Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.01.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 7. janúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA S FORBOÐNIR LISTAMENN í TÉKKÓSLÓVAKlU: Þeir sýna í heimahúsum „Stofuleikhúsið” sýnir Mackbeth I Ibúft I Prag: (frá vinstri) Pavel Kohout, Vlasta Tresnak, Pavel Landovsky, Vlasta Chramostova og Tereia Kohoutova — allt þekktir tékkúslóvaskir Iistamenn, sem er meinaft aft koma fram opinberlega sif yfirvöldum I Tékkóslóvaklu Tékkóslóvösk list hefur átt við ramman reip að draga allt frá innrásinni 1968, þar sem ráðamenn þar í landi eru uggandi um, að frjáls listatúlkun geti orsakað pólitíska villutrú. Höft og bönn valdhafa haf a ekki sist bitnað á leik- listinni í Tékkóslóvakíu. Mörgum leikurum og leik- stjórum hefur verið vikið frá leikhúsum og dæmi eru til þess að leikhúsum hafi verið lokað. 1 nýlégu vifttali vift leikskáldiö Vaclav Hval I blaftinu „Listy” segir þessi frægi andófsmaftur og leikritahöfundur m.a.: „Þaö eru mörg ár siftan ég hef fariö i leik- hús. Til þess liggja tvær ástæftur. I fyrsta lagi veit ég hvafta efni er á boftstólum, og hvernig þaö er framreitt. Eg veit hvaöa höfund- ar, leikarar og leikstjórar eru leyfftir, og ef ég skryppi I leikhús, mundi mér leiöast ósegjanlega. I ööru lagi veit ég, aft leikhúsför mundi skapa mjög vandamál fyrir mig og þá, sem leika vift leikhúsift. Lögreglan mundi rann- saka, hvort ég heffti rætt viö ein- hvern sem ynni vift leikhúsift o.s.frv. Leikhús í stofunni Þrátt fyrir aftgerftir stjórnvalda hefur tékkóslóvöskum listamönn- um tekist aft koma boftskap sinum og list til skila meft ýmsum aft- ferftum. Stofufangelsift nefnist hópur tékkóslóvaskra lista- manna, sem gagngert hefur reynt aft finna nýjar leiftir og aftferftir til aft koma óritskoftaftri list til áhorfenda. Meftlimir þessa hóps eru margir hverjir þekktustu listamenn Tékkóslóvakiu eins og Pavel Kohout, Vlasta Chramostova, Pavel Landovsky og fleiri. Flokkurinn hefur haldift margar listsýningar, tónleika og upplestra en einnig leikift leikrit og efnt til umræftna. öll þessi starfsemi hefur farift fram á einkaheimilum, til aft losna vift opinber afskipti af sýningunum. Fjölbreytt dagskrá Ein þekktasta sýning þessa hóps s.l. haust var uppsetning leikritaskáldsins Pavel Kohouts á „Mackbeth” eftir Shakespeare. Var þaft sýnt I um 20 skipti i Olíuleit í Suður- Afríku JÓHANNESARBORG, (Reuter) — Schal du Toit forstjóri Olluleit- arfélags Suöur-Afrlku hefur til- kynnt aft hafin yrfti olluleit I land- inu I lok þessa mánaðar I von um aft þjóftin gæti séft sér fyrir oliu sjálf aft einhverju leyti. Sagfti hann ákvöröun þessa ekki vera háfta stjórnmálaástandinu i íran, þar sem hún var tekin á síft- asta ári. Varift hefur verift fjörutiu og fjórum miljörftum króna til oliu- leitar I landinu siftan árift 1968. Suftur-Afrika og ísrael hafa verift háö Iran þar eö önnur oliu- framleiftslulönd hafa ekki viljaft selja þeim oliu. ýmsum ibúftum og voru heimilis- gestlr frá 20 upp I 50, allt eftir ibúftarstærö hverju sinni. „Appeltorgift” nefnist önnur sýning sem einnig hefur vakift at- hygli, og byggist á textum og ljóö- um eftir Bertolt Brecht, Jerzy Andrzejevsky, Osip Mandelstam og mónólógur Cyranos de Bereracs, sem nefndist „Nei takk!”og fjallar um þaft, hvernig hann neitar aö gerast ljóftskáld i þágu valdhafanna. Leikkonan Vlasta Chramostova flutti þessa texta og ljóft. Lögreglan grípur í taum- ana Listamenn „Stofuleikhússins” fengu aö halda sýningar sinar óárettir allt til 25. september i fyrra, en þá skráfti lögreglan nöfn allra þeirra, sem hugftust sjá sýn- inguna á „Appeltorginu”. Engum var sleppt inn, og Rudolf Slansky (sonur Slanskys aöalritara kommunistaflokksins i Tékkó- slóvakiu, sem tekinn var af lllfi 1952) var handtekinn og færöur til yfirheyrslu. Ahorfendur, sem voru um 25 manns tókst þó aft sjá sýninguna siftar um kvöldift á öftru heimili. Næsta dag, þann 28. september var „Machbeth” sýndur heima hjá leikkonunni Vlasta Chramostova. Lögreglan stóft á vaktvift húsift, og eftir sýninguna, ruddust lögregluþjónarnir inn og skrifuftu niftur nöfn áhorfenda. Likur atburöur beröist þ. 2. október er afteins hluti af áhorf- endur var sleppt inn i ibúftina, þar sem sýning á „Macbeth” var aft hefjast, en um tuttugu manns var ráftlagt af lögreglunni aö hverfa aftur heim til sin. —Endursagt úr Listy: —im Von og vissa Miði í happdrætti SÍBS gefur góða von um vinning. Áhersla er lögð á marga vinninga sem koma sér vel. Þó eru hæstu vinníngar 2 milljónir og dregið er um milljón mánaðarlega. Hver seldur miði gefur endurhæfingarstarfinu sem unnið er á vegum SÍBS aukinn styrk. Sá sem á miða í happdrætti SÍBS á sjálfur vinningsvon og gefur einnig öðrum vonir um bjartari framtíð. Það kostar aðeins 800 kr. á mánuði að gera eitthvað í því að auka slíkar vonir. Vinningsvon og vissa um að verða að liði. Happdrætti SÍBS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.