Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. janúar 1979. DIOÐVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandí: Otgáfufélag Þjóbvíljans Framkvæmdastjórl: EiBur Bergmann Rltstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Rekstrarstjórl: Olfar ÞormóBsson Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreióslustjóri: Filip W. Franksson BlaOamenn: AlfheiOur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- urOardóttir, GuOjón FriOriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnds H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. lþrótta- fréttamaóur: Ingólfur Hannesson Þlngfréttamaóur: Siguröur G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otllt og hönnun: Guöjón Sveinbjömsson. Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur, Blaóaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar : RUnar Skarphéöinsson, Sigrlöur Hanna Sigurbjömsdðttfir. Skrifstofa: GuörUn GuövarOardóttir, Jón Asgeir SigurOsson. Afgreiösla: GuOmundur Steinsson. Kristin Pétursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, SigrfOur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: SigrUn BárOardóttir. Húsmóölr: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi MagnUsson, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýslngar: Sföumdla S. Reykjavfk, sfmi 81333 Prentun: BlaOaprent h.f. Læknakjör og heilbrigöisþjónusta • Fyrir skemmstu birti Þjóðviljinn allýtarlega samantekt um greiðslur til lækna, ýmsar undar- legar þverstæður i rekstri sjúkrahúsa og fleira þesslegt. Hefur samantekt þessi vakið nokkra athygli og fyrirspurnir. • Misskilningur væri að ætla að með athugun af þessu tagi sé verið að ráðast á lækna sérstaklega fyrir þá staðreynd að þeir hafa há laun á okkar mælikvarða. Barátta fyrir kjarajöfnun verður ekki háð á þeim grundvelli að menn reyni að finna einhvern tiltekinn hóp sökudólga og bendi á hann — og sá hópur getur auðveldlega bent á annan,og inn- an tiðar er málið allt týnt i deilum um mælikvarða og verðleika. Það er lika ljóst, að meðan menn eru á annað borð reiðubúnir að sætta sig við launamis- mun á grundvelli ábyrgðar, undirbúnings, útkalla- skyldu og fleiri þátta er ljóst, að læknar verða með launahæstu mönnum i hverju samfélagi. • Þetta mál er hluti af öðru stærra, en það tengist þvi, að hér sem viða annarsstaðar fara útgjöld til heilbrigðismála örar hækkandi en til flestra ann- arra hluta. Þessu fylgir að óhjákvæmilega vakna upp spumingar um skynsamlega nýtingu hinna miklu upphæða, um árangur þann sem hin miklu framlög samfélagsins til heilbrigðismála gefa. Þar með er vakin upp gagnrýni á þeim sem geta leikið á kerfið i eiginhagsmunaskyni, á veilur og skipulags- leysi i rekstri sjúkrastofnana, á þeirri stéttaskipt- ingu sem er fylgikvilli margra slikra stofnana eða deilda þeirra. Menn hafa einnig gagnrýnt ringulreið i meðferð dýrmæts tækjabúnaðar, ofnotkun lyfja sem og áhrif alþjóðlegra auðhringa á verðmyndun á lyfjum og svo mætti áfram halda. • Hér er einnig um að ræða mál sem snúa að almenningi vegna þess að margir verða til þess að iþyngja heilbrigðiskerfinu að ópörfu vegna peirrar áráttu sem þekktir gagrýnendur heilbrigðisþjón- ustu hafa kallað, að fólk færi trúarþörf sina af kirkj- unni yfir á læknavisindin: þar er hjálpræðið að finna, og vei þeim sem ekki viðurkennir þörf mina fyrir skoðun, sprautu og lyf! • Satt best að segja er fátt