Þjóðviljinn - 21.09.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.09.1967, Blaðsíða 12
YfírmaSur Bandarlk}ahers i Vietnam boSar Gjöreyðing Haiphonghafnar og 6 annarra svæða í N-Vietnam WASHINGTON 20/9 — Sharp aðmíráll, yfirmað- ur samanlagðs flug-, sjó- og landhers Bandaríkj- anna í yietnamstyrjöldinni hefur lagt fram áaetl- un um sigur í stríðinu og felur hún m.a. í sér að hafnarborginni Haiphong verði alveg lokað og sex mikilvæg svæði önnur í Norður-Vietnam gjör- eyðilögð með loftárásum og fleiri banðarískar her- sveitir verði sendar til S-Vietnams. Aðmírállinn leggur þessa á- setlun fram að beiðni hermála- nefndar Öldungadeildar þingsins, sem fór þess á leit að hánn gerði grein fyrir því, hvað hann mundi gera í Vietnam ef hann fengi frjálsar hendur til þess. Sharp segir að mestu máli skipti að stöðva hergagnaflutn- inga Sovétmanna til Norður-Vi- etnams en ritskoðun hefur strik- að út svar hans við því, hvort Ráðagerðir manna eins og Sharps eru mjög tengdar ágætri frammistöðu fólks sem þessa loftvarn- arliða Norður-Vietnams, sem baka bandaríska flughernum mikið tjón á mánuði hverjum. Hann vill svipta þá vopnum og skotfærum með þvi að loka helztu höfniun landsins með loftárásum — árásum sem hlytu m.a. að bitna á sovézkum skipum. Væntanleg mikil verShækkuná mjólk vegna nýju umbúSanna? Loks á að taka upp kassalaga mjólkurhymur í stað hyrn- anna alræmdu hjá Mjólkursamsölu Reykjavíkur. En í stað þess að láta framleiða umbúðimar innanlands eru þær keyptar nær fullunnar frá Svíþjóð, lenda í háum tollaflokki og munu orsaka stórhækkun á mjólkurverðinu. Þjóðviljinn hefur undanfarna daga gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af forstjóra Mjólkur- samsölunnar til að spyrjast fyrir um þetta mál, en hann hefur ekki verið viðlátinn. Sölustjóri fyrirtækisins upplýsti hins veg- ar, að umræddar umbúðir, sem eru-' -tveggja lítra kassar, væru Skemmtun Al- þýðubanda- lagsins á Suð- urlandi Alþýðubandalagið á Suður- landi heldur samfagnað í Leik- skálum í Vík í Mýrdal laugar- daginn 23. sept. — Skemmtunin hefst kl. 21. DAGSKRA: ★ Rseður flytja þeir Björgvin Salómonsson og Karl Guð- jónsson aiþm. ★ Karl Guðmundsson leikari skemmtir. • ★ Dans á eftir. komnar til landsins og ekkert þvi til fyrirstöðu að byrja að pakka mjóikinni í þær annað en verð hefði enn ekki verið á- kveðið og bæri sex manna nefndinni að gera það. , Stórhækkun. Einn af sexmennin.gunum, Sæmundur Ólafsson, hrrngdi hins vegar til - Alþýðublaðsins fyrir nokkrum dögum og skýrði frá því, að sögn bllaðsrns, að nýju umbúðimar yrðu . ,,talsvert dýr- ari en hymumar eða sem nem- ur 30 — 40 aurturn á hvem lítra mjólkur“. Taldi Sæmundur, seg- ir blaðið, að „þessi aukalkostn- aður mundi nema hvorki meira né minna en um 20—milj'ón- um kr. á ári í Rvík og nágrenni, miðað við svrpaða mjólkumeyzlu og verið hefur umdanfarið, sem neytendur yrðu að grerða áeinn eða annan hátt“. Helmings tollahækkun Ekki gaf Sæmundur Alþýðublað- inu neina skýringu á því hvers vegna umbúðimar yrðu svodýr- ar, en samkvæmt upplýsingum, sem Þjóðviljinn hefur aflað sér er þessi hæMkun, 30—40 aurar á lýtrann eða 60—80 aurar á, hverja umbéóafroiuángM nwðaö^ við tvo lítra í kössunum, ekkr eingöngu vegna vandaðri 'um- búða, heldur og kannski fyrst og fremst vegna hækkunar f tollaflokki. Efnið í hyrnurnar var flutt inn í rúllum sem óunnin varaog fékk 15% toll. Efnið í nýju um- búðirnar flókkast hins vegar undir hálfframleidda vöru, að því er Bjami Hermannsson deildarstjóri í fjármólaráðuneyt- inu sagði Þjóðviljanum, og á í raun og veru að leggja á það 60 prósent toll, en ráðuneytið hefur ákveðið að lækka hann um helm- ing og fara nýju umbúðirnar þvi