Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 6

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 6
6 SKRÁ UM DOKTORSRITGERÐIR ÍSLENDINGA blaðsíðutal tilgreint, þess getið, hvort myndir, töflur eða línurit fínnist þar, greint frá ritröð, þar sem þannig háttar til, og stærð brotsins nefnd. Þótt ritgerð sé skráð óprentuð, er ekki þar með sagt, að hún geti ekki verið aðgengileg í einhverju formi. Auðvitað er, að viðkomandi háskóli hefur undir höndum eitt eða fleiri eintök hennar, og eins hefur Landsbókasafn gert sér sérstakt far um að safna öllum doktorsritgerðum, hvort heldur þær hafa verið prentaðar eða ekki. Þá má einnig geta þess, að flestar doktorsrit- gerðir varðar við bandaríska háskóla má fá í ljósriti frá University Microfilms International (UMI), flestar doktorsritgerðir varðar við brezka háskóla má fá í ljósriti frá British Theses Service (BRITS) eða British Library Document Supply Centre (BLDS), flestar doktorsritgerðir varðar við kanadíska háskóla má fá á físjum frá National Library of Canada (NLC), og er svo jafnvel víðar. I þessari skrá er að finna upplýsingar um 228 doktora. í aðalskrá eru 211 taldir upp, 160 karlar (76%) og 51 kona (24%). Mönnum kann aðjaykja hlutur kvenna rýr, en þá er að hugga sig við fyrri tölur: I Skrá ... 1981-1985 var hlutfallið 148:18 (89%: 11%) körlum í vil, og í Skrá ... 1666-1980 var hlutfallið 386:22 (95%:5%), með sömu formerkjum. Doktorsnafnbætur eru fengnar úr 102 háskólum í 12 löndum og er skipting eftir löndum sem hér segir: Frá Bandaríkjunum 84, Svíþjóð 51, Englandi 16, Noregi 11, Danmörku 11, Þýzkalandi 11, íslandi 10, Skotlandi 6, Kanada 6, Frakklandi 3, Hollandi 1 og Filippseyjum 1. I Viðauka við eldri skrár ... er skýrt frá 17 doktorum, 11 körlum og 6 konum. Eftir löndum eru 7 frá Englandi, Skotlandi 3, Bandaríkjunum 2, Noregi 1, Danmörku 1, N-Irlandi 1, Þýzkalandi 1 og Ráðstjórnarríkjunum 1. Athygli vekur hve doktorum frá Bandaríkjunum hefur farið fjölgandi, en þau hafa endurheimt forystusætið úr höndum Svía frá síðustu skrá. Einnig er athyglisvert hve hlutur Englands hefur rýrnað (á móti 31 í síðustu skrá, 49 ískránni þar á undan, í Viðauka ... 7). Þá má einnig taka fram að hlutur Þýzkalands og Skotlands er óbreyttur frá fyrri skrá, sem er veruleg breyting frá elztu skrám. Á sama tíma vex hlutur Danmerkur, en þó ekki svo að minni á hin fornu tengsl. Að lokum skal þeim mörgu þakkað, sem fúslega hafa gefíð greinargóð svör við fyrirspurnum og jafnframt veitt fróðlegar upplýsingar um starfsbræður sína. Þökk sé þeim, sem hafa sent Landsbókasafni doktorsritgerðir sínar að gjöf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.