Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1927, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1927, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSDÍS 213 Ófreskisaugu. Nú g-eta menn sjeð í myrkri og þoku og í gegn um holt og hæðir. þau að fara í vist. Þetta er viðuv- kend stofnun o" ríkissjóður greið- ir 200 kr. með hverju barni á ári. Þarna voru líka tveir landar, rösk- ir drengir, en þeir skildu að vísu ekki íslensku. Mamma þeirra var dáin, en, pabbi þeirra í siglingum. Meðlag með þeim var 60 krónur á mánuði. Á þessu lieimili var svo milcill friður og ró, að niaður átti bágt með að skilja að þar ætti 40 börn heima. Þá vil jeg minnast á „Optagels- eshjemmet“, sem kalla mætti á ís- lensku bráðabirgðaheimili. Þar er tekið á móti börnum frá þeim heimilum, þar sem eru slæmar á- stæður, veikindi o. þ. u. 1. Þar voru um 40 börn og koma mörg þangaö illa útlítandi. T. d. komu þangað 4 systkini sem ekki áttu sokka, skó nje buxur að vera í; þau voru lúsug og flakandi í sárum. Þarna fengu þau ágæta hjúkrun og að- hlynningu, eins og í bestu móður- höndum, þangað til hægt var að koma þeim á uppeldisstofnun, og sjaldan eru börn þar lengur en tvö ár. Heimilið sjer öllum börn- um fyrir fötum meðan þau eru þar, en fari þau á uppeldisstofn- anir, þá verður „Værgeraadet“ að sjá þeim fyrir fötum. Svona heimili finst mjer vanta tilfinnanlega í Reykjavík, til þess að taka við börnum af heimilum J>ar sem fyrirvinnan eða móðirin veikist. Þótt það hafi slarkað af — með vandra>ðum þó — að hola slíkuin börnum niður hingað og þangað, þá eru heimilin misjöfn og hver veit hvernig þessum litlu ósjálfbjarga vesalingum líður? — Hver lítur eftir því 1 Sem menn- ingarbær hlýtur höfuðstaður lands ins að koma sjer upp barnaheim- ili hið fj'rsta.. Þeir, sem koma til útlanda og sjá hvað gert er fyrir börnin þar, hljóta að bera kinn- roða fyrir það hvað við íslend- ingar hugsum lítið um börnin okk- ar og uppeldi þeirra. Maður er nefndur Jolin L. Baird. Hann er skotskur að ætt og er nú orðinn heimsfrægur fyrir uppgötv- anir sínar, sem eru í því fólgnar, að nú geta menn sjoð í gegn um holt og hæðir. 1 fyrra bjó hann til fjarsýnis- vjel, sem sett var í samband við síma eða lofttal. Gat sá, sem tal- aði þá sjeð eins langt og heyrnin náði. Aðalgallinn á þessari vjel var sá, að beina varð svo björtu Ijósi á þann, sem mynd átti að sjást af í’gegn um holt og hæðir, að við lá að það blindaði liann. En síðan hefir Baird endurbætt þessa vjel sína svo, að nú þarf hún ekki sterkara ljós heldur en algeng myndavjel. En þetta var Baird ekki nóg. Nú fór hann að gera tilraunir með ósýnilega geisla, þ.e.a.s. geisla þá, sem menn vita að eru fyrir utan ijóslitakerfið, þótt þeir sjáist ekki. Hefir honum tekist að gera þar merkilegar uppgötvanir. Að vísu byrjaði hann fyrst öfugu megin — á þeim geislum, sem næstir eru fjólubláu geislunum í ljóslitakerf- inu. Geislar þessir liöfðu skaðleg áhrif á augu þeirra manna, sem þeim var beint á. Þá sneri Baird við blaðinu og/ tók nú að gera til- raunir með þá geisla, sem eru næstir rauðu geislunum, vst í ljós- litakerfinu og lcom ]>á fljótt í ljós, að vjel hans var afarnæm fyrir þessum geislum, sem ekkert mann- iegt auga fær greint. sjerfræð ingum vjel sína. Þegar hjer var komið hafði Baird náð svo langt, að nú gat hann látið menn sjá í myrkri. — Maður sá, sem mynd á að sendast af langar leiðir, getur nú setið í kolsvarta myrkri, en hinir ósýni- legu geislar, sem beint er að hon- um, flytja lifandi mynd af honum langar leiðir. j Uppgötvun þessi getur haft stór- kostlega þýðingu á mörgum svið- um. f ófriði geta t. d. flugvjelar og njósnarar ekki látið náttmyrkur skýla sjer. Með hjálp hinna ósýni- legu geisla og vjelar Bairds, er hægt að sjá til ferða þeirra, án þess að þeir hafi hugmynd um. En hitt er þó meira um vert, að not- kun hinna ósýnilegu geisla getur Baird sýnir ýmsum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.