Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 97

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 97
FRÁ STEPHANI GUTTORMSSYNI 97 Qölda væri ég náttúrlega viðrini, af því ég er upp alinn í öðru sauðahúsi; en þar getur þú notið skólayfirburðanna, ef þú getur klofið gegnum hann. Mér tekur sárt, að þér er skólavegurinn svona örðugur. Blátt fram, er það ekki mest fyrir féleysi? Attu nokkurn „þinn“ að, sem getur styrkt þig? Reyndar skammast ég mín að spyrja þig svona, og það er ekki nema rétt að dyljast þess, sem ég vinn enga bót; en ég hefi svo lítið um þig getað spurt nema af þér sjálfum. Ekki þó svo að skilja, að ég teldi þér það skaða, þó menntunarstríð þitt yrði dálítið örðugt, bara að baráttan væri ekki lamandi og drepandi. Gamla Gröndal vitraðist einu sinni sú speki í skáldskapnum, innanum mikið glamur, að sú vonin yrði heitust og stærst, „sem velur sér bústaðinn hættunni næst“. Svo er með menntun, hún verður manni dýrmætari, sé hún nokkuð dýrkeypt. Sumir fá hana of auðveldlega, aðeins til að sóa henni. Jæja, nafni minn. Svo gamli Sigurður Pétursson var forfaðir þinn. Eg hafði gaman af að vita það. Og svo að þú haldir ekki, að ég taki það fyrir ofmetnað, að þú gazt þess, þá dettur mér hitt í hug. Eldri Gröndal var bróðir eins af langfeðgum mínum, hann og Sigurður vóru samtímamenn og kváðust eitthvað á. Eg skil nú ekki af efninu, hvort það var í gæzku eða græsku; báðir vóru „júristar“, og nú sitjum við hér, svolitlir kvistir af kyni gömlu stofnanna, heilli öld seinna, og erum að skrifast á. Það er fleira en „syndir feðranna“, sem kemur fram á börnunum, því þó við náum ekki bókmenntakostum þeirra, er þó svo mikið eftir, að við reynum að skrifa bréf um annað en dansa og daðurtrúlofanir. Heyrðu, þú hefir víst kennt á alþýðuskóla í sumar. Hvaða kaup færðu og er tíminn langur, sem þú getur kennt? Hér eru þrír skólar íslenzkir, að miklu leyti, með 6 mán. kennslutíma hver. Kennarakaup allgott, frá $40 til $50 um mán. En fæði er hér líkl. dýrara, fargjald milli Wpg og hér svo hátt og ýmsir vafningar við menntamála stjórnina, þó þeir séu ekki ókleyfir. Ég bara spyr svona, því ég sá í einhverri stjórnarskýrslu í fyrra, að samlagt barnakennarakaup í Manitoba væri undir $30 um mánuðinn. Samkvæmt tilmælum Guðmundar Friðjónssonar hefi ég nú sent honum 3 skeyti. Fyrst mynd, þá prívat bréf og seinast 3 smákvæði, en sitt í hvoru lagi. Eg hafði ekki tíma nema til eins í einu, þó ég upphaflega ætlaði að ljúka við það allt í senn. Hvort hann hefir fengið það allt, eða sumt, veit ég ekki, eða honum hafi fundizt fengurinn vesæll, sem von var. Ef þú átt hægt með, vittu, hvort
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.