Þjóðviljinn - 21.09.1967, Síða 3

Þjóðviljinn - 21.09.1967, Síða 3
Fimmtudagur 21. septemiber 1067 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J Þrjú Norðurlönd ákmra herforingjastjórnina skipið fór á flot — heitir Queen Elisabeth II. Athygli manna um víðan heim beinist að urlögum pólitískra fanga í Grikklandi — síðast i gær lýsti ítalskur talsmaður samtak- anna Amnesty International yfir því að 3500—6000 slíkra fanga grískra fengju ekki sæmilega lögfræðilega aðstoð, en liann kom þá beint frá Grikklandi. í gær gerðist það einnig að Danmörk, Noregur og Sviþjóð báru fram ákæru á hendur grísku herforingja- stjórnarinnar fyrir Evrópuráðinu í Strasbourg fyrir það að hún hefði brotið þá mannréttindasamþykkt sem Grikkland hefur ritað undir bæði að því er varðar persónufrelsi, málfrelsi, fundafrelsi og trúfrelsi. ísland á ekki aðild að þeirri ákæru. — Myndin sýnir fangabúðir á eynni Jaros en þar eru flestir pólitiskir fangar grískir í haldi við illa aðbúð. Fjölmennasta Afríkuríkið að liðast sundur Nýtt ríki, Benin, var stofnað í M-vesturhéruium Nígeríu LONDON 20/9. — Miðvesturhéruð Nígeríu hafa lýst sig sjálfstætt ríki og eru þar með annað svæðið í landinu sem segir skilið við sambandsstjórninia í Lagos — að því er tilkynntv ar í útvarpi frá höfuðborg héraðanna, Benin í dag. Austurhéruð landsins sögðu skilið við sambandsstjórnina í maí og lýstu yfir stofnun lýð- veldisins Biafra. í útvarpssend- ingunni, sem hleruð var í Lond- on í dag, kemur það fram að miðvesturhéruðin kalla sig nú „Hið sjálfstæða lýðveldi Benin“, og kenna sig við borgina sem er BLAÐ- DREIFING Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Kaplaskjólsveg Hjarðarhaga Seltjarnarnes ytra Reykjavíkurveg Framnesveg Hringbraut Tjarnargötu / Lönguhlíð ÞJÓÐVILJINN. Sími 17 500. gamalt menningarsetur í Níg- eríu. í íyrra mánuði lögðu hersveit- ir frá Biafra undir sig Benin en i gær var það haft eftir heim- ildum í Lagos að þær væru nú að halda þaðan. \ Það var yfirmaður hersins í Benin, Albert Okonkwo herlækn- ir, 35 ára gamall, sem lýsti yf- ir stofnun lýðveldisins, en hann myndaði „óháða stjórn" þar er Biaframenn lögðu undir sig hér- aðið. Hann sagði að Benin mundi hafa samstarf við Biafra, virða alþjóðlega samninga og Aðstoð Frakka við Quebac PARÍS 20/9 — De Gaulle forseti ætlar bersýnilega að fylgja eft- ir loforðum um aðstoð við franska Kanadamenn: nú hef- ur verið ákveðið að haldnir verði reglulegir fundir franskra ráð- herra og ráðherra frá Quebec- fylki í Kanada um samstarf mill þessara aðila. sækja um upptöku í SÞ. Ekki er enn vitað hvaða áhrif stofn- un Benins kann að hafa á hern- aðarástandið í Nígeríu. Landið Það svæði sem nú kallast lýð- veldið Benin er 39 þús. ferkm., mestmegnis þykkir frumskógar. íbúarnir eru um 2,5 miljónir og af mörgum þjóðernum. íbúar höfuðborgarinnar, Benin, eru um 54 þúsund. Sem fyrr segir er hún gamalt menningarsetur og þykja munir úr fílabeini, tré og bronzi þaðan ættaðir meðal þess ágætasta í þjóðlegri list Níg- eriu. Ilerlæknirinn Okonkwo er kominn til pólitiskra áhrifa fyr- ir sakir hinna heiftúðlegu átaka milli þjóðflokka sem nú hafa um hríð lamað Nígeriu. Hann er sjálfur af Ibo-þjóð, sem er #í meirihluta í grannríkinu Biafra og hefur verið herstjóri f Benin síðan Biaframenn tóku Miðvest- urhéruðin. Hann var áður her- læknir í sambandshernum; menntun sina hlaut hann í Bandaríkjunum. Siðustu fréttir Frá Lagos, höfuðborg Nígeríu, bárust þær fréttir seint í gær- kvölud að sambandsherinn hefði haldið inn í höfuðborg hins ný- stofnaða ríkis í dag. ísland á varfor- seta hjá SÞ NEW YORK 20/9 — f dag voru kosnir 17 varaforsetar allsherj- arþings SÞ. Meðal þeirra eru fulltrúar stórveldanna fimm eins og venja er til og að þessu sinni var fulltrúi íslands einn þeirra sem kosinn var. Varaforsetarnir sitja í stjórnarnefnd þingsins sem kom saman í dag til að ræða dagskrármál. GLASGOW 20/9 — I dag var hleypt af stokkunum nýju lysti- skipi Cunardskipafélagsins og gaf Elísabet drottning önnur því nafn sitt við hátíðlega at- höfn og fagnaðarlæti og batt þar með cnda á mikil veðmál um nafngift skipsins. Vi'kum saman höfðu menn velt því fyrir sér hvað þetta skip, sem er arftaki „Queen Mary“ og „Queen Elizabeth" ætti að heita. Þau skip eru nú að syngja sitt siðasta vers, Queen Mary er í síðustu ferð sinni og systurskip þes hverfur einnig af höfum er „Queen Elizabeth II.