Þjóðviljinn - 21.09.1967, Side 7

Þjóðviljinn - 21.09.1967, Side 7
A!dörminrÉng Sigurfón Fríðjónsson skáld á Litlu Luugum I. Á síðari helmingi síðustu aldar, varð víéa um landmi’kil vakning í atvinnu- og menn- ingarmátum. Þessi vakning þróaðist misjafnlega í landinu, en ber í kjölfestu sinni og und- irstra'umum kjarnaríkan þroska enn þahn dag í dag í sumum héruðum landsins. Hvergi er þetta jafn glöggt og í Þingeyj- arþingi. I Þingeyjarsýslu vai'ð alþýðufölk og bændur gagn- tekið á straum breyttra tíma. Það var hvatt tii dáða af dug- miklum forusumönnum. Fram- kvæmdir hugsjónanna, urðu margþættar, menningar- og at- vinnulegar, en ekki sizt i sjálfri sjálfstaeðisbaráttu þjóðarinnar. Jón Sigurðsson alþingismaður á Gautlöndum ,var vakningar- maðurinn mikli í heimahéraði sínu og um Eyjafjörð. Stefna hans var heillandi og rismikil í framkvæmd. I rökum sögunn- ar ber hun kbstafnikinn ávöxt til hags og vaxbar kynslóðun- ym, jafnt um Þingeyjar- og Vaðlaþing. En ævi Jóns á Gaut- löndum vai’ð öll í miðju starfi. Hann lézt af afleiðingum slyss á leið til alþingis árið 1889. En ungir menn og konur í ríki hans létu ekki merkið falla. Það var hafið til vegs og gengis af festu og einurð. 1 sögunni slær Ijöma af signan- um.af frámkvæmd glæstra hug- sjóna brautryðjandans í sveit- unum norðan Öxnadalsheiðar. Svo er oft í sögu, að kjarn- mestu og þr oska vænlegustu sprotamir váxa, þar sem mest er harðréttið. Þingeyjarþing er eitt harðbýlasta hérað landsins. Þar er veturinn oft harður, langur og snjóaþungur og tröll- aukinn í nístandi kulda Dumbs- hafsins- Þar' verða bændur að bíðg lengst eftir vorþeynum. Vorið, lífgjafinn mikli, flytur í sunnanvindi af fjöllum yl í dalinn, og gleðin ómar seið- mjúk af hörpu skáldsins: Sumarmildur sunnanblær sól og vor um dalinn Ieiðir. Morgundöggin tindrar tær, um tún og haga blómið grær. Hörpu foss í hömrum slær, hótar, Iaðar, knýr ogseiðir... Þá verða hamingjudagar. Skáldinu og hugssjónamannin- um verður vorilmur í dalnum hvatning. Hugsjónirnar er kviknuðu í næði vetnarins, verða glæddar endumærðum vonum, færast nær veruleikarmm. Það var draumur um kaldan vetur að byggja upp nýtt og betra, bæta og endurnýja hið gamla, jafnvel þjóðfélagið sjálft, og víkja af braut tálma, næðings og kulda. Svo varð raunin í ævistarfi skáldsins, bóndans og hugsjónamannsins, Sigurjóns Friðjónssonar á Fitlu Laugum í Reykjadal. En í dag eru Kðin hundrað ár frá fæðingu hans. II. Sigurjón Friðjónsson erfædd- ur 22. september 1867 á Sílalæk í Aðaldal. Foreldrar hans voru hjónin: Sigurbjörg Guðmunds- dóttir og Friðjón Jónsson bóndi þar. Hann ólst upp í föður- garði, en étskrifaðist tvítugur úr búnaðarskólanum á Eiðum. Árið 1892 kvæntist hann Krist- ínu Jónsdóttur frá Rifkelsstöð- um í Eyjafirði, og hóf búskap á Sandi í Aðaldal, og bjó þar til ársins 1906, en fluttist þá til Einarsstaða f Reykjadal, og bjó þar til ársins 1913. Þá flutt-' ist hann að Litlu Laugum í Reykjadal, Og fékk þar hálf- lendu 111 ábúðar, en síðár alla jörðina. Við þann bæ er hann jafnan kenndur, og gerði þar garðirm frægan, jafnt af bónda- starfinu, félágsmálastarfi, skájd- skap