Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Side 101

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Side 101
FRÁ STEPHANI GUTTORMSSYNI 101 veigalítill; gott verkfæri í góðra manna höndum, en illa til foringja fallinn. Thorvaldur Thorvaldsson er drifíjöðrin í félaginu og sálin í því að mörgu leyti. Hann er mesti þjarkur í öllum framkvæmd- um. Ekki er hann neitt skáldafííl, en skoðar alla hluti frá praktísku sjónarmiði. Ef íslenzkan hjálpar okkur ekki til þess að komast áfram í þessu landi, má hún hverfa, er hugsun hans. En þjóðerni sínu ann hann og vill veg landa sinna í öllum efnum. Einn frænda hef ég heyrt sagt að þú eigir í félaginu. Hann heitir Marínó og er Hannesson. Hvað mikið hann er skyldur þér, veit ég ekki, því að óættfróðari mann en mig mun erfitt að finna. Eg hygg, að það sé mannsefni í þessum frænda þínum; hann er fæddur í þessu landi, hefur lítið haft af Islendingum að segja, því foður og móður missti hann á unga aldri. Fleiri ætla ég ekki að telja upp í þetta skipti. Stúdentar voru að bisast með Roberts skáld á fundi hér á dögunum; til þeirra mála lagði ég alls ekki. Mér fannst þeim nær að hleypa á stað með íslenzkan fána í broddi fylkingar. Mínum smekk er svo varið, að ég tek M.J. Bjarnason, t.d., að mörgu eða öllu leyti fram yfir þennan Roberts, þó gumað sé af honum. Til að friða hjörtu þeirra, sem látið hafa á sér skilja óánægju yfir svona lagaðri framhjátöku, hafa þeir nú lofazt til að taka til bæna í bróðurhug og sameining ensk, íslenzk, frönsk og þýzk skáld (í hugsunarlítilli bendu). En allt vill hafa sinn gang; heimskan og hroðvirknin situr í hásæti um stund og miðlar málum, en þau völd eru oft skammvinn sem betur fer. Islenzkunni verður ekki borgið í þessu félagi nema við hinir fylgjumst að málum og liggjum ekki á liði okkar. Ræðustúfurinn sem ég gat um að ég hefði haldið var ekki látinn á „þrykk út ganga“, af því að forsetanum láðist einhverra hluta vegna að geta samkomunnar í Hkr. Nóg er samt af þessu íslend- ingadagsskvaldri. Þú bendir mér á skóla þarna vestur frá og hvað hátt kaup kennarar fái þar. Eg þakka þér innilega fyrir hugulsemina. Mér þætti ekki að því að kanna ókunnuga stigu, því ég er ferðalangur í aðra röndina. En á því að ég geti fengið skólakennarastöðu vestur frá eru svo mikil vandkvæði að ókleyf eru. Fyrst og fremst hef ég aðeins 3rd Professional Certificate (þó ég hafi 2nd Non-Professional, sem er sama sem núll, ef Normalskóla saltið vantar). Þar næst er ég svarinn óvinur W.A. Maclntyre, höfuðpaurs Normalskólans í Manitoba, sem mundi ekki svífast að gjöra mér allt til skapraunar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.