Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1927, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1927, Blaðsíða 1
Tyrkiardnið á Islanði 1627 m. I „0arbaríinu“ Sú frásögn, sem lijer fer á eftir um ánauð hinna íslensku fanga í „Barbaríinu“, er tekin eftir „Reisubók“ Ólafs Egilssonar, frá- sögn Björns á Skarðsá, sem tekiu er eftir ritling Einars Loftssonar, og eftir brjefum þeirra Jóns Jóns- sonar frá Grindavík og Guttorms Hallssonar frá Búlandsnesi eystra. Sjera Ólafur segir svo frá: „Þann 16. eða 17. Augusti kom- um vjer til þess staðar Asser (Al- gier) þar sem þeir áttu heima. Og strax sem þeirra akkeri Tiöfðn grunn, þá var það fangaða fólk- ið á land látið með mesta hasti. .. .... Þá kom svo rnikill manngrúi, að jeg meina ómögulegt væri að telja, til að skoða þetta fátæka folk, en þó ekki af týrannalegum ástæðum.“ Var nú folkið rekið sem fjenað- ur upp á sölutorg, fyrst það, sem eystra var tekið, og hafði það alt verið selt 28. ágúst, en þá var Eyjafolkið sent á markaðinn, „hvert torg að smíðað er af múr og svo með sætum utan um kring, rjett svo að sjá, sem það sje kompassað og með steinlögðu golíi og síðan glassérað ofan yfir, hvert jeg meina daglega sje þvegið svo sem önnur þeirra aðalhús, sem að stundum eru þvegin þrisvar á degi. Þessi kauptorg eru þar eð næsta, sem þeirra staðarkóngur heldur sitt sæti.“ Hinu hertekna folki var skift þannig, að fyrst mátti skipherra. velja tvo, er lionum leist best á. Síðan valdi kongur (Dey) áttunda livern mann, áttunda liverja konu og áttunda livert barn. Þeim, sem eftir urðu var skipt í tvo jafna flokka og áttu skipaeigendur ann- an flokkinn, en skipverjar liinn. Á torginu var folki skipað í liring og skoðað í sjerhvers andlit og hendur. Þá valdi kongur fyrst úr hópnum son sjera Ólaís, 11 ára að aldri, „sá mjer gengur aldrei úr minni meðan jeg lii'i vegna skilnings og lærdóms,“ segir sjera jÓlafur. „Þá hann var tekinn frá mínum auginn og jeg bað hann i guðs nafni að lialda sinni góðu trú og gleyma ekki sínum catechismo, þá sagði lnuin með stórum harmi :• „Ekki, minn faðir! Þeir hljóta nú að fara með kroppinn sem þeir vilja, en mína sál skal jeg geyma mínum góða guði.“ Margt af folkinu veiktist bráð- lega eftir að það var á land komið í Algier, því að það þoldi ekki hit- ann. tíjera Ólafur var ekki selduv, og dvaldi hann aðeins stutta hríð í borginni. Yar honum þá skipað að fara til Danmerkur og fá Krist- ján konung 4. til þess að leysa út konu sína og tvö börn, og áttu þau að kosta 12 hundruð dali. — Hann mun og hafa átt að útvega fje til þess að leysa sem flesta út. Sjera Ólafur lagði á stað heim- leiðis hinn 20. september og hafði meðferðis vegabrjef, ritað á tyrk- nesku, sem hvorki hann nje neinn hjer á Norðurlöndum gat lesið. Ferðalagið gekk heldur seint, því að haun komst ekki heim til Vest> mannaeyja fyr en 6. júlí árið eftir. V'arð honum ekkert ágengt um það, að safna i'je til útlausuar hinu herleidda folki í Algier, og ekki hafði hann komið sjer að því að biðja Kristján 4. konung um fjár- styrk til að fá sitt eigið folk út* leyst.----- Af Einari Loftssyni er það að segja, að hann keypti sá maður, sem Abraham hjet. Þegar hann hafði verið þar í 10 mánuði skip- aði húsbóndi hans honum að sækja vatn fyrir frillu sína. Hún fjekk Einari krús og sagði lionum hvert hann skyldi vatnið sækja, en það var í brunn, sem kristnir menn máttu ekki taka vatn úr. Tvær ferðir varð hann að fara, en er hann kom til brunnsins í seinna sirin, komu að honuui tveir Tyrkj* ar. Kjeðust þeir á hann með bar smíð svo að blóð fjell um hann allan. Var hann þá settur í fang- elsi og gekk maiur undir manns- hönd að því að fá hann til að kasta trúnni, ella yrði, hann píndur. En er Einar neitaði, voru slcorin af honum eyru og nef, bútarnir þræddir á band og hengdir um háls lionum. Var liann síðan teymd ur í fjötrum um göturnar, barinn og hæddur. Var hann svo aðfram- kominn, er þeir settu! hann í fang- elsið aftur, að hann gat enga björg sjer veitt. Komst húsbóndi hans þá að því hvar hann var niður koininn og ljet sækja hann og bar þá nokkra meðaumkun með hon- um.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.