í 30 prósent tollaf’lokk. I»ví ekki á Islamdi? Óskiljanlegast í þessu móli er að umbúðirnar skufi ekki vera framleiddar í landinu, sérstak- lega þar sem fullkomnar verk- smiðjur eru. fyrir hendi í Rvík sjálfri trl framleiðslu á hvers kyns umbúðum. Því ekki að spara tollinn? Og því ekki að epara gjaldeyrinn og kaupa vinn- i^rna innanlands? Kassagerðin í Reykjavík hefur sem kunnugt er undanfarin x ár framieitt mjólkunimbúðir, sem þótt hafa nógu góðar fyrirýmsa staði úti á landi svo og fyrir hemámslíðið á Kefllavikurflug- velfi, — en ekki fyrir Rieykvík- singa, þott margur Reykvíkirvg- .>þcirinn hafi lawmazt til að smygla með sér frá Akureyri einum og FrambaM á 9. síðu. eyðileggja béri sovézkan varn- ing um leið og hann berst til hafnar þar. Hann segir að ein- beina eigi loftárásum á Hanoi- og Haiphonghéruð, sem eru með þéttbýlustu svæðum landsins, svo og að héruðum við landa- mæri Kína. Sharp sýndi nefnd- inni kort yfir 4£6 helztu skot- mörk á þeim sex svæðum sem hann vill gjöreyðileggja, en hann segir að af þeim hafi 184 enn verið látin í friði. Sharp lagði greinargerð sína fyrir hermálanefndina í ágúst- mánuði en ekki var látið upp- víst um hana fyrr en í dag. Hún varð til þess að nefndin mælti með stigmögnun lofthernaðarins gegn N-Vietnam og svo til þess að nefndarmenn gagnrýndu þau ummæli Mcjíamara varnarmála- ráðherra. að ekki væri hægt að þvinga Norður-Vietnam að samn- ingaborði með sprengjukasti. f dag kom til ákafrar stór- skotahríðar yfir hlutlausabeltið milli Norður- og Suður-Vietnam og særðist um einn tugur banda- rískra hermanna. Fimmtudagur 21. september 1067 — 32. árgangu.r — Zli, tölublað. íslenzkur sjémaSur lézt í Archangelsk íslenzkur sjómaður; skipverji á Arnarfelli, lézt af slysförum í Archangelsk í Sovétríkjunum aðfaranótt föstudagsins. Er ekki vitað hvers eðlis slysið var en sovézka lögreglan vinnur að rannsókn málsins og verða nið- urstöðumar sendar íslenzkum aðilum. í viðtali við Þjóðviljann sagði Hjörtur Hjartar, framkvæmda- stjóri skipadeildar SÍS að mað- urinn hefði verið í landi er slys- ið varð og væri sér ókunnugt um með hvaða hætti slysið hefði orðið, en maðurinn hefði látizt af því. Dr. Kristinn Guðmundsson, ambassador íslands í Moskvu flaug til Archangelsk á laugar- daginn til að kynna sér atvik slyssins og vera okkar mönn- um til aðstoðar í þessu máli, sagði Hjörtur. Skipverjinn hét Harry Sveins- son og var frá Dalvík. Hann var ókvæntur en laetur eftir sig móð- ur sem búsett er á Dalvík. Lík mannsins var flutt til Moskvu á sunnudaginn og verða hans jarðnesku leifar fluttar til íslands, sagði Hjörtur að lokum. BoriB blak af Stalín, Krúsj- ofgagnrýndur í sovéikri bék MOSKVU 20/9 — í nýútkominni sovézkri bók sem ætluð er komm- únistaflokksmönnum er Stalín nefndur merkur marxískur fræðimaður og leninisti sem hafi margt unnið fyrir sigur sósíal- ismans.' Bókin er eftir Pjotr Rodíonof og nefnist „Samvirk forysta — grundvallaratriði í stjórn flokks- ins“. Þar er mjög dregið úr þeirri gagnrýni á Stalín sem kom fram á tímum Krúsjofs og kölluð er eirihliða — þá hafi, segir Rodíonof verið dregið mjög úr þýðingu baráttu Stalíns fyrir sigri sósíalismans, sigri „sem ekki var mögulegur án þeirra manna í forystusveit sem voru hertir í baráttu og fullkomlega tryggir kommúnismanum". Rod- íonof segir að jafnvel á tímum Stalíns hafi samvirk forysta ekki horfið með öllu úr sögnnni.. Bók hans veit það eitt slæmt um Stalín að hann hafi staðið að ástæðulausum ofsóknum á hend- ur ýmsum kommúnistum á fjórða áratug aldarinnar. Krúsjof er hins vegar allmik- ið gagnrýndur í bókinni — seg- ir þar að hann hafi verið fljót- Telpa fyrir bíl Það slys varð í Reykjavík um miðjan