Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Qupperneq 93

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Qupperneq 93
FRÁ STEPHANI GUTTORMSSYNI 93 Þú fyrirgefúr, þó mér verði á að grobba af ættfeðrum mínum! Það gleður mig að heyra álit þitt á þessum greinarstúf, sem ég reit um árið. Sjálfum þykir mér lítið í hann varið, en fínnst hann þó vera ekki svo afleit byrjun, ef áframhaldið yrði að sama skapi. En því verður nú varla að heilsa. Það litla vit sem ég hef snýst, samkvæmt óviðráðanlegri náttúruhvöt, utan um eina ey í hinu mikla útsævi sannleikans. Stærðfræðin blasti við sjónum mínum á unga aldri, áður en nokkur metnaðarfýsn hafði vaknað hjá mér, svo að ég hafði varla sinnu á nokkru öðru en horfa á hana, og síðan fmnst mér hún alltaf verða fegri og fegri. Það sem ég óttast nú er, að ég verði of einhliða og þröngsýnn, þegar ég eldist. En fyrir því þætti mér. En aldrei skal það koma fyrir, að ég gleymi „hlíðar suði og söngum í svörtum námu kirkjugöngum“. Aldrei verður tilfinn- ingalíf mitt svo dauft og dofið, að mér vökni ekki um augu við að lesa falleg og vel ort kvæði. Að minnsta kosti mun kveðskapur þinn aldrei líða mér úr minni. Hann hefur fest dýpri rætur hjá mér en kveðskapur nokkurs annars skálds. Til þess liggja hulin rök, sem ég er enn ekki farinn að gera mér grein fyrir að fullu. - Þú mátt ekki skilja það þannig, að ég sé að smjaðra fyrir þér, því „smjaður- tungan sleiki gyllta glópa, þar hagur fylgir flaðri.“ Þá list hef ég lítt tamið mér að segja annað eða meira en mér býr í hug. Heldur væri mér sök á hinu gefandi, að ég sé ekki eins alúðlegur þeim sem mér er innilega vel til eins og ætti að vera. Leitt þykir mér að vera slíkur ræfill og ég er. Mér veitist örðugt uppdráttar, get með naumindum brotizt áleiðis að því marki, sem ég hef sett mér; verð til þess að leggja fyrir mig atvinnu (skóla- kennslu), sem mér en ógeðfelld, vegna þess að hún heimtar að maður taki sér bólfestu innst inni í hinni loftillu mannfélagskös, þar sem allir stara á mann og glápa og vildu helzt búta mann sundur lifandi og steikja við eld að villimannasið! Börnin, „með skapið ofið úr árdagsblíðu og þrumuskúr“, fæla mig ekki frá atvinnu þessari. Eg er annars svo gerður, að því minni mök sem ég hef við „fjöldann11, því betur kann ég við mig. - Það er nú reyndar líka hálfleiðinlegt að „stritast við að sitja“ á námsbekknum; en vel að merkja, menn sem líkt eru skapi farnir og ég hlusta oftast aðeins með öðru eyranu, og því þó ekki nema hálfopnu, til þess að vera til taks, ef eitthvað kemur sem matur sé í! — en láta hugann þess í milli flakka út og suður. Svo lærir maður í skorpu, af kappi, eftir eigin geðþótta, bæði af því fróðleiksfýsn knýr mann til þcss og til þess að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.