Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1927, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1927, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 211 oss stór neyð og þungur baggi. Margur kristinn hefir hjer verið líflátinn og píndur mjög herfilega síðan vjer komum. — Eins og getið hefir verið fyr, her tóku Tyrkir eystra unglingspilt, sem var lieimamaður Guttorms og er liann af sumum nefndur Þor- björn, en af öðrum Jón Asbjarn- arson, ættaður af Síðu. Hann kast- aði trúnni er út kom, til þess að geta fremur hjálpað löndum sín- um. Komst hann til hárra metorða. í Serklandi „og varð þar einn can- sellari. Og þegar hann hafði vei*- ið þar nokkur ár við, leysti hann sinn húsbónda Guttorm Hallsson og gaf honum þar með peninga upp á reisuna, sendandi sínum fá- tækum foreldrum í gullmynt 40 Jakobs stykki með Guttonni og kom honum upp á eitt eingelskt skip. En nær kom undir Englands ríki, tóku sig saman 4 skálkar á sama skipi og myrtu um nótt til fjár Guttorm Hallsson, og köstuðu honum í sjóinn.“ Með Guttormi sendi pilturinn brjef, áskorun frá staðarkóngi til Kristjáns 4. um að hann skyldi veita foreldnun hans á íslandi „nokkurs konar ljen og fríheit." Brjef þetta þýddi Jón frá Grinda- vík á latínu, og jafnframt skrif- aði hann þá ættingjum sínum, en þau brjef glötuðust. TJm það leyti hafði alt hið unga íslenska folk kástað trúnnp en eftir lifðu u?n 80 af liinu eldra folki, sem ekki vildi kasta trúnni, þrátt fyrir all- ar tilraunir Tyrkja og misþyrm- ingar. Svo var það loks árið 1636. að 34 af liinum hertelcnu voru leyst- ir út. Sex af þeim önduðust á leio- inni, einn varð eftir í Lukkuborg, en 27 komu til íslands. Dvaldi folk þetta í Danmörku veturinn 1636—37 og var Hallgrímur Pjeí- nrsson skáld fenginn til að ke.nna því. Varð það til þess að hann kyntist Guðríði Símonardóttur (Tyrkja-Guddu), sem síðar varð kona hans. Til er enn skrá yfir þá Islend- inga sem voru á lífi í Serklandi 1635, og eigi höfðu kastað trú og eru þeir taldir 70 (karlmenn 31, konur 39). Þar á meðal er talinn Benedikt Pálsson, sonarsonur Guð- brands biskups á Hólum. — Var liann hertekinn á þýsku skipi nokkrum árum síðar en Tyrlcir rændu hjer, og var hann einn á meðal þeirra, er útleystir voru. Enn er og til reikningur yfir lausnargjald íslendinga og nokk- urra norskra og dansltra manna. Sjest, á lionum, að ýmsir liafa get- að iagt fram fje npp í lausnar- gjaldið, svo sem Margrjet Árna- dóttir 4 Rd., Oddný Jónsdóttir 20 Rd. og Givðríður Símonardóttir 20 Rd., Brandur Arngrímsson 70 Rd., Þorsteinn Bárðarson 40 Rd., Ilelgi Jónsson 10 Rd., Ágúst Sörensori, smiður 272 Rd. (hann kostaði 500 Rd.). f þessum hópi var Ásta Þor- steinsdóttir, kona sjera Ólafs, og Einar Loftsson. • Um fólk sjera Jóns Þorsteins- sonar hefir maður þær frásagnir að Margrjetu dóttur hans leysti út franslcur maður, sem Franciscus von Ibercheel hjet, og fór með hana til Frakklands og gerði hana að fylgikonu sinni. .— En Margrjet, ekkja sjera Jóns lenti hjá harð- sviruðum húsbónda í borg þeirri í Serklandi, sem nefnd er Busk- ant. Var hún höfð til vatnsburðar og gekk í járnum. Oft var hún barin. Einhverju sinni kom hús- bóndinn að henni þar sem hnn hafði sett niður vatnsföturnar og var að lesa í Davíðs sálmum, sem hún liafði haft með sjer. Er þá mælt, að Tyrkinn hafi misþyrmt henni svo að hún hafi biðið bana af. Sumir segja, að það liafi ver- ið vanaviðkvæði Margrjetar, <ir henni þótti eitthvað, að hún ósk- aði ]?ess að hún væri komin eitt- livað út í buskann. Þótti íslend- ingum sem henni yrði að ósk sinni, er hún bar beinin í Buskant. Jón sonur sjera Jóns var 15 ára að aldri er hann' var hertekinri. Hann tók sjer síðar nafnið Vest- mann, og varð æfintýramaður mik- iU. Hann kastaði trú sinni og ljet umskera sig til þess að fá frelsi. Var hann lengi á tyrkneskum her- skipum og þótti Tyrkjum svo mik- ið til hans koma, sakir vitsmuna og harðfengis, að hann var gerð- ur að flotaforingja. Á þeim árum lenti Jón í ýmsum svaðilförum, en að lokum slapp hann úr höndum Tyrkjum og komst til Danmerkur eftir margar þrautir og æfintýr. Það var 1644, Segir sagan, að hann hafi fyrstur manna kent Dönum að smíða og nota hjólbörur, og ým- islegt verklag, sem þeir kunnu ekki áður, hafi liann kent þeim. Fjekk hann virðingar miklar af stórmenni þar og sjálfum Krist- jáni konungi 4. Jón Vestmann andaðist 1640. Hafði hann þá nýlega kvænst dótt- ur kapteins nokkurs og ætlaði til Islands þá um sumarið. — Segja sumir, að banamein lians hafi ver- ið það, að hann hafi fallið á svelli og marist nokkuð á læri og yrði ei læknað og legið 20 vikur. En Hannes Finnsson segir að hann hnfi verið stunginn til bana við Hólms- brú. Lá hann þó lengi, því að Jón prófastur Halldórsson liefir sagt eftir föður sínnm, að hann hafi oft verið hjá honum og vakað yf- ir honum seinustu nóttina og sagl lát hans fyrstur Ólafi Worm, er lagf liafði allan hng á að lækna hann. Hafi hann ]>á svarað: „Hvar fær nú ríkið slíkan mann!“ og ljet liann sjer hið mesta finnast um liann, og margir aðrir tignir og ótignir. Lýkur hjer þessari frásögn if Tyrkjaráninu. f5uernig Daudet slapp og tveir menn aðrir úr La Santé fangelsinu í París. Það var um hádegi laugardag- inn 25. júní, að símað var til Catry forstjóra La Santé fangelsi.sins í París: — Það er innanríkisráðuneytið. Ráðherrann vill fá að tala við yður f Rjett á eftir kom önnur rödd í símann og þóttist sá maður vera Sarraut ráðherra: — Stjórnin hefir rjett í þessu ákveðið að sleppa þeim úr varð- haldi Daudet, Delest og Semard. Vjer ætlumst til að þjer sleppið þeim undir eins, áður en fregnin berst út, því að vjer viljum korn- ast hjá uppþoti í sambandi við það. Sleppið þeim meðan á mat- málstíma stendur og alt er rólegt! Daudet og Delest yoru konungs- sinnar, en Semard kommúnisti. Fangelsisstjórann grunaði þeg- ar, að brögð væri í tafli. Til þess

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.