daginn í gær að þrlggja ára telpa varð fyrir bifreið og meiddist á höfði. Gcrðist þetta á mótum Barónsstígs og Leifs- götu. Ekki er vitað hvort meiðsli telpunnar voru mikil, en hún var flutt á Slysavarðstofuna. fær, gert ’of mikið að því að taka einn ákvarðanir um mál og kennf öðrum um ef illa fór en þakkað sjálfum ,sér ef vel tókst til. 14 skip komin meðyfir3000 lestir síidar Samkvæmt bátaskýrslu Fiski- félags Islands voru um síðustu helgi 14 skip komin með yfir 3000 lesta afla á síldveiðunum norðanlands og austan. Afla- hæsta skipið var Jón Kjartans- son, Eskifirði, með 4126 lestirog Héðinn, Húsavík kom næstur i röðinni með 4003 lestir. Annars leit listinn yfir 14 aflahæstu skipin þannig út: Jón Kjartansson SU 4126, Héð- inn ÞH 4003, Dagfari ÞH 3748, Harpa RE 3671, Fylkir RE 3483, Jón Garðar GK 3460, Kristján Valgeir NS 3453, Náttfari ÞH 3368, Gísli Árni RE 3182, Hann- es Hafstein EA 3135, Asgeir RE 3106, örfirisey RE 3049, Asberg RE 3123, Örn RE 3014. Samvinna fI og Sameinaða Eimskipafélag íslands og Sam- einaða Gufuskipafélagið hafa gert með sér samning um sam- vinnu félaganna í milli, til bættr- ar hagkvæmni í siglingum milli íslands, Færeyja og Danmerk- ur. Samningurinn tekur gildi 1. janúar 1968, og samkvæmt honum tekur Eimskipafélagið að sér umboð Sameinaða á íslandi og Sameinaða tekur að sér um- boð Eimskipaféfagsins í Dan- mörku. Farþegaskip beggja félaganna verða í förum sumarmánuðina, þannig að Eimskipafélagið siglir milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar um Skotland og Sameinaða milli sömu hafna um Færeyjar. Á öðrum árstíma mun Eimskipafélagið eitt annast far- þegaflutninga og þá með við- komu í Færeyjum. — (Frá E.Í.). Furðufregnir um rúnasteina í USA EOS ANGELES 20/9 — Tveir Bandarikjamenn norskrar ættar O. G. Landsverk sagnfræðingpr og Alf Mange dulmálsfræðingur, segjast hafa ráðið gátur nokk- urra norrænna rúnasteina sem fundizt hafi í Bandaríkjunum og segja þá vera frá upphafi elleftu aldar. Góð veiði í fyrrakvöid—21 skip með nærri4000lestir Sunnan og suðaustan kaldi var fram eftir degi í fyrradag, en lygndi með kvöldinu. Var all- góð veiði um kvöldið og fram á nóttina. Veiðisvæðið var nokkrum sjómílum sunnar og vestar en undanfarna daga. Mörg skipanna héldu í veg fyrir Haf- öminn, sem verð^r við Jan Mayen eftir sólarhring. 21 skip tflkynntu um afla, 3.990 lestir. Dagfari ÞH Sigurborg SI Faxi GK Sæhrímnir KE Vikingur III ÍS 240 180 180 190 150 Guðbjörg ÍS 250 Skarðsvík SH 180 Kristján Valgeir NS 290 Sigurvon RE 200 Pétur Thorsieinsson BA 140 ísleifur IV. VE 180 Björg NK 140 Akurey RE 260 Helga RE 200 Sunnutindur SU 160 Ásbjörn RE 160 Jörundur H. RE 160 Helgi Flóventsson ÞH 150 Ingvar Guðjónsson SK 210 Gullberg NS 170 Sveinn Sveinbjörnss. NK 200 Segjast þeir hafa unnið í fimm ár að því að ráða letrið á stein- unum, sem margir hafi talið falsað, en það hafi í raun réttri verið dulmál, og hafa þeir lesið úr því nöfn úr rómversk-kaþ- ólsku kirkjualmanaki. Þeir félagar segja elztu áletr- unina vera á steini, fundnum við Byfilield í Massachusetts og sé hún frá 24. nóvember 1009 eða skömmu eftir að Leifur heppni fann Ameríku. Þrjá steina segja þeir fundna 2400 km. sunnar. í Oklahoma og séu þeir frá 1012, 1015 og 1022. Segja þessir menn sig ekki í vafa um að Vínland hafi verið þar sem nú er Nýja England, og 1 liklega þá einmitt ríkið Massachuttes. Fékk styrk til náms í Cambridge Dúxinum úr menntaskólanum í Reýkjavík sl. vor, Þórarni Hjaltasyni, syni læknanna frú Olmu Þórarinsson og Hjalta Þórarinssonar, hefur verið veitt- ur styrkur til náms í verkfræði við Trinity College í Cambridge. ) \ I t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.