Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 19
Sunnudagur 7. janúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir kompan Lausn á þraut í síðasta blaði Lausnarorðið á krossgátunni er RÓLA. Setningin sem kemur út þegar búið er að ráða myndagát- una er: Gosdrykkir skemma tennurnar. 777 ykkar sem vinnið fyrir börn VASA-FÉLAGINN I. KENNIÐ BÖRNUNUM MÁL (ritmál, talmál, myndmál) svo þau verð'i fær um að túlka reynslu sina og tjá þarfir sínar og hugðarefni. IHyggið vel að því máli sem þið notið. Það þarf að vera auðskilið um ieið og það þroskar málkennd barnsins. Megin- reglan er: því einfaldara sem frásagnar- efnið er þeim mun auðugra má málið vera (þá kannast börnin við efnið og málþekking þeirra vex) — og því örð- ugra sem frásagnarefnið er þeim mun einfaldara þarf málið að vera (þá skilja börnin málið og kynnast efninu betur). II. ÚTSKÝRIÐ SAMHENGI HLUTANNA og aukið þannig skilning barnanna á eðli samfélagsins og stöðu þess hóps sem þau tilheyra í samfélaginu. p Setjið verk ykkar í félagslegt sam- “ hengi. Forðist að skapa einangraðan barnaheim. Vandið efnisvalið eins þótt verið sé að skemmta. Vanmetið aldrei börn. Það sem máli skiptir fyrir fullorðna skiptir einnig máli fyrir börn. O Reynið að setja atburðarásina í sam- ** band við höfuðmóthverfur samfélags- ins milli vinnunnar og fjármagnsins — jafnvel þó þið ætlið að segja spennandi sögu. A Nefnið aldrei hluti sem virðast sjálf- * gefnir eins og þeir værú sjálfgefnir (fermingu, jólagjafir, kjamafjölskyld- una, launamisrétti). Venjið börnin á gagnrýnið mat allra hluta. C Segið sannleikann. Meginregla: Barni ^ má aldrei gefa skýringu sem það síð- ar á ævinni þarf að kasta fyrir róða. Skýring handa barni má vera einföldun en aldrei ósannindi. (Dæmi: Þegar styrj- aldir eru skýrðar með ofbeldishneigð mannsins eða fæðing með storknum). ÖAfhjúpið goðsagnir hvenær sem færi gefst. Forðist að lýsa umbúðum hlut- anna („við kjósum þingmennina sem stjórna okkur“) — Reynið þess í stað að lýsa hlutunum eins og þeir ganga fyrir sig („mikilvægar ákvarðanir eru teknar í ráðuneytum og af stjórnarmönnum stórfyrirtækja sem enginn hefur kosið til neins“). •7 Lofsyngið aldrei undirokaða hópa svo * sem vanþróaðar þjóðir, innflytjendur eða konur. Lýsið þeirn eins og þeir eru, mótaðir af undirokun, en sýnið fram á stéttamisréttið sem þeir verða fyrir. O Forðist óþarfa skiptingu fólks eftir ® kynþáttum, trú, þjóðerni, kynslóð og þvíliku. Gangið út frá stétt þess. Kennið börnunum að þekkja sina stétt og póli- tíska stöðu sína. III. GEFH) BÖRNUNUM SJÁLFSTRAUST bæði í formi einstaklingsöryggis og í formi stéttarvitundar. Q Gangið út frá reynslu verkalýðsstétt- ** arinnar og veljið það umhverfi sem flestum er einhvers vert. Látið menningu verkalýðsstéttarinnar fá það rúm sem hún á í öllum fjölmiðlum og öllu upp- eldisstarfi. 1 A Forðist að segja frá keppni einstakl- inga innbyrðis. Sýnið þess í stað hvernig leysa má vandamál með sam- stöðu og samheldni. Segié frá virkum börnum í starfi. Sýnið hvernig við breytum heimin- um um leið og við breytum sjálfum okk- ur. 11 1 O Gerið spurningarnar: Hverjum þjón- ar þetta? Hver hefur gagn af þessu? að mælikvarða á verk ykkar. Aukið við þennan lista með eigin reynslu ykkar til aðstoðar við þá alla sem vinna fyrir börn. Frá norrænum vinnufundi (seminari) um BÖRN og FJÖLMIÐLA í Hellebæk í mai 1973. Sigurbjörg Jóhunnesdóttir. Sigurbjörg Jóhannesdóttir er i 6. D.V. í Austurbæjar- skóla. Henni þykir mjög gaman aö læra móðurmálið og er afar létt um að semja ritgerðir og sögur. Hérna er sýnishorn af því hvernig hún skilaði verkefnunum: Hafiðog I f jörunni. I næstu Kompu veröur saga eftir hana. I fjörunni Eitt sinn fékk ég mér göngu ofan í f jöru í góða veðrinu, til að skoða lífið þar, en rak þá allt í einu augun í árabát, greip mig þá sterk löngun að róa út á hafið, sem var spegil- slétt og fallegt. Ég ýtti bátnum á f lot, en var ekki búin að róa langt, þegar ég tók eftir að talsverður leki var kominn að bátn- um, hann hafði trúlega gisnað af sólskininu sem búið var að vera í heila viku. Ég komst ekki alla leið upp að f jörunni aftur á bátnum, því nú var far- ið að fljóta yfir þóftuna, sem ég sat á. Síðan sökk báturinn og ég með, því ég f estist á nagla sem var utan i þóftunni. Ég gat f Ijótt losað mig og var þá f Ijót að synda upp í f jöru- HAFIÐ I hinu síkvika og hreytilega hafi sem ýmist er geislandi hjart eða ógnþrungið og svart býr margþætt líf í kafi. Lindýr, skeldýr og fiskar sem eru hafsins nœgtabúr. Já, þar er mörg holl fæða og margur fer þangað túr til að afa sér þeirra gæða. sandinn, þá fann ég hvað mér þótti vænt um þessa f jöru, og þótt mig sviði í augun af seltunni í sjón- um, gerði það ekkert til, því það var svo yndislegt eftir volkið að liggja þarna í f jörusandinum og láta fötin þorna á sér, sandurinn var svo heitur og mjúkur i sólskininu. Þegar ég ætlaði að fara að leggja af stað heim, tók ég eftir flösku, sem sjórinn var að skola upp í sandinn. Ég flýtti mér að ná í hana og sá þá bréf niðri í henni. Þetta var f löskuskeyti, sem sent far frá f jarlægri eyju, og á því stóð, að þeim sem fyndi þetta skeyti væri boðið til Ameríku næsta sumar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.