Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Side 89

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Side 89
FRÁ STEPHANI GUTTORMSSYNI 89 handgengnir hinni „æðri menning“, að þeir líta smáum augum á allt sem ber íslenzkan keim. Petta er hryggilegt. En þó verður ekki bót á því ráðin. Matarhugsun er sú þungamiðja, sem allar athafnir sumra manna snúast um, og er sízt að kynja, þó aðrar hugsanir, þótt háfleygar séu næsta, dragi þar dám af. Eitt sinn heyrði ég mann einn telja kristindóminum það til gildis, live mikil hagsvon væri í því að vera kristinn maður. Og þessari hugsun er Lögberg gagnsýrt. En þó fégræðgin sé mikil, er þó ofstækið meira; og handviss er ég um það, að ef Lögberg og fylgifiskar þess réðu lögum og lofum, mundi fara að þrengja að okkur trúlitlu mönn- unum. Lögberg er reyndar ekki þess virði, að eytt sé löngum tíma til að hugsa um það eða rita. Tíminn er takmarkaður, og er honum því betur varið til þarílegri hluta. Eg man ekki til, að ég hafi lesið kvæði með öllu meiri ánægju en ég las kvæði þitt „Transvaal“. Þar fer saman vit, snilld og kraftur eins og oftast hjá þér. Aður en kvæðið kom út, var ég eindreginn í anda með „Búum“, en eftir það sljákkaði næsta lítið í mér „Breta- fælnin“, þessi forynja, sem öllum, er knékropið hafa hinni „æðri siðafræði“ með Lögbergi, stendur svo mikill ótti af. Gleði var mér það og að sjá, að allir beztu menn meðal Englendinga unnu „Búum“ sannmælis og fordæmdu gerðir stjórnarinnar. Ekki dró Herbert Spencer sig í hlé, og er hann þó orðinn heilsutæpur og hrumur af elli. En „enginn má við margnum". Hörpuhreimur skáldanna og fortölur vitsmunamannanna stoða lítt til að stilla hið æsta skap hins hamstola fjölda, en gáir einkis nema fylgja í blindni sjálfum skrílhöfðingjunum. Ósjálfstæði fjöldans virðist fara í vöxt með ári hverju í hinu brezka ríki. Ekki er það mín skoðun, að menntastofnanir hins brezka veldis bæti mikið úr skák. Að mörgu leyti hygg ég, að þær séu sannkallað- ar gróðrarstíur fyrir ósjálfstæði og hvers kyns ofstæki. Margar stofnanir þessar eru undir handarjaðrinum á ríkismönnum og stórbokkum. Þeim sem lætur vel að smjaðra og sem „tolla í tízkunni“, eru oft veittar hinar æðstu stöður við skólana, þar sem öðrum er bægt frá. Reyndar er þetta gömul saga; en heldur mun það þó vera að ágerast um þessar mundir. Eg veit það, að á alþýðuskólunum í Winnipeg er með öllu móti reynt að koma inn hjá nemöndum virðingu fyrir þessu afkáralega skrímsli, sem Bretar tilbiðja og nefna „Imperialism“. Eg gekk um tíma á kennaraskólan í Winnipeg. En þar þótti mér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.