erfiðara en skynsamlegt aðhald og eftirlit með heilbrigðisstofnunum. Eink- um vegna þess að eðli málsins samkvæmt hafa þeir sem utan við þessa sérhæfðu þjónustu standa mjög slæmar forsendur til að kveða upp úr um það, hvað er nauðsynlegt og hvað mætti skera niður þegar spurt er um lif og heilsu. En engu að siður er þetta aðhald og þetta eftirlit nauðsynlegt. Ekki vegna nisku eða tortryggni. Heldur vegna almennrar réttlætiskröfu,sem og vegna þess, að þegar kostn- aður við heilbrigðisþjónustu bólgnar mjög ört, þá fylgja jafnan i kjölfarið ný tilræði ýmislegra frænda Glistrups við það öryggi sem velferðarriki svonefnt reynir að byggja upp þegnum sinum i heilbrigðis- málum. Þvi er umræða um þessi mál stöðugt á dagskrá sem brýn nauðsyn, jafnt sem fagrýni meðal heilbrigðisstéttanna sjálfra og sem almenn opin umræða um einn hinn veigamesta þátt félags- legrar þjónustu. —áb. Úr almanakinu Þessa dagana ætti aö rifjast upp fyrir okkur tslendingum aö til eru menn sem kallaöir eru svertingjar. 1 blaöinu i dag er bók danska prestssonarins Jacobs Holdt „Amerikanske Billeder” kynnt. Hún er áhrifa- mikil mynd sem Holdt tekst aö draga upp af aumustu blettum bandarisks þjóölifs, þ.e. fá- tækrahverfum og eymd þeirri sem svo margir blakkir menn iifa i. An þess aö fara þúsund oröum um hlutina segir hann okkur meö myndum sinum aö menn þessir séu ekki slnir gæfu- smiöir, þeim er hreinlega ekki gefinn kostur á þvl. í þessari viku byrjaöi einmitt i sjónvarpinu nýr myndaflokkur frá sömu Bandarikjum geröur eftir bók svertingjans Alex Haley þar sem hann rekur rætur sinar til Afriku. mæla. Aörir reyna aö afsaka meö þeim rökum aö við séum svo óvön útlendingum, þekkjum þá ekki og séum því óörugg i umgengni viö þá. Hér er talað um alla útlendinga en ekki ein- göngu svörtustu svertingja. Þetta eru ekki staöhæfulausar fullyröingar og væri hægt aö taka mörg dæmi af handahófi. Þeir sem lásu siödegisblööin fyrir tveimur og hálfu ári muna kannski eftir ungri fslenskri tveggja barna móöur sem flutt- ist heim. Hún fékk ibúö i blokk en þegar hún skyldi flytjast inn var hún svikin um húsnæðiö. Börnin hennar voru nefnilega kynblendingar og treystu til- vonandi nágrannar sér ekki til aö umgangast slika dökka djöfla. Frést hefur um útlendinga i húsnæöisleit hér á landi þar sem Krækiber í helvíti Sögur þessar eru ólikar, önn- ur sögö af dönskum flækingi „sem liföi af fimm ár i gettó- um” (eins og bandariskir fjöl- miölar lýstu honum). Hin er sögö af svertingja sem leitar aö sinum uppruna. Báöar beina þær þó athyglinni aö svertingj- um, sem viö þekkjum svo litiö til. • Viö erum nú bara litil þjóö á norölægri eyju. Um æöar okkar rennur kóngablóö frá Noregi, nema keltneskt blóö I þeim rauöhæröu. Helgi Hóseasson skrifaöi eitt sinn aö hinn hviti kynstofn væri eins og krækiber i helviti. Vegna hreinleika okkar og fágætis heföum viö getaö veriö kanarifugl i búri Hitlers kynstofni okkar til sóma og á- nægju. Vatniö er tært, loftið er ferskt og fólkiö dásamlega hvitt. Viö eigum kannski heimsmet I flestu miöaö viö fólksfjölda, nema kannski I fjölmenni þvi þar eru allar þjóöir jafnar. Vér erum menningarþjóö, lestrar- þjóö, frjáls þjóö og varin þjóö. Viö eigum heimsmet I mörgu eins og áöur segir og þá i slæmu jafnt sem góöu. Til aö mynda erum viö stútfull af kynþáttafordómum. Eflaust fussa margir, sveia og mót- húseigendur hafa hrokkiö i kút þegar i ljós kom aö