Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.02.1999, Qupperneq 55
Lasertækið, sem kostaði 14 milljónir króna, er það fýrsta sinnar tegundar sem tekið er í notkun hérlendis og reyndar fyrsta tækið í notkun í Evrópu. Ekkert sjúkrahús á Islandi á svona tæki. Þar skilur á milli einkarekstrar og ríkisrekstrar í heilbrigðismálum að mati Jens. Skjót ákvarðanataka „Einkafyrirtæki getur tekið ákvörðun um kaup á dýru tæki eins og lasertækinu á skjótan hátt. Sjúkrahús eru háð ijárveitingum hins opinbera og verða því að leggja inn beiðni um kaup fyrir margar nefridir og stofnanir. Alþingi tekur síðan ákvörðun sem getur falist í að bíða með kaup til næsta árs eða lengur. A meðan bíða þeir sjúklingar sem not geta haft af tækninni ef ekki kæmi til einkaframtak eins og þetta. Lasertækn- inni fleygir hratt fram og með henni er hægt að Ijarlægja bletti af húð, eyða hári, gera við æðaslit og fjarlægja tattú og valbrár. Enga svæfingu eða deyfingu þarf að viðhafa og að merðferð lokinni fer sjúklingur aftur til sinna starfa,“ segir Jens um áhrif lasertækninn- ar. Hann segir að almenningur fylgist mjög vel með þróun erlend- is í lækningum og farið sé að bera á samkeppni í þessari grein læknisfræðinnar. „Samkeppnin er af hinu góða fýrir sjúklinga. Þjónustan verður betri og þeir sem ná bestum tökum á nýrri tækni verða einfaldlega ofan á. Þeir sem þurfa á þjónustu að halda vita hvað er hægt í ein- stökum tilfellum eftir að hafa aflað sér upplýsinga í tímaritum eða á Netinu. Kröfurnar eru alltaf að aukast og útilokað að ríkið geti staðið undir þeim öllum. ReglurTryggingastofnunar frá 1992 um endurgreiðslu á lýtaaðgerðum eru mjög skýrar og auðskiljanleg- ar fyrir sjúklinga sem og lækna. Þar er vel aðskilið hvað kallast lýtaaðgerð og hvað fegrunaraðgerðir sem ekki fást endurgreidd- ar,“ segir Jens. Eins og gefur að skilja er mikil fjárfesting að baki reksturs Læknahússins og Laser-lækninga. Jens metur innréttingar og tæki á um 40-50 milljónir, að minnsta kosti. Hluti kostnaðar við nýja húsnæðið var fjármagnaður með eigum Læknahússins í Síðu- múla. Afgangurinn er fengin að láni hjá bönkum og fjármálastofn- unum. „Það ríkir góður skilningur hjá forstöðumönnum fjármálafyrir- tækja um lánsþörf læknafyrirtækja og hugsanlega arðsemi þeirra. Það er hægt að reikna út hvað einstakt verk kostar og gjaldskráin er samkvæmt því. Við síðustu kjarasamninga sérfræðinga og rík- isins var í raun staðfest að læknisþjónusta kostar peninga, hvort sem verkið er unnið á sjúkrahúsi eða á stofum úti í bæ. Fram að þeim kjarasamningi voru læknar rétt að vinna fyrir kostnaði en lít- ill sem enginn afgangur var til fjárfestinga og aðlögunar starfsem- innar að breyttum tímum,“ segir Jens og hann er sannfærður um að einkarekstur í læknisþjónustu eigi eftir að aukast. „Það er einfaldlega hagkvæmara fýrir þjóðarbúið að sem mest af aðgerðum verði utan stórra sjúkrahúsa með fjölda starfsmanna. Tækninni fleygir ört fram og má sem dæmi nefna að fýrir nokkrum árum þurfti innlögn og legu á sjúkrahúsi ef nema átti burt gallsteina. Nú er slfkt gert með speglunartækni og sjúkling- ur fer heim innan sólahrings. Eg sé fyrir mér að í framtíðinni verði eitt stórt háskólasjúkrahús starfrækt hérlendis fyrir allar flóknari aðgerðir. Síðan verði nokkur minni sjúkrahús fyrir einfaldari að- gerðir sem ekki krefjast gjörgæslu og hátæknibúnaðar. Önnur læknisverk sjái einkastofúrnar síðan um. Fjármuni þá sem sparast á að nota til að sinna betur alvarlega veiku fólki. Tilviljunarkennd- ur sparnaður hér og þar kemur niður á þjónustunni og sjúklingun- um,“ segir Jens Kjartansson lýtalæknir. S9 Jens Kjartansson, lýtalœknir og hluthafi i Lœknahúsinu hf og Laser- lœkningu ehf. í Domus Medica. TÆKNINÝJUNGAR 0G EINKASTOFUR „Lasertækið, sem kostaði 14 milljónir króna, er það lyrsta sinnar tegundar sem tekið er i notkun hérlendis og reyndar fyrsta tækið í notkun i Evrópu. Ekkert sjúkrahús á islandi á svona tæki. Þar skilur á milli einkarekstrar og ríkisrekstrar í heilbrigðismálum." - Jens Kíartansson lýtalæknir SJÚKRAHÚSIN HÁÐ HINU OPINBERA „Sjúkrahús eru háð fjárveitingum hins opinbera og verða bví að leggja beiðni um kaup fyrir margar nefndir og stofnanir. Albingi tekur hugsanlega ákvörðun um að biða með kaupin - og á meðan pyrftu sjúklingarnir að biða ef einkaframtaksins nyti ekki við." GÓÐAR VIDSKIPTAHUGMYNDIR „Það rikir góður skilningur hjá forstöðumönnum fjármálastofnana um lánsbörf læknafyrirtækja og hugsanlega arðsemi beirra." ÞJÓÐARBÚIÐ NÝTUR GÓOS AF „Það er einfaldlega hagkvæmara fyrir bjóðarbúið að sem mest af aðgerðum verði utan stórra sjúkrahúsa með fjölda starfsmanna." 55

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.