sínum og hHgsjórrum, er hann höf til festu í framkvæmd f æskuhéraðS sfnu, sesku þess til þroska og mennta. Ævistarf hans varð mi'kið og fjölskrúð- ugt, enda var Sigurjón stór- hrotinn af aHri gerð, víðfeðm- ur andi hans fékk viðfangs- efni margþætt, en samt sem áð- ur hefðu afrek hans orðið meiri, hefði skáldið og hugsuð- urinn íengið lífskjör og skil- yrði, er hentuðu gáfum hans og hæfileikum betur. Þegar hinn glæsilegi '• foringi nórðlenzkra sveita, Jón Sigurðs- son á Gautlöndum, féll frá í ’miðju lífsstarfi, var Sigurjón Friðjónsson 22 ára. Þá varhann starfandi á búi föður síns, ný- kominn úr skóla úr fjarlægu héraði, bíðandi og væntandi hins ókomna, endurnærður af hugsjónum nýrrar aldar, jafnt í menningar-, félagslegum og stjórnmálalegum efnum. Þing- eyskir stjórnmálamenn mótuðu þá meira en nokkum tíma fyrr og síðar stjóramál landsinsalls. Benedikt Sveinsson sýslumaður Þingeyinga, var að móta og marka lokatakmark endúrskoð- unarinnar. Stjórnmála- og fé- lagslegur áhugi var mikill í héraðinu. Bóndasonurinn ungi á Sílalæk hreifst svo af stefnu þessari, að honum varð hún mest hugsjón meðan hún var við líði. Brátt kom í ljós, eftir aðSig- urjón Friðjónsson fékk stað- festu, að harin varð í fremstu röð bænda til forustu í félags- málum. Hann varð sýshmefnd- aiTnaður í Aðaldal, deildar- stjóri í Kaupfélagi Þingeyinga um fjörutíu ár- En eftir að hann fluttist í Reykjadal, varð hann þar hreppsnefndarmaður og oddviti um áratugi. Á þess- um árum voru þessi félagsstörf að vissu leyti brautryðjenda- störf, því að þau voru í mótun í raun, Sigurjóni tókst vel að vinna að málefnum sveitunga og stéttarhræðra. En bráttvarð hlutverk hans meira. Árið 1894 varð Pétur sonur Jóns á Gautlöndum, síðaT ráð- herra, alþingismaður Suður- Þingeyingá. Hann fylgdi stefnu föður síns og varð Heimastjóm- armaður, eftir að sá flokkur var stofnaður. Árið 1916 fór landskjör fram í fyrsta sinn. Sigurjón á Litlu Laugum skip- aði þriðja sætið á lista Heima- stjórnaraianna. Árið 1918 tók hann sæti á alþingi að Hann- esi Hafstein látnum, og sat á alþingi út kjörtímabilið til árs- ins 1922. Brátt kom í Tjós, þeg- ar Sigurjón Friðjónsson hóf stjómmálaferil sinn, að hann var víðsýnn framfara- og fé-^ lagshyggjumaður, reyndur ©g^ þjálfaður af félagshyggju æsku- héraðs síns. Þegar flokkaskipun- in riðlaðist, átti hann ékki lengur leið með fyrri samherj- um, því til þess treysti hann of mikið á félagsanda og bætt þjóðfélag í anda fremstu fram- vindu samtíðárinnar. Hann skildi brátt, að bændur og sveitaalþýðan, átti að • fylkja sér við hlið hinnar ungu verka- lýðsstéttar kaupstaðanna, eign- ast traustan og krafmikinn flokk, er allt vinnandi fólk stæði að- Sigurjón skáld áLitlu Laugum sýndi þetta glögglega f verki. Þegar Sameiningar- flokkur alþýðu — Sósfalista- flokkurinn var stofnaður varð haim einn stofnenda hans- Það vakt.i athygli um allt land, þeg- ar hann fylkti sér { lið rót- tækustu manna landsins og hafði mikil áhrif í heimahér- aði sínu, og býr þingeysk al- þýða enn þann dag f dag, að því að hafa að nokkru hlýtt kalli hans og forsjá í bættum stjórnmálaskoðunum. Á fyrstu