Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 92

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 92
92 FINNBOGI GUÐMUNDSSON um íslenzkt þjóðerni og þykir enn, sem betur fer; og þykir mér því kátleg og næstum því brjóstumkennanleg skoðun sú, sem bryddi á í Bjarka, að líkindum runnin undan rifjum á Porsteini Gíslasyni og sem Lögberg lapti upp. Að svo mæltu hætti ég þessu rugli og bið þig að taka viljann fyrir verkið. Betra bréf skal ég senda þér einhverntíma seinna, þegar ég hef tóm til þess. Með vinsemd og virðing, Stephan Guttormsson P.S. Utanáskrift mín verður um næstu 6 mánuði: Cold Springs, Man. Stephan G. sendi nokkur kvæði til birtingar í Eimreiðinni, en ekki varð af því, að í henni birtist grein Guðmundar Friðjónssonar um hann. Guðmundur samdi löngu síðar alþýðuerindi um lífsskoðun Stephans G. Stephanssonar, og var það prentað í Skírni 1912. Cold Springs P.O., Man. 9. ágúst, 1901. Stephan G. Stephansson, Esq. Tindastóll, Alta. Góði vinur! Beztu þakkir fyrir bréf þitt, dags. 8. júní. Nú ætla ég að sýna lit á að svara því bréfi, þó helzt líti út fyrir, að heilinn í mér sé að verða að „andlegu þrotabúi". Reyndar hefur aldrei verið um auðugan garð að gresja í honum, en nú mun hann þó vera með fátæklegasta móti. Eg hef verið að hugsa mér að lappa upp á hann; en svo hef ég horfið frá þeirri ætlan og heldur kosið að láta garminn eiga sig, ef ske kynni að honum skánaði óvænt og upp úr þurru. Ég hef hvort sem er óbeit á andlegum skottulækningum. I síðasta bréfi drap ég á eitthvert ævintýri í lífi mínu. Það er nú langt frá því að ég sé jafngóður enn; því það sem er fjögur ár að búa um sig í huga manns, rýkur ekki burt á einni svipstund. En svo er til lítils að láta það fá á sig. „Oft verður slíkt á sæ, kvað selur- var skotinn í auga.“ - Sigurður Pétursson (langafabróðir minn) kvað: „Fyrst er sjón og svo er tal, svo kemur hýrlegt auga; þar næst ástar fagurt fal Freyju hefst við bauga.“ En hjá mér, ættleranum, kom allt á afturfótunum, og því fór eins og raun varð á. En svo ekki meira um þetta efni í bráð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.