Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. janúar 1979 Heizlar Goldstúcker „Þakkir til íslenskra félaga” Bréf frá Heizlar og Goldstiicker Timaritib Listy var upphaflega timarit rithöfundarsambandsins i Tékkkóslóvakiu. Eftir innrás Sovétmanna 1968 var& blaöib aö máigagni tékkóslóvaskra andófs- manna og útlaga á ttaiiu, og hefur komió út meö jöfnu millibili allt frá árinu 1971. t dag er timaritiö gefiö út á mörgum tungumálum, m.a. kemur út sérstök norræn út- gáfa á Listy i Sviþjóö. 1 sföasta blaöi norrænu útgáf- unnar senda þeir Eduard Gild- stucker, fyrrum formaöur rithöf- undarsambandsins I Tékkósló- vakiu og Zdenek Hejzlar.fyrrver- andi útvarpsstjóri í Prag, sér- stakar kveöjur til fslenskra fé- laga og þakkir fyrir móttökurnar siöastliöiö haust, en þessir kunnu andófsmenn dvöldust hér f sept- mebermánuöi I boöi Tékkósló- vakiunefndar 1978. Fer hér á eftir bréf þeirra fé- laga til islenskra stuönings- manna: Dagana 2. — 7. september s.l. gafst okkur tækifæri til aö heim- sækja Island sem fulltrúar ,,Listy”-hópsins i boöi hinnar ný- stofnuöu „Tékkóslóvakiunefndar 1978”. A fjölmörgum fundum meö is- lenskum almenningi, frétta- mönnum, starfandi fólki i stjórn- málum, menntamálum og I stétt- arfélögunum, gátum viö miölaö upplýsingum um „Voriö i Prag” og hvernig þaö var meö ofbeldi bælt niöur fyrir tfu árum. Enn fremur skýröum viö núverandi aöstæöur f Tékkóslóvakiu eftir aö „eölilegu” ástandi var komiö á og sögöum frá baráttu sósialisku andófshreyfingarinnar bæöi inn- an lands og i útlegö. Viö fengum einnig tækifæri til aö kynnast nánar ástandinu i þessu athyglis- veröa landi og baráttu íslenskra vinstrimanna fyrir stööugleika 1 efnahagsmálum, þjóöfélagslegu réttlæti og fyrir auknu sjálfstæöi landsins. Vinir okkar 1 Tékkóslóvakiu- nefndinni, Alþýöubandalaginu, Háskóla íslands, Rithöfundasam- bandinu, á Þjóöviljanum og fjöldi framhaid á bls. 18 i siðasta (9.) kaf la var rætt um auðvelda hljóðsetningu. Gengið var út frá því að þú ættir eða hefðir yfir að ráða þögulli sýningarvél/ fjögurra rása segulbandstæki, plötuspilara eða stereo-samstæðu, og synchroniser til að samhæfa gang segulbands og sýningarvélar á meðan bú- in var til leiðbeiningarás. Við notuðum einnig synchron- iserinn til að sýna myndina með þöglri sýningarvél og til þess að yfirfæra hljóðið frá segulbandinu yfir á rönd fimunnar, þegar um sýningarvél með hljóði (hljóðvél) var að ræða. MEIRA UM HLJÓÐ SETNINGU Þegar þú ferö nú aö vinna meira meö hljóö, feröu aö finna fyrir því, aö þig vanti ýmis tæki og svona sitt af hverju. Þaö sem kemur aö mestu gagni fyrir utan þaö sem aö framan er nefnt er kassettutæki (snældutæki). Þar sem þau eru mjög algeng, áttu jafnvel slikt tæki nú þegar. Nú skulum viö halda áfram meö filmuna frá Hollandi og segja sem svo aö þú hafir haft þetta tæki meö þér. Þú notaöir tækiö tii þess aö taka upp þau hljóö er voru til staöar viö myndatökuna. Þessi hljóö vikka sviö myndarinnar og þaö veröur skemmtilegra aö horfa á hana. En þrátt fyrir allt förum viö enn auöveldari leiöir til þess aö koma hljóöinu til skila. Tónlist á tveim rásum Sföast ræddum viö um spólu- seguibandstæki og hvernig útbúin væri leiöbeiningarás fyrir skipti I tónlistinni og hvenær þulur ætti aö koma inn. Viö ræddum einnig um synchroniserinn og hvernig hann samhæfir hraöa sýninga- M vélarinnar og segulbandsins. Einnig hvernig skrifa ætti niöur leiöbeiningarnar og tölurnar af mæli segulbandsins (hljóörit). Nú skaltu fara eftir þessum leiöbeiningum og mundu eftir startmerkjunum. Þegar þetta er klárt skaltu nota rás 1 fyrir