tugum h'ðandi ald- ar, voru skólamál sveitanna mjög í molum. Sveitaæskan þráði aukna menntup og fræðslu. Skólamáljin urðu því mjög á dagskrá, enda hafði Hannes ráðherra Hafstein markað þar glögg mót, með almennri barnafræðstu. í Þing- eyjarsýslu var hafið skölahald fyrir unglinga við ófullkomin skilyrði. En liugsjóna- og fé- lagshyggjumaðurinn, Sigurjón skáld á Litlu Laugum, sá þrátt að betur yrði að vinna svo far- sæl og áhrifamikil láusn feng- ist til heilla fyrir framtíðina. Hann vann öruggt og mark- víst að því, að skólamál hér- aðsins kæmust á fastan grund- völl. Hann gaf hluta af eign- arjörð sinni til skólabygging- ar og lét jafnframt verðandi skóla í té afnot af jarðhita. Síðan varð skóli byggður á Litlu Laugum og varð brátttil fyrirmyndar. Fordæmi (Sigur- <3> FAR VEL \ Nú sjónvarpsgeislinn heldur vestur um haf til heiima sinna — er okkur tóninn gaf. Nú íslenzk menning ein skal um það fær að annast hvað í skauti hennar grær. \ t | 1 Þó harma sumir horfinn geislabaug, \ og hríslast Natóskjálfti um hverja taug. \ Þeim finnst bezt henta hverri smárri þjóð ) að hlýða, skríða, sjúga og vera góð. í í Víetnam er dæmið skýrast skráð. ij Þar skriðdýr nokkur báðu um vestan náð og fengu hana — blý og eld og blóð — í brunagjalli flakir land og þjóð. Frímann Einarsson. __________________________ jóns um gjöf ktrKjs og jarð- hita fyrir héraðssbólann á Laugum, varð lika hugsjómar- mönnum annarsstaðar í land- inu hvatning og fyrirmynd. Hlutur Sigurjóns er þvi mikill í skóla- og menntamálum dreiftoýlisins — og mætti oft- ar minnast þess en gert er. . III. Bóndastarfið hefur alltaf þótt erfitt, tímafrekt og lýj- andi. En þegar við það bætist mikil félagsmálastarfsemi og bókmenntaiðja, er öruggt, að' ekki er alltaf mikill tími til hvíldar. En það er svo, að sumir menn virðast hafa tíma • til alls. Þeir geta sinnt öllu, allsstaðar náð árangri, jafnvel meiri eftir því sem þeirskipta kröftunum meira. Svo virðist mér að hafi orðið á ævi Sig- urjóns skálds frá Litlu Laug- um. Sigurjón ritaði allmikið í blöð og tímarit og hefur vafa- laust farið í það allrnikill tfmi. En fyrstu ljóðabókina gaf hann út 1928 og hét hún Ljóðmæli. Árið 1929 kom út bókin. Skrifta- mál einsetumanneins, þá, Þar sem grasið gi-ær (smásögur) Heyrði ég í hamrinum I.\ 1939, sama II- bindi 1940, sama III* bindi 1944, Bamið á götunni 1942 og Or djúpi þagnarjnnar 1938. Skal nú nokkrum orðum farið um skáldskap Sigurjóns, Firrantiidagur 21. september 1967 þó jdássið leyfi ekki langar hiígieiðingar. Sigurjón skáld Priðjónsson vakti þegar athygli mína á aeskuárum. Ég las Ljóðmæli hans og hreifst af Hinni ljóð- raenu kynngi, sem hann hefur yfir að ráða í svo ríkum mæli. Ef til viH er hann eitt þeirra skálda þessarar aldar, er legg- ur mesta vinnu í að fága Ijóð sín svo, að varla finnst í. þeim misfella. Ljóðræn leikni hans og einfaldleiki í formi minnir £ mörgu á beztu vísur í rím- um Sigurðar Breiðfjörðs og Árna Böðvarssonar, en efnið er ánnað og boðskapurinn ó- líkur. En lipurðin leynir sér hvergi, hvort heldur litið er á þýðingar hans eða frumyrk- ingar. Á stundum eru ljóð hans að gerð og