“ tekur til starfa eftir tvö ár. Hið nýjaskip á að bæta Gunardskipafélaginu mikinn taprekstur á eldri skipun- um. Það er 58 þúsund mál, eða þriðjungi minna en fyrri drottn- ingar hafsins, en getur tekið jafnmarga farþega. í því ermik- ið notað af áli og plasti og get- ur það komizt um bæði Súez- og Panamaskurð ef með þarf. ■Eérfræðingar hailda samt að þetta skip verði hið síðasta í tölu risa- lystiskipa, sem standa illa að vígi í samkeppni við flugfélög- Fellibylisrlitn drap 26 manns BRONSWILLE 20/9 — Bellibyl- urinn Beulah fór um suðvestur- strönd Texas í dag og varð þrem mönnum að bana og olli mikilli eyðileggingu í borginni Bronsville. Fellibylurinn hefur þegar grandað 26m öhnum á þriggja vikna ferð sinni um Kar- íbahaf. Aukin andstaðagegn menningarbyltíngu MOSKVU 20/9 — Baráttan milli Maosinnaðra hermanna og ánd- stæðinga Maós úr röðum verka- manna og bænda hefur svo til alveg lamað allan iðnað í Mansj- úriu í norðausturhluta Kina, að því er sovézka stjórnarmálgagn- ið Ízvestía skrifar í dag. Blaðið getur ekki um heimild- ir fyrir þessari frétt en bætir við að Maósinnuð byltingarnefnd hafi misst' stjóm á Sjentsjúang- fylki í Suðvestur-Kína, en þar eru um 80 miljónir íbúa. Segir blaðið að bændur þar í fylki hafi margir hverjir yfirgefið jarðir sinar og haldið til borganna og Bandarísk hjálparsamtök hætta störfum í S- Vietnam % — í mótmælaskyni við hemað landa sinna SAIGON 20/9 — Fjórir foruátu- menn alþjóðlegra hjálparsam- taka bandarískra, I.V.S., sem starfa í Suður-Vietnam hafahætt störfum í mótmælaskyni við stefnu Bandaríkjanna þarílandi. Þá hafa 49 starfsmenn samtak- anna sent Johnson forseta opið bréf með kröfu um að gerðai verði ráðstafanir til að takmanka hernaðinn og hætta loftárásum á NoVður-Vietnam. Um það bil 170 sj áilfboðal iðar frá IVS vinna í Suður-Vietnam við landbúnað, kennslu og skipu- Iagsstörf og er þetta stærsta hjálparsveit sinnar tegundar í lartdinu. Forustumenn IVS segjast hætta störfum vegna grundvallarand- stöðu við stefnu Bandaríkja- stjórnar og • samúðar með viet- nömsku þjóðinni sem verður i æ rííkari mæli fyrir barðinu á þesgari stefnu. í opna bréfinu er Johnson hvattur til að viður- kenna fulltrúa frá Þjóðfrelsis- fylkingunni til friðarsamninga og að láta alþjóðlega friðarnefnd um að leysa Vietnamstríðið. Kúbumenn gengu af fundi hjá SÞ NEW YORK 20/9 — Sendisveit Kúbu hjá SÞ gekk af fundi Alls- herjarþingsins í morgun til að mótmæla því að Bandarísk yfir- 'völd höfðu haldið meðlimum sveitarinnar kyrrum á Bahama eyjum. Aðalfulltrúi Bandaríkj anna, Goldberg, vísaði ásökun inni á bug. ber blöð í Peking fyrir þeim fréttum. ' Fréttamaður pólska blaðsins Txúbuna Ludu í Pekingsegir að blöð þar í borg gefi til kynna að andstaðan gegn menningarbylt- ingunni fari vaxandi í Kína og að valdabaráttunni þar verði vart lokið á þessu ári. Þá játi blöðin og aukna pólitíska ringul- reið og efnahagslega örðugleika. 110 manns hand- teknir í kyn- þáttaóeirðunum NEW YORK 20/9 — Nú er aft- ur komin á röð og regla í borg- unum Dayton í Ohio og Hart- ford í Connecticut, en þar.voru 110 manns handteknir og tveir lögreglumenn særðir í miklum kynþáttaóeirðum sem þar urðu í nótt leið. í Dayton brutust óeirðir út eft- ir fund sem skipulagður var af samtökunum Svart vald. Þátt- takendur fundarins mótmæltu því að þeldökkur félagsmála- starfsmaður var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni við vopnaleit í blökkumannahverfi bæj arins. Vopnaviðskipti við Súezskurð KAIRO 20/9 — Til vopnavið- kipta kom við Súezskurð í morg- un. Israelsmenn segjast hafa ilaskað þrjá herbáta egypzkasem sigldu um skurðinn, en Egyptar segja engin egypzk skip hafa verið á ferli — hinsvegar hafi Israelsmenn drepið einn óbreytt- an borgara og sært átta með skothríð í morgun. Tvð hús hafi eyðilagzt. Stór bókamarkaður Stór málverka- og bókamarkaður Klapparstíg 11. Týsgötu 3. Vér bjóðum yður á stóran málverka- mynda- og • bókamarkað. — Fjölbreytt úrval og mjög lágt verð á mál- verkum og bókum eftir íslenzka og erlenda höfunda. — Notið þetta einstæða tækifæri. — Þér fáið mikið fyrir fáar krónur. KOMIÐ — SKOÐIÐ — KMIPIÐ. SJON ER SÖGU RÍKARI. BÓKAMARKAÐURINN, Klapparstíg II. MÁLVERKASALAN, Týsgötu 3 — Sími 17602. A

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.