Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1927, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1927, Blaðsíða 2
210 LESBÓK MORGÍJNfcLAÍ)élNS Fjöldi í'auganua sætti mjög illri meðferð, eiukum fyrst í stað, með- an þeir skildu ekki málið og þoldu kitann verst. Önduðust margir hin fyrstu missiri af hitasótt, illri að- þúð og þrælkun. Haustið 1632 tókst Einari Lofts- syni að kaupa sjer frelsi fyrir 120 dali. Hjálpaði honum til þess ensk- ur maður Koll að nafni. Hafði liann áður keypt íslenska stúlku, er Björg hjet og var hún fylgi- kona hans. Þegar Einar var frjáls orðinn tók hann að brugga brenni- vín og prjóna húfur. Græddist lion um þá svo fje að hann gat borgað Koll alt gjaldið aftur og lánað lionum fje þar að auki. Ýmsum kristnum mönnum hjálpaði liaun, þar á meðal móðursystur sinni Guðrúnu, sem hertekin var í Eyj- um. Var hún þá um sjötugt og ör- vasa orðin og ætlaði Tyrkinn, hús bóndi hennar að losa sig við hana með liægu móti. Einar komst að því, tók hana að sjer og ól öuu fyrir henni í mánuð. Þá ljest hún. Einar kom hingað til lauds aftur í hópi þeirra sem leystir voru id árið 1636 með samskotafje lijeð- an af landi og úr Danmörku. Follc það, sem liernumið var í Grindavík, var flutt til borgar þeirrar, sem Kyle er neínd í frá- sögnum þeirra. Aðrir nefna borg- ina Sale, og er hún í Marokko. Þar voru fangarnir settir á upi - boð, eins og í Algier. Hollenskur maður leysti Guðrúnu Jónsdótt- ur og Halldór bróður hennar og komust þau hingað lieim árið eftir að þau! voru hcrnumin. En þrír synir Guðrúnar urðu eftir þar syðra, og höfum vjer glöggvastar fregnir um líðan fanganna þar eft- ir brjefum Jóns sonar hennar, sem ekki mun hafa verið falur nema þá fyrir of fjár og því ekki ley t- ur út. Því miður eru nú sum brjef Jóns glötuð, en eitt' er til, ritað í Arzel 24. janúar 1630. — Má af því brjefi sjá, að folkið liefir gengið mansali frá einum til ann- ars og úr einni borg í aðra eftir að það var komið til Afríku. Jeg hefi fimm sinnum seldur verið, seg- ir hann, og nú allra seinast hefi jeg kostað 457 döblur (== 457 mörk dönsk), og þeim er hættast að komast ei hjeðan, sem svo eru seldir ákata vegna. Þeir cru hafðir stað frá stað út í heiðindóminn. En nú segir minn patron, að hann vilji fá 800 döblur fyrir mig. Þá er staðarins portgjald og renta þar að auki. — Svo heíir og Helgi frændi minn átt marga húsbænd- ur; þenna sama lijer í þessari borg. Hann er renegat grískur, sem hefir fallið frá trúnni og er sett- ur yfir stríðsfólk, eður soldáta. Hann hefir með fyrstu á' allar lundir með vondum heitipgum og höggum viljað koma honum af trúnni, en að síðustu hefir hanu (Helgi) sagt: Ef þú leggur ekh i af að slá mig saklausan og nauð- ugan, þá skaltu mega sækja þitt silfur og gjald fyrir mig út í sjó- inn. Jeg skal steypa mjer ofan af kastalanum og deyja ]>ar, he’dur en að jeg afneiti mínum guði. — Hans liúsbóndi dignaði við, og fór þá með fagurmálum að við hann, og hefir síðan ekki á unnið. Ein stúlka er hjer, segir hann ennfremur. Undir lienni bundinni og klæðflettri hefir eldur kveikt- ur verið, þó alt forgefins. Sumir hafa á fótum verið upphengdir