anda líkust Edduljóðunum, enda minnist hann þeirra í formálanum fyr- ir Ljóðmælum. Þar kemur grefnilega fram skoðun hans á ljóðagerð og jafnframt stefna hans sjálfs. Hann bondir á hinn ómræna mátt ljóðsins, en hins vegar leggur hann á hilluna hið myndræna ljóð. Þessi stefna er í framkvæmd skálds- ins í ljóðagerðinni í fullu sam- ræmi við boöskap hans. Hið ómræna eða ljóðræna er ríkj- andi og ber ef tii vill hæst í stökuforminu, enda er með- ferð efnis og forms ferskeytl- unnar fyrst og fremst bundið því ómræna í formi og Iist- f ljóðabókunum þremur, Heyrði ég í hamrinum, er þroski skáldsins mestur í ljóða- gerðinni. Þar leikur hann á hörpu Ijóðagyðjunnar af heill- andi krafti hinnar fornu og sönnu Ijóðlistar fslendinga, eins og bezt veröur á kosið. I Helga rímum Hálfdánarsonar, hverfa hin myndrænu tákn hinnar ytri sögu, en listskálds- ins er að sveipa fágaðarljóð- rænar tilfinningar í samræmt fOrm hinnar fornu hefðar rímnaskáldanna. Sigurjóni tekst þetta svo af ber og eru margar vísur rímnanna hvort tveggja í senn, listrænar íformi og stefjahreinar. Mörg áfljóð- um Sigurjóns eru sérstaklega vel fallin til að flytjast við — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J undirleik eða vera uppistaða í söng og lagi. Sigurjón þýddi ljóð eftir mörg erlend skáld og fórstþað vel úr hendi. Mér virðist að sænska skáldið Gustaf Fröd- ing sé uppáhald hans. En einn- ig þýðir hann Ijóð eftir fleiri skáld Norðurlanda, og ensku- mælandi skáld og þýzk. Því miður leyfir rúmið ekki að rekja meira um skáldskap Sig- urjóns á Litlu Laugum. En það er von mín öll, að bráð- lega verði verk hans gefin út í handhægri heildarútgáfu. Ég. tel, að þau eigi einmitt brýnt erindi til æskufólks á atómöld, þegar fáir skilja eða meta hið ijóðræna og fagra ómræna form í aldalangri Ijóðhefð ís- lenzku þjóðarinnar. Að runnum ég öxi sá ríða, hin finuiðu tré felld voru og muíin í svörð. Sá frjóanga rísa upp af rótum. Sá roða af nýjaðri jörð- Sá .koma fram máttug-an leiðtoga lýðs, með ljós yfir þjóðar spor. Ég sá inn á fegursta sumarland, inn í syngjandi ''fagnaðarvor. Ég sá koma leiðtoga lýða mcð Ijós yfir jörð og vegi frá manni til manns. Sá ræningja hætta að ræna. Sá ratað frá villu til sanns. Sá ástúð vaxa f vormorguns dýrð og veita réttindnm Iið. Sá vaka í huga yfir Iambi ljón og Ieika birnu við kið. Ég sá yfir frjósamar sveitir, sólskin f bæ. Með fögnuði hönd veita hönd. Sá réttvísi ráðspeki njóta, sá ráðdeild um gróandi Iönd. Við ofbeldi stjórnvísi stugga ég sá, um stettardrátt haldinn vörð. Ég sá hinum heilaga helgað líf. Sá hamingju um alia jörð. Boðskapur þessara þriggja erinda skáldsins eiga sannar- lega erindi til samtíðarinnar. Jón Gíslason. Sýnið dýrunum nærgætni Frá sambandi Dýraverndun- arfélaga Islands hefur Þjóð- viljanum borizt eftirfarandi: I. Slátrun búfjár. Samband Dýravemdimarfé- laga Islands (SDÍ) leyfir sér að vekja athygli á nokkrum meginatriðum reglugerðar um slátrun búfjár: 1) Þegar búfé er slátrað skal þess gætt, að eitt dýrið horfi eigi á slátrun annarra og að þau dýr, sem til slátrunar eru leidd, sjái ekki þau sem þeg- ar hefur verið slátrað. