Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Qupperneq 72

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Qupperneq 72
72 KRISTÍN BRAGADÓTTIR á ný, en þær höfðu ekki fengið hljómgrunn síðan Jónas Hallgríms- son greiddi þeim rothöggið í Fjölni. Hann skrifar 6. 2. 1887: [...] Hvurt þér hafið á móti rímum í sjálfu sér, veit jeg ekki, og ekki verður það beinlínis ráðið af orðum yðar ... jeg fyrir mitt leyti held með rímunum, en ekki með rímnaskáldunum, þegar þeir ekki gera annað en skemma og spilla - það væri eins og maður skyldi halda á móti öllum skáldskap, af því leirskáld eru til, en menn blanda oft saman rímum og rímnaskáldum (bæði Jón Borgfirðingur og Jónas lángi í sleggjuritgjörðinni í tímariti bókmenntafélagsins), og allt er þetta komið frá Jónasi Hallgrímssyni eptir að hann reif niður Sigurð Breið- íjörð. Rímur eru þjóðleg og einkennileg skáldskapartegund fyrir Islendinga, ekkert annað en ein tegund af episkri Poesi, þó þetta í höndum flestra ekki verði annað en Paraphrasii - en að álasa fólkinu fyrir rímnalögin og kveðskap- inn („rímna ófagurt ýlfur“ sagði M. Steph:). Pað er alveg rángt og sýnir einungis það sem vanalega kemur fram, nl. að menn þekkja ekkert til annara þjóða - ekki er betra raulið hjá Grikkjum - og hver veit hvernig Hómer hefur verið súnginn af Rhapsodunum - þessum flökkurum sem lilðu á að ganga milli manna og kveða? Eða halda menn kannski að Grikkir hafi verið tóm „Ideöl" í daglegu lífi? Nei! Þeir voru öldúngis eins og við! Það daglega líf hugsar ekki og getur ekki hugsað um né alltaf haft fyrir augunum æsthetiska fegurð! [...] en jeg hef enn ekki gert nema 14 eða 15 rímur - þær eiga að vera 40, en þær eru ekki lángar, hver ríma - og ekkert hefur verið prentað af þeim [...] hvort efnið er heppilega valið, veit jeg ekki -jeg valdi það mest af því jeg er svo fantastiskur og mér þykir svo gaman að því sem er heróiskt og praktugt - líkl. af því jeg er sjálfur svo lítill og ómerkilegur - en jeg hef ekkert gaman af þessari svínisku Poesi — um svik og pretti, syndasaur og kamar - Leben eins og mörg hin ýngri skáld helzt vilja lifa í. Það getur vel verið að jeg rífi mig einhverntíma upp og fullgeri Gaungu-Hrólfs Rímur - jeg hef mansöngvana fyrir mín Organa, og læt þá spila á mannahöfðum [...]." Bréf Benedikts eru skemmtileg og persónuleg, hann skrifar eins og honum býr í brjósti. Sum bréfanna eru ljóðræn, og fylgir þeim sterk stemning eins og t.d. eftirfarandi byrjun á bréfi frá 18. 10. 1887: Sólin var að koma upp og kastaði fyrstu geislunum á Snæfellsjökul og vesturfjöllin - Fagraskógaríjall blasti við fagurblátt og vindgola þaut í Grettis- bæli, en Esjan stóð eins og bládimmur veggur og rústirnar af skriðufeldum riddaraborgum hvinu í morgunblænum - einstöku bára teygðist upp á Faxaflóa til að gá að morgunsólinni, en kríur og máfar sveifluðu sér í kringum Akurey og hirtu ekkert um Lárus Sveinbjörnsson og lundann - klukkan var orðin átta og húsbóndinn lá enn í rúminu, kaflibollinn stóð rjúkandi á borðinu og slútti fram yfir rnógula jólaköku sem var kölluð jólakaka af því þá voru ekki jól... - þá er allt í einu hrundið upp dyrunum og komið með bréf frá Jóni [Þorkelssyni] [...].12 Sjálfur lagði Jón töluvert efni til birtingar í Sunnanfara, mest fræðilegar greinar, þýðingar erlendra bókmennta, svo og um-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.