Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 9
GK tískuverslun á Laugavegi. Lúmex annaðist þar lýsingu. Ljósmynd: Ari Magg. Nýlega heimsóttu þeir til dæmis nýja risaverslunarmiðstöð i Manchester í Englandi. Þar hefur ekkert verið látið ógert til að halda viðskiptavinum sem lengst inni í miðstöðinni, að sjálfsögðu í þeim tilgangi að þeir eyði sem mestum peningum. Lýsingu hef- ur verið beitt af mikilli snilld og hún breytist stöðugt í samræmi við tilganginn. „Hönnuðir og sér- fræðingar í markaðsmálum, sem þarna hafa verið að verki, kunna að heimfæra lýsinguna upp á markað- inn. Það er ekki nóg að vera með góðan ljósabúnað, það verður að kunna að beita honum og því leggjum við áherslu á að heim- sækja borgir og staði þar sem þetta gerist best í heiminum." Hönnun og þjónusta Lúmex hefur stækkað mikið frá því í upp- hafi. Þá voru starfsmenn að jafn- aði 4-5 en nú eru þeir tíu auk þess sem 25-30 manns vinna á vegum Lúmex sem undirverktakar. „Fyrirtækið hefur breyst mik- ið og veitir nú litlum sem stórum íýrirtækjum alhliða þjónustu. Við byggjum starfsemina á hönnun og þjónustu og leggjum metn- að í að vera ekki aðeins með vörur til að selja heldur að geta veitt heildarþjónustu, allt frá teikningu til uppsetningar og lokafrá- gangs hvers verks,“ segir Ingi Már. „Með því að hafa alla verk- þætti á einni hendi vinnst verkið fljótar og betur og verður ódýrara en viðskiptavinurinn ræður að sjálfsögðu hversu langt við göng- um. Hraðinn í þjóðfélaginu krefst heildarlausna, snöggra við- bragða og aukinnar þjónustu.“ Feðgarnir eru sammála um að hönnun rafmagns hafi oft lent aftarlega á hönnunarstiginu, sama hvað verið sé að hanna. Þessi veigamikfi þáttur ætti hins vegar að vera með frá upphafi annars getur það haft áhrif á siðari framkvæmdastig- um. Til dæmis hefúr frágangur lofta og litaval áhrif á lýsingu. „Samvinna okkar við hönnuði hefúr verið góð. Við höfúm unnið mikið með arkitektum og lært af þeim um leið og við höf- um öðlast betri skilning á formi og rými ásamt efnisvafi,“ segir Helgi. „Vinnubrögð hér á landi eru yfirleitt með því besta sem þekkist i heiminum og erlendur sérfræðingur, sem var að stílla ljós í viðbyggingu Kringlunnar, sagðist ekki hafa séð betri vinnu annars staðar og hef- ur hann þó viða farið.“ Vex með viðskiptavinunum í byrjun var Lúm- ex iýrirtæki Helga, bróður hans og föður en nú eiga feðgarnir Helgi og Ingi Már fýrirtækið. Ingi Már sér um dag- legan innflutning, tílboðsgerð og stjórnun í Skipholtí 37. Þar er fyr- irtækið nú rekið í húsnæði sem feðgarnir festu kaup á fyrir einu og hálfu ári. Helgi sinnir verkfúndum og fylgist með framkvæmd verka úti á vinnustöðunum. „Styrkur fyrirtækisins felst ekki síst i þvi að hafa verið með sömu viðskiptavini árum saman og fengið tækifæri tíl að vaxa með þeim,“ segja Helgi og Ingi Már að lokum. HD Nokkur stórverkefni, Lúmex annaðist a siðasta an, eru: Elko, Rúmfatalager- tnn, skrifstofur Pharmaco, verksmiðju- husnœði Malmngar, sex verslanir í Flug- stoðmni í Keflavík, tíu verslanir Lands- simans, Göngugatan í Mjódd, jólalýsing- ar Hafnarfjarðarbœjar ogýmis fleiri. Um þessar mundir er unnið að Mmörgum verkefnum, t.d. fyrir Tæknival, Euroþay, agkaup og Nýkaup. Hönnunarverkefní unmn í samvinnu við arkitekta og raf- honnuði: íþróttahús í Ólajsvík. Háskólinn á Akureyri og Borgarskóli. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.