til halfs og með köðlum barðir og hafa vel varist, svo að margir hafa vel af komist. En þó eru þeir fleiri — guð náði! — sem tornaðir eru, og þó komnir til lögaldurs og meir. Fólkið er mjög margt (þjáð) orð- ið af þungum og óheyrilegum erf- iðismunum og ómiskunnsamlegum atbúnaði. — -— Jeg meina að Jas- par á Vestmannaeyjum liafi getað til mín sagt, að jeg væri hjer í Barbaría í þeim stað, sem liann liafði verið, en hann fór lijeðan svo snögglega, að jeg vissi ekki fyr en hann var kominn til skips; jeg var þá og liindraður, því að jeg skrifaði fyrir Jón son sjera Jóns heitins Þorsteinssonar um hans sálugu móður í guði sofnaða; verða menn að stelast til að skrifa í leyndum, nær allir sofa. „Bjarni heitinn Ólafsson og Jón Þórðarson komust og liingað frá Sale, þangað sem við fórum með fyrsta með móður minni sælli og Halldóri mínum, en Jón frændi okkar er hjer enn í þeirri borg hjá einum vínberja okurkarli. Jón sáir og erjar hans víngarð og það er sá besti húsbóndi ,sem hann hefir í þeirri borg. Helgi bróðir minn fór lil Sale hjeðan með síuum patron, eftir það folkiðí var þaðan komið og útleyst, og hann Hjeð- inn bróðir okkar, og spurði Iiann livernig móður okkar gengi og ef hún væri heilbrigð. En hann sagði honum: Hún er komin brott hjeð- an og Halldór minn með henni og folkið það til var, og tók til að gráta. Hann hefði eigi mátt fara, þó mikið gjald hefði eigi boðið verið.“ Euginn þeirra bræðra kom hiug- að út aftur. Svo segir Guttormur Hallsson i brjefi, rituðu 20. nóv. 1631 í Artzel: Fyrst er jeg kom í þetta laud og jeg hafði verið lijer tvær vik- ur, lagðist jeg veikur í köldusótt nærri fimm vikur. — Þá átti jeg stóra neyð, því slíkum er hjer ekki gott að vera. Strax sem jeg hrestist aftur og gat nokkuð geng- ið, var jeg hneptur á torgið hvern dag að sappa, sem er að velta upp jörðunni með tveggja lianda verlt- færi stóru. Varð jeg það að ganga heim og heirnan daglega í illu og góðu, að vegalengd lijer um tvær bæjarleiðir, frá því að kemur vetr- artungl og til þess að sjö vikur eru af sumri, en á öðrum tímum hefi jeg gengið um borgina vatn að selja, hvað er eitt strangt prakk- araerfiði, og kveljast hjer margir kristnir með þessu, og gjalda þeir sínum patrónum það silfur, er þeir geta náð og áunnið er á hverjum degi og á nafnað er. En getir þú umíram náð, er þinn ábati; þar af fæðir þú þig og lclæðir. En viunic þú ei meira en einskorið gjaldið, þá fer þú hvors tveggja á mis, bæði fata og matar. En þó karl- mannafólkið þykist hafa mikið að líða, þá kastar þó yfir fyrir kven- folkinu, því það ásækir svo þetta dífilsfólk fram úr rnáta, að það um tumist og afneiti sínum guði og skapara. En guð hefir svo styrkt í þessu stríði margar dásamlega, svo þær halda siuni rjettri trú alt til þessa. — Kvenfolkið kostaði lijer meira en karlmannafolkið og ungmenniu kostuðu meir en þeir fullorðnu. 60 dali gaf minn hús- bóndi eða patron fyrir mig. Fyrir suma var gefið 100 dalir, fyrir suma 200 dalir og 400 fyrir suma, halft annað hundrað fyrir suma, fyrir suma 50, en fyrir suma 40, fyrir suma 30. — Hjer liggur ú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.