leigjandinn var útlenskur. Lækkaöi þá risiö á afkomendum Grettis og Njáls og drógu þeir boö sitt til baka. Ég man lika eftir sögu af Spánverja sem bjó hér á landi fyrir nokkrum árum. Hann leigði herbergi en deildi baöher- bergi meö tveimur islenskum ungmennum. Eitt sinn sem oft- ar haföi hann rakað sig frammi á hinu sameiginlega baöher- bergi en þegar hann kom þang- aö næst beiö hans miöi sem á stóö: Please don’t wash your black dog in here! (Baöaöu ekki svarta hundinn þinn hér!) ís- lendingar vilja drekka á Spáni fyrir litiö fé en land þeirra sjálfra skal vera variö gegn alþjóöapakki sem getur alveg eins haldiö sig annarsstaöar. Nóg er jú plássiö. • Taka mættimýmörg dæmi um framkomu Islendings gagnvart þeim hluta mannkynsins sem ekki er af islensku bergi brot- inn. En einnig má lita á fram- komu opinberra aöila. Einhver laug þvl aö mér aö á milli Noröurlandanna gilti samningur um aö rikisborgarar þeirra þyrftu ekki atvinnuleyfi innan þeirra marka. íslending- ar sem unniö hafa I Færeyjum, Noregi, Danmörku og Sviþjóö geta staöfest þann grun. En hvaö gerist þegar vesæll útlendingur frá Noröurlöndun- um kemur hingaö? Hann þarf atvinnuleyfi sem aö visu má af- saka og útskýra meö þvi aö Is- lenskur vinnumarkaöur gæti ekki tekiö viö straum af at- vinnuleysingjum frá öörum löndum. En sagan er ekki öll sögö. Eitt sinn geröist þaö og kannski oftar aö hringt var niö- ur i írtlendingaeftirlit og spurt hvernig fólk ætti aö haga sér ef þaö vildi vinna á íslandi. Þær upplýsingar voru gefnar að fyrst þyrfti Islendingur aö finna vinnu handa útlendingnum. Þá ætti útlendingurinn aö hafa samband við sendiráö Islands I viökomandi landi. Islendingur- inn sem fann vinnu handa út- lendingnum átti aö biöja at- vinnurekandann aö skrifa bréf til Ráöuneytisins og biöja um aö fá aö ráöa útlendinginn I vinnu. Ef lesandinn hefur komist i gegnum þessa þulu er öruggt aö hann hefur fengiö slæman höfuöverk. En áöur en lengra er haldiö má geta þess aö þulan byrjaöi á þessa leiö: Ef þú ætlar þér aö flytja útlending inn i landiö. Þessi höröu upphafsorö og ruglingslegt framhald þeirra segja sina sögu. Auk þess sem upplýsingarnar voru rangar, aö minnsta kosti villandi. Hlegiö var aö útlendinpnum þegar hann mætti I sendiráöiö. Þaö sem gera þurfti var einfaldlega aö sækja eyöublaö hjá lögreglunni, útfylla þaö, fá undirskrift at- vinnurekanda og biöa átekta. • Viö viljum vera menn meö mönnum. Tuttugasta öldin er löngu runnin upp og syngur brátt sitt siöasta. Sauöskinns- skónum er kastaö geöillskulega undir rúm en teknir fram mill- jaröaskór sem erfitt er aö feta á. Þó er haltraö meö þanið brjóst og ætt áfram. Viö þolum ekki gömul hús, þvi ekki má á okkur sannast aö viö séum nýskriöin út úr moldar- kofunum. Nýtt skal þaö vera. Diskóiö er liöur I okkar sjálf- stæöisbaráttu til aö sýna aö viö séum oröin svo losnuö undan á- þján Dana aö nú getum viö til- einkaö okkur blikkandi ljós og þvottavélamúsik sem er svo dá- samlega langt frá helvitis rim- unum og rökkrinu. Viö státum okkur af hinu hreina vatni og viljum enga mengun I þaö. Viö erum ekki siöur stolt af okkar hreina lofti og enginn skal heldur menga þaö. En hvers viröi eru öll þessi auöæfi þegar hvorki heilnæmt loft hefur fengiö aö leika um heilabú okkar né hiö hreinlega vatn megnaö áö hreinsa út bölv- aöa fordómana og vitleysuna. Erla Siguröardóttir skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.