fyrstu tónlistina. Þegar kemur aö fyrstu skiptum i tónlistinni skaltu lækka upptökuna hægt niöur (fade out) og ýta á hlétakkann. Stilltu nú yfir á rás 3 og snúöu spólunni hægt til baka meö hand- afli. Lengdin fer eftir þvl hvaö þú lækkaöir fyrstu tónlistina á löng- um tima, en svona þrjár tölur afturábak ætti aö duga. Settu nú næstu tónlist á fóninn og slepptu hlétakkanum. Hækkaöu upptök- una upp i sama styrk og áöur á sama tima og þú lækkaöir fyrstu upptökuna niöur. Þegar komiö er aö þriöju tónlister upptakan aftur lækkuö niöur, ýtt á hlétakkann, skipt yfir á rás eitt og spólunni snúiö til baka; slöan er þriöja tón- listin tekin upp. Þannig skaltu taka upp alla tónlistina. Þegar þú hlustar á segulbandiö, læturöu þaö spila samtimis af rásum 1 og 3. Þá ættu aö koma fram svipuö áhrif i tónlistinni og um er aö ræöa I myndinni þegar notuð er eyöing (dissolve), þ.e. fyrri tónlistin lækkar um leiö og siöari tónlistin hækkar. A i________________________________ filmunni eyöist fyrra myndskeiö- iö upp um leiö og seinna mynd- skeiðiö birtist. Þessi hljóörænu á- hrif eru betri en ef fyrri tónlistin heföi lækkaö niöur og seinni tónlistin hækkaö upp. Eflaust tekst þetta ekki I fyrsta skipti, en þú skalt ekki gefast upp; reyndu aftur og aftur þar til þú ert ánægöur. Agætt ráö i allri svona vinnu er aö leggja hana frá sér um tíma, jafnvel nokkra daga, taka siöan aftur upp þráö- inn þar sem frá var horfið og þá er maöur fljótur aö átta sig á mis- tökunum. Þulur í viðbót Meö þvi aö glugga I hljóöritiö geturöu séö hvenær þulur á aö koma inn. Þú hefur skrifað töluna af mæli segulbandsins viö þaö? Láttu þvi bandiö ganga áfram þar til þú kemur aö fyrstu tölu þular. Hlustaöu nú á bandiö og athug- aöu hvort tónlist sé á þessari rás. Ef svo er veröur þulurinn aö koma á hina rásina. Stilltu yfir á hana og láttu spóluna ganga til baka aö fyrstu tölu þular. Þá er aö stinga hljóönemanum i sam- band og taka upp lestur þularins. Þegar þaö er komiö skaltu hlusta á bandiö og athuga hvort lesturinn sé ekki áheyrilegur og ef þér likar hann ekki skaltu taka hann upp aftur. Þegar þetta verö- er ekki gert betur, er aö leita aö næstu tölu þular og taka hana upp á sama máta. Athuga fyrst rás- ina, hvort tónlist sé á henni eöa komi inn á hana slöar og taka upp á auöu rásina. Hlustaöu strax á lesturinn eftir hverja upptöku til aö vera viss um aö hann sé góöur. Þegar allur lestur er kominn, hlustaröu á bandiö meö þvi aö spila rásir 1 og 3 samttmis og heyrir aö tónlistin „drekkir” þulnum. En þú veröur búinn aö lesa allan kaflann áöur en þú byrjar, svo haföu ekki áhyggjur, lestu áfram. Lækkun tónlistar Flest segulbandstæki hafa tón- höfuö sem er sambyggt upptöku- höfuö og afspilunarhöfuö. Vinstra megin viö tónhöfuðiö er útþurrk- unarhöfuö. Nú beinum viö athygli okkar aö þvl. Otbúöu smá hllf úr pappír, sem hægt er aö smeygja upp á hausinn. Þaö veröur aö vera þannig úr garöi gjört aö þaö detti ekki af þegar bandiö er I gangi. Hlustaöu nú á bandiö þar til þú heyrir fyrstu tölu þular og skráöu hjá þér töluna á mælinum, segj- um aö hún sé 027. Skráöu einnig töluna þegar lestri þular lýkur segjum aö hún sé 032. Stoppaöu tækiö og snúöu þaö til baka aö 027 meö handafli og settu papplrshlíf- ina yfir umrætt höfuö. Stilltu nú tækiö á þá rás sem tónlistin er á og stilltu styrkinn á núll. Settu nú á upptöku og taktu upp (þögn) aö 32, ýttu þá á hlé- takkann og stöövaöu upptökuna. Ýtt er fyrst á hlétakkann til aö foröast klikk-hljóö sem stundum vilja heyrast I byrjun og endi upp- töku. Þannig helduröu áfram og tekur upp þögn meö pappirshllf- ina á útþurrkunarhöfðinu yfir tónlistina; hún er ekki alltaf á sömu rás, mundu þaö. Þetta ætti aö hafa þau áhrif aö tónlistin lækkar um leiö og þulurinn hefur mál sitt og hækkar um leiö og hann lýkur því. Ef þú vilt ekki hafa eyöingu I tónlistinni, geturöu einfaldlega tekiö hana upp á aöra rásina en þulinn á hina. Samt sem áöur skaltu ekki búast viö miklu svona i fyrstu tilraun. Æföu þig fyrst meö gamalli spólu þar til út- koman veröur viöunandi og þú ert farinn aö framkvæma þetta I hálfgeröu hugsunarleysi. Valkostir Þaö eru óteljandi leiöir til aö út- búa hljóö viö kvikmyndir en mjög fáar reglur en ákveönar; þvi hlýtur aö koma aö því aö þú ferö þínar eigin leiöir og byggir þær á þeim útbúnaöi og tækjum sem þú hefur yfir aö ráöa. Sýningavélar meö hljóöi eru orönar mjög fjöl- hæfar hvaö upptöku, mix og yfir- töku viökemur, en þær eru lika dýrar. Dýr segulbandstæki eru llka mjög fjölhæf. Þau eru oft útbúin yfirtöku (sound-on-sound) sem virkar þannig aö hægt er aö taka upp á eina rás og siöan yfirfæra þaö á aöra. Skiptir þá ekki máli hvort eitthvaö sé á þeirri rás eöa ekki, enda getur þú lofaö þvi aö vera þar áfram eöa þurrkað þaö út aö vild. Papplrshlifin sem áöur er á minnst, kemur einungis I veg fyrir aö tónlistin sé alveg þurrkuö út. Mundu aö þaö skiptir ekki máli hvernig þaö er gert, heldur hver útkoman veröur. Viö höfum áöur minnst á tric- eöa mix-takkann. Fyrst er tón- listin tekin upp á band og yfirfærð á filmuna, siöan er þulurinn lát- inn lesa inn á hljóövélina eöa sem er betra, inn á segulbandiö,og þaö siöan yfirfært meö þvl aö snúa tric-takkanum þannig aö tónlist- in lækki á meöan. Þvi gefur þaö auga leiö aö hægt er aö nota eina rás fyrir tónlistina og aöra fyrir bakgrunnshljóö (sem talað veröur um hér á eítir), og siöan væri hægt aö yfirfæra hvoru tveggja inn á filmuna með þvi aö nota synchroniserinn. Aö lokum væri hægt aö þylja inn á myndina meö þvl aö nota tric- takkann. Og þar sem viö höfum eínnig gengiö út frá þvi aö þú eig- ir snældutæki, gætiröu notaö þaö fyrir þulinn en spólutækiö fyrir tónlistina, þar eö þaö gefur betri tón. Ef þú vilt þylja inn á snælduna, skaltu fyrst skrifa textann niður eins og áöur er minnst á og nota snældu af góöri gerö. Reyndu aö taka upp allan textann meö stutt- um þögnum á milli I lestrinum til þess aö komast hjá klikkhljóöum. Aöur en viö höldum lengra þarftu aö eiga smá-hlut i viðbót. Nú skaltu ekki fórna höndum I ör- væntingu og öskra: Hvaö heldur maöurinn aö ég sé, bankastjóri eöa hvaö?, þvl þetta er mjög ódýr hlutur, þó svo hann sé ill-fáanleg- ur hérlendis, en þetta er mixari (sound-mixer). Má ég kynna: Mixarinn Ég sagöi hér aö framan aö mix- arar væru ill-fáanlegir hérlendis. Þetta er ekki alveg rétt, þvi sum- um sýningarvélum fylgir mixari og hægt er aö fá þá (af dýrari gerö) I raftækjaverslunum er versla meö útvörp og hljóm- flutningstæki. Athugandi er hvort „radió-amatörar” geti ekki útbú- iö sllkan grip fyrir þig. Allt og sumt sem slíkur mixari þarf aö geta gert er aö mixa saman fjór- um rásum i eina. Þegar þú hefur tekiö tónlistina upp á band og þulinn upp á snældu ertu tilbúinn að yfirfæra þaö á filmuna (segulröndina á jaöri filmunnar). Tækjunum er komiö fyrir eins og aö neöan greinir: 1. Tónlistinni er stungiö I sam- band viö mixerinn. M.ö.o. snúru er stungiö i samband viö úttak (output) segulbandsins og I rás eitt (input) á mixernum. 2. Þulnum á snæidunni er stungiö I samband viö mixerinn. Hér gilda sömu skýringar og i eitt. 3. Mixernum er stungiö I sam-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.