Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 94

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 94
94 FINNBOGI GUÐMUNDSSON vera ekki eftirbátur annarra! Svona reynist mér ævin á latínuskól- anum Wesley, sem er frjálslegri en fjöldi annarra skóla. En á kennaraskólunum — herra trúr! Þar er margtuggið í mann, allt eftir splunkurnýjum kennslufræðislegum aðferðum byggðum á skarpvitrum sálarfræðislegum rannsóknum og því þó gleymt, sem mest er í varið, að meðalmaður hafi tennur til að tyggja og maga til að melta! Og þvílíkur déskoti, að allir skuli ekki vera tossar og aulabárðar að upplagi, svo þeir einir geti haft heiðurinn af að hafa „manúfaktérað“ menn. Svo er það nú ekki síður hryggilegt, að allir skuli ekki vera jöfnum gáfum gæddir, því það orsakar kveisusting og hjartslátt í hinum heimsku að horfa á framfarir hinna gáfuðu, og því mannúðarverk að koma í veg fyrir veiki. Svo er tekið til að fága og slétta, penta og pússa, klæða slóðana lánsflíkum, hábinda þá, sem framgjarnir eru. En verst er þó kúgunin og ófrelsið. Og sú viðbjóðslega hræsni, sem fyrirlítur og metur einskis náttúrugáfur og göfgi sálarinnar, en sem lögheimilar hnefaréttinn og viður- kennir harðstjórn í öllum efnum! Ég hef verið svo fjölorður um þetta efni, bæði vegna þess að þetta má heimfæra upp á svo margt annað, og líka hins vegar, að gott er að æfa sig við andlegan vopnaburð í kyrrþey, ef ske kynni að maður þyrfti einhverntíma að verja opinberlega gott málefni. En ég tala nú kannske of hreystilega, því sjálfur veit ég fullvel, að minn „armur er mjór,“ enda þótt „oft verði lítið til bóta“. Það gleður mig, að hin íslenzka þjóð er farin að veita skáldskap þínum meiri gaum en að undanförnu, og vona ég, að þess verði ekki langt að bíða, að þú verðir viðurkenndur á meðal þeirra sem vit hafa á fögrum fræðum sem eitthvert hið hugsanaauðgasta og frumlegasta skáld, sem Island hefur átt (og þó víðar væri leitað). Þetta er að minnsta kosti mín sannfæring,1 þó ég geri lítið til að láta hana í Ijós, nema svona í kyrrþey á meðal þeirra, sem ég hef andleg mök við að einhverju leyti. En svo er nú þetta velvildarhjal mitt ekki túskildingsvirði, ef ég stíg aldrei feti lengra. - Ég er á sífelldum hrakningi, get ekki keypt bækur nema af mjög skornum skammti og verð því að láta margt sitja á hakanum, sem ég vildi feginn leggja rækt við. 1 Þetta er nú nokkuð klaufalega orðað. Ég sá það eftir á. Ég meina ekki, að aðrir hafi ekki sömu skoðun (því ég veit, að margir fieiri eru á sama máli), heldur á ég við, að þessi sannfæring hafi sprottið upp hjá mér sjálfum og sé því ekki fengin að láni. Nógu mörgum lánsfiíkum klæðumst við samt, skólasveinarnir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.