Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Side 96

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Side 96
96 FINNBOGI GUÐMUNDSSON sálugi, heiðingjapostuli, var að kvarta um hjá sínum mönnum, að þeir heíðu „skin guðhræðslunnar, en afneituðu hennar krafti“. Með sjálfum mér hefi ég samt afsakað það með því, að þetta væru unglingar, sem ættu eftir að láta sér vaxa allan andlegan fisk um lirygg. Þú ert undantekning frá þeirri óánægju minni, og sjálfsagt eru fleiri til, ef ég þekkti þá, helzt hérna megin línunnar. A Grand Forks skólanum hefir drottnað einhver sú ólukkans íslenzku- afklæðingarstefna, sem ég hefi óbeit á, sjálfsagt af því, að nokkru leyti, að ég er ekki sæmilega enskaður sjálfur — en ekki þó að öllu leyti þess vegna. Eg t.d. hefi sama „skrepping í mér“ fyrir Þjóðverjanum eða Norðmanninum, sem skipar öllu þýzku og norsku niður fyrir allt enskt. Einu sinni varð ég samferða norskum stúdent í Bandaríkjunum. Hann var bezti drengur, góður lags- bróðir, þessa litla stund sem við vórum saman - „gentlemaður“ í húð og hár. Hann var „stoltur“ af ætterninu, eins og íslenzku stúdentarnir í Grand Forks. En - Noregur var smáræði hjá Bandaríkjunum, bókmenntir, skáldskapur. Hvað var Björnstjer- ne Björnson hjá Washington Irwing? Eg varð alveg hissa. Björn- son er mikilfenglegt skáld æ og ævinlega. Irwing gat ritað skemmtilegan riddarasögustíl, var skáld í góðmannlegu skopi, en margt sem hann reit er ekkert nema Ijúfmannlegur „prósi“. Mér fannst enskan hafa gert manninn ógáfaðan. Það sem í mér situr, er eiginlega þetta gamla, sem Egilsen kvað um „vizkuna", að hún væri sumum „vegleg gyðja“, en öðrum „kosta-kýr, sem veitti kálf og mjólk“. Hei'mskringla gat þess líka, að það þyrfti að „sanna“, að það væri matur, embætti og upphefð í íslenzkunámi hér; eða þess efnis. Hún gengur ekki óhirt, hún „kussa“ hans Egilsens. Eg veit, að svona er virkleikinn. „Kringla“ segir það sem er. Ekki lái ég þér, þó þér leiðist í fjöldanum, maður er þar ævinlega heimskastur. En þó, þú mátt ekki flýja hann um of; hver sem er yfir meðalmennsku gerir fjöldanum eitthvert gagn. Fjöldinn má ekki trúa, að maður óttist sig. Það þarf að sýna honum, við og við, að maður geti verið honum oíjarl. Til þessa máttu trúa mér. Það hefir líklega enginn, „sem af konu er fæddur“, haft meiri geig í sér við fjöldann en ég, né orðið þar afkáralegri né fyrirlitið hann einlægar né velviljaðra. Nú orðið kemst ég vel af við hann, ef ég nenni að sinna honum; honum þykir nærri vænt um mig, þrátt fyrir alla mína aghnúa. Eg meina náttúrlega, með þeim fjölda, menn á mínu reki, bændarusl og þorparalýð. I menntaðra manna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.