Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. janúar 1979. Rœtt viö Hjörleif Guttormsson stjórnmál á iönaðarráðherra M:. 1 sunnudegi Til stuðnings íslenskum iðnaði Fyrir tveim dögum var út gefin tilkynning frá ríkisstjórninni um tillögur um aðgerðir til að bæta samkeppnisaðstöðu is- lensks iðnaðar, sem unn ið hefur verið að fyrir for- göngu iðnaðarráðuneytis- ins. I því tilefni leitaði Þjv. til Hjörleifs Guttorms- sonar iðnaðarráðherra með fyrirspurnir um inntak aðgerða þessara og fara svör hans hér á eftir. Fyrst var aö þvi vikiö hvort aö- geröunum væri fyrst og fremst ætlaö aö vega upp á móti þeirri tollalækkun sem varö um áramótin vegna friverslunar- saminga. Skammt og langt — Nei, aöeins aö hluta. Þaö er rétt aö þaö komi fram strax i upphafi, aö þær aðgeröir sem þegar eru ákveönar og koma eiga til framkvæmda á næstu vikum, ná mjög skammt. Þær eru aöeins upphafiö aö þvi sem koma þarf og er nú á athugunarstigi. Ég tel hinsvegar, aö ef vel tekst til meö útfærslu þeirra áforma sem rikis- stjórnin hefur boöaö og eru i athugun þá veröi hlutur iönaöar og einstakra greina hans bættur verulega. Sumt af þessum áformum ættu aö geta enst til langs tima, svo sem endurskoðun á reglum um afuröa- og rekstrarlán til iönaöai um stefnumörkun I innkaupum opinberra aðiIa.Sama máli gegn- irum afnám innborgunarskylduá hráefni til iönaöar, sem þegar er ákveöin og sem léttir nokkuö undir f járhagslega þó svo aö slfkt komi aö mismunandi miklu gagni eftir þvi hvaöa greinar iönaöar eiga i hlut. Þaö sem ekki tókst Þaö er þá rétt aö horfa aðeins til baka til þess þriöjungs árs sem stjórnin hefur starfaö, þvi aö sumir aöilar hafa fellt nokkuö haröa dóma um tök hennar á málefnum iönaöarins. Þaö er einkum tvennt sem hefur valdið mér vonbrigöum og trúlega mörgum öörum sem bera hag iönaöarins fyrir brjósti. Annars- vegar það, aö ekki tókst samstaöa innan stjórnarinnar um áformaöa frestun tollalækkana um áramót- in, hinsvegar þaö aö ekki fékkst teljandi leiörétting á fjárframlög- um á fjárlögum aö þessu sinni til stofnana iönaöarins og til málefna hans sem njóta opinberra framlaga skv. fjárlög- um. 1 þessum efnum hefur veriö um nær samfellda öfugþróun aö ræöa lengst af þessum áratug ef boriö er saman viö hina atvinnu- vegina, sjávarútveg og land- búnaö. Astæður fyrir þessu eru marg- slungnar efalaust, en meöal þeirra má nefna nokkuö sjálfvirkt lánakerfi siöartöldu atvinnu- greinanna á meöan iönaöinum er -ekki liöiö aö fara fram úr þvi sem skammtaö er frá ári til árs og hann býr viö aörar og þrengri reglur um afuröa- og rekstrarlán. Einnig er iönaöurinn ekki á sama hátt rótgróinn og hinir heföbundnu atvinnuvegir okkar og nýtur ekki sama pólitiska skilnings og bakhjarls og þeir. Þessum aöstæöum veröur ekki breytt meö mjög skjótum hætti, heldur þarf aö koma til viötæk stefnubreyting sem borin yröi uppi af markvissri iönþróunar- stefnu og annarri og betri sam- stillingu bjargræöisvega lands- manna en nú er. Eins og fram hefur komið er nú gerö tilraun til slíkrar stefnumót- unar