. Sören varð alvarlegur á svip- inn. Hann átti konu og tvö börn, og þess vegna langaði hann líka til þess að vera heima um jólin. En hann hafði líka altaf kviðið því að fá þær frjettir, er nú höfðu skelft Tómas. Á meðan skipstjórinn sagði ekki neitt hafði hann þó reynt að hrista þær áhyggjur af sjer, en nú var það ekki hægt lengur. Og frostið jókst. Sören var hættur að syngja við verk sitt — en það var hann vanur að gera. Og á aðfangadags morgun misti Tómas alla von. Þeir voru þá komnir svo nærri, að þeir sáu heim, en ísinn var svo mikill í sundinu, að skipið var fast. Hvert sem litið var, sá hvergi í auðan sjó. Skipstjóri hafði reynt að brjótast í gegn um ísinn, en að lokum hafði skip- ið orðið fast og ósjálfbjarga. Og þarna lá það. Oft kom Tómas inn í e#hús- ið um daginn. Sören helt að hann gerði það til þess að geta borið sig borginmannlega, en reynslan var önnur, því að áður en langt um leið var Tómas far- inn að hágráta. Ekki batnaði það, þegar skip- stjórinn skýrði frá því, að þeir myndi verða að liggja þarna all- an daginn og næstu nótt, því að ísbrjóturinn myndi alls ekki geta komist út til þeirra fyr en ein- hvern tíma næsta dag, enda væri nú farið að skyggja. Tómas stóð upp á þilfari og sá að farið var að kveikja ljós í þorpinu. Þá langaði hann mest til þess að setjast niður og há- gráta, en honum þótti minkun að því, og þess vegna harkaði hann af sjer. Hann langaði ekki til þess að láta skipverja hlæja að sjer. Og það var áreiðanlegt að þeir mundu ekki skilja hann, því að þeir áttu ekki heimili þarna. Þess vegna kæfði Tómas niður grátinn. „Hertu upp hugann, drengur“, mælti skipstjóri vingjarnlega. . „Það eru jól á morgun líka“. Tóijias hóf höfuðið, en varð niðurlútur aftur. Þetta gat skip- stjórinn sagt; hann átti ekki heimili þarna; hann var ekkju- maður og átti engin börn. „En ef ísinn væri traustur, þá .. .“. Þetta sagði Sören matsveinn hikandi. Hann langaði til að freista þess að ganga í land, en hann vildi ekki fara einn. Tómas svaraði engu. Þessi uppástunga kom honum óvænt. Hann helt að það væri ekki hægt að komast gangandi í land. En ljósin inni í þorpinu tindr- uðu og það var eins og þau væri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.