Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Side 55

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Side 55
HUGDILLA GUNNARS PÁLSSONAR 55 Árið 1757 var prentað á Hólum dálítið kver með ógnar löngum titli: Ein Lijtil Psalma og Visna Book. Fyrre Parturenn Innehelldur Gooda og Gudrekelega Psalma, Sem brwkast kunna aa Imsum Arsens Tijdum og i Adskiliannlegum Tilfellum Mannlegra Lijfs-Stunda, Hveri- er til Uppvakningar, Lcerdooms og Huggunar af betstu Skaaldum flestaller Ordter eru, og hijngad til Opriktir, Enn nu i Eitt samanntekner Christenndoome Lands pessa Til HEilla EBlingar og Sldboota. Auð- kenndu stafirnir þrír, HES, eru upphafsstafirnir í nafni útgefand- ans, Hálfdanar Einarssonar. Þarna birti hann kvæði án höfundar- nafns, 8 dróttkveðnar vísur, og nefndist Varúðarvísa. Hún er hörð ádeila á ýmsa lesti í fari samtímafólks. Prestarnir fá sinn skammt vel úti látinn, enda reiddust þeir margir og einkum vegna þriðju vísunnar, er svo hljóðar: _ . Prestar í pening þyrstir prangandi lofs-tír fanga, fæða á frugga og moði frelsarans sauði kannske; illum hug heimta tollinn, hvatvísir, en auglýsa æðru, þá úlfurinn hraður að ganar, þeir burt flana.8 Margir prestar tóku það ráð að svara í sömu mynt. Þannig varð þetta kvæði Hálfdanar til þess að hrinda af stað einhverri um- fangsmestu og hatrömmustu kvæðadeilu, sem um getur á Islandi. Þessi deilukvæði eru ýmist nefnd Varúðarvísukveðskapur eða Skólagælukveðskapur. Hann er mjög misjafn að gæðum, sem við má búast, og gæti fyllt vænt bindi, ef allt yrði tínt til, rösklega 6500 braglínur. Höfundur þessa greinarkorns gluggaði einhverju sinni nokkuð í þetta kraðak og taldist þá svo til, að upphöf kvæða og vísna væru samtals 44 og væri að finna í 22 handritum. Þegar einstökum vísum hafði verið sleppt, virtist sem 20 af kvæðunum væru ort gegn Varúðarvísu, 12 til styrktar henni og 2 væru hlutlaus. Aðeins einn fræðimaður, Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörð- ur, hefur kannað deilukveðskap þennan og ritað um hann.9 Þó er sá hængur á, að hann hefur ekki þekkt fyllsta og merkasta handritið, sem hefur að geyma kveðskapinn, JS 107 8vo. Auk þess eru sumar fullyrðingar hans í djarfara lagi. T.a.m. eignar hann Hálfdani Einarssyni eitt þekktasta kvæðið, Skólagelu frá Hólumf en samtímamaður, sr. Hallgrímur Eldjárnsson á Bægisá, eignar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.