af samstarfsnefnd um iönþróun sem sett var á laggirnar sl. haust. En afrakstur af þvi starfi er vissulega óviss og háöur undirtektum. Almennar og sértækar Þeim aögeröum sem rikis- stjórnin nú boöar til stuönings iönaöinum má meö nokkum rétti skipta i aimenna þætti, sem snerta iönaöinn i heild og sértæk- araögerðir, sem varöa einstakar greinar hans. Nokkuð ber á þvi aö menn skiptist i hópa eftir mati á þvi hvor þessara aöferöa eigi meiri rétt á sér. Ég er þeirrar skoöunar aö viö rikjandi aöstæöur sé eölilegt aö beita hvorutveggja. Mestu varðar aö visu, aö skapa lifvænlegar aöstæöur til iðnþró- unar almennt, þannig aö þær greinar nái aö dafna sem eiga örugg vaxtarskilyröi i samkeppni viö innfluttan varning. Hitt ætti þó aö vera hverjum manni skilj- anlegt, aö aöstæöur einstakra iöngreina til aö mæta harönandi samkeppni innan friverslunar- samtaka hafa allt frá inngöngu okkar I EFTA veriö býsna ólikar og enn hefur ekki tekist aö jafna þann mun eöa búa tilteknum greinum þau vaxtarskilyröi, sem gefa þeim kost á aö sýna hvaö i' þeim býr. Skipaiðnaður Fyrir utan svokallaöan þjón- ustuiönaö eru hér stórar og mikil- vægar iöngreinar sem ættu aö geta búiö aö allstórum heima- markaöi ef rétt er á haldiö og er þar skipaiönaöurinn nærtækt dæmi. Hann hefur hinsvegar hvorki notið þess aðbúnaöar sem eölilegt væri né fengiö þau verk- efni sem sjálfgefin ættu aö vera hjá fiskveiöiþjóö. Framleiöni i þessari grein er þvi miöur enn of lltil miöaö viö grannlönd okkar og ástæöurnar eru fyrst og fremst fólgnar i skipulagsleysi og ófullnægjandi aöbúnaöi á mörg- um sviöum. Þaö er kannski ekki raunsætt aö gera þvi skóna aö skipaiönaöur okkar geti stefnt aö útflutningi en lágmark ætti aö teljast aö viöhald flotans, jafnt viðgerðir sem nýsmiöi, fari fram aö aö verulegu leyti i landinu sjálfu. Húsgögn og eiturlyf Oöru máli getur gegnt um húsgögn og innréttingar ef vel tekst til. Sú innborgunarskylda, á innflutt húsgögn og innréttingar sem nú hefur verið ákveöin og gilda á til tveggja ára er fyrst og fremst hugsuö sem hllfð viö inn- lenda framleiöslu um leiö og á þaö reynir, hvort hún geti haldiö sinum hlut og aukist meö útflutn- ingi. Aö þvi veröur reynt aö stuöla og þar reynir á frumkvæöi og þrótt framleiöenda ásamt eölileg- um stuöningi af opinberri hálfu. Slikur stuöningur getur m.a. varöaö markaösöflun og vöruþró- un og ég hefi ekki heyrt talað um „eiturlyfjagjöf” i þvi samhengi þótt þaö hugtak heyrist stundum nefnt er sértækar aðgerðir eru á döfinni. Rétt er að hafa það i hug að telj- andi samkeppni þessarar greinar viö innflutning nær aöeins yfir fjögurra ára timabil og markaös- hlutdeild innlendrar framleiöslu nam á árinu 1977 aö meöaltali um76%. Aölögunartiminn hefur þannig veriö stuttur en á sama tima er mikiö fjármagn þegar bundiö I húsnæöi og tækjum svo ekki sé minnst á þá mörgu sem hafa atvinnu á þessu sviði. Þaö munu nú vera nálægt 1500 manns sem beinlínis starfa I húsgagna- iðnaðinum og minnkandi hlut- deild hans i markaöinum gæti haft afdrifarlkar afleiöingar á vinnumarkaöi á skömmum tima. Sælgæti Umdeildar hafa veriö hug- myndir um svonefnt uppbótar- gjald á innflutt sælgæti, kex og brauövörur. En þar er byggt á viötekinni aöferö innan EFTA og EBE til aö mæta mismun á mark- aðsveröi landbúnaöarafuröa, sem eru aöföng til iönaöar i hverju landi, og jafna meö þvi sam- keppnisaöstööu af þessu tagi eru eflaust vandmeöfarin og ég tel aö tryggja þurfi sem best aö þau leiöi ekki til þess aö hagur við- komandi iöngreina veröi lakari eftir en áöur. Slikt gjald á þann innflutning sem nefndur var gæti hinsvegar skilað umtalsverðum tekjum, sem nýta mætti til iön- þróunaraögeröa og álagning þess er talin rúmast undir siöareglum bandalaganna, EBE og EFTA. Þótt eitthvað marri í hurðum Svo vikið sé aö almennum aö- gerðum sem eru i athugun er hækkun á jöfnunargjaldi sá þátt- ur sem mestan hljómgrunn á meöal iönrekenda og ég tel brýnt og eölilegt aö sú leiö veröi reynd svo sem efni frekast standa til. Þar eð gjaldiö leggst á sam- keppnisvörur svonefndar, m.a. frá löndum sem fá nú aukinn aö- gang aö islenskum markaöi viö tollalækkanir er i þvi fólgiö mót- vægi auk þess sem með þvi fengj- ust tekjur, sem rikisstjórnin hef- ur ákveöiö aö gangi til iönþró- unaraögeröa ef af þessari hækkun veröur. Meginrökin fyrir álagningu sliks gjalds er nauösyn þess aö bæta úr og leiörétta skerta sam- keppnisaöstööu og iðnrekendur hafa m.a. bent á þann launaskatt sem hér er á lagður, aöstöðugjald ofl. „óhagræði” sem rök fyrir frekari hækkun gjaldsins. Rikis- stjórnin hefur ákveðið aö láta fara fram athugun á forsendum fyrir slikri hækkun og senn tekur til starfa vinnuhópur á vegum ráöuneyta til aö fara ofan I saum- ana á þessum fræöum. Ég vænti þess aö frambærileg og sannfærandi rök finnist fyrir slikri hækkun og aö þvi búnu verði látiö á þetta reyna. Sjálf- sagt er aö kynna þeim aöilum sem viö erum i samstarfi viö okk- ar niöurstööur, en ég sé enga ástæöu til aö hopa frá þvi aö lög- festa viöbót á núverandi jöfnunargjald, þótt eitthvað kunni aö marra i hurðum I Genf og Brussel. Þeir sem mestu ráöa i hinum stóru bandalögum hafa litlar áhyggjur af þeim búsifjum sem jaðarþjóðir veröa fyrir, en taka þaö kannski ekki heldur mjög hátiölega þótt þær blóti á laun. Á langri vegferð Jafn brýnt og þaö er aö stjórn- völd marki frambærilega iönaðarstefnu þá er æskilegt aö samtök iönaöarins, allir sem viö hann starfa, leggist á eitt um aö finna samnefnara til stuönings atvinnuvegi sem ekki hefur náö þeirri rótfestu sem skyldi hér lendis og tæpast nær aö dafna nema aö honum sé hlúð sem best.~ Islensk iönþróun þarf m.a. aö byggjast á þvl aö viö hagnýtum okkur af kostgæfni þá sérstööu sem land okkar býr yfir um leið og viö eflum verkmenningu og leitum fanga i þeirri arfleifö sem viö eigum, þrátt fyrir allt, á þessu sviöi. Ég vil lita á þær aðgeröir sem nú hafa veriö boöaöar til stuönings islenskum iönaöi sem upphafiö á langri vegferö sem vonandi á sér framhald þótt velt- ingur sé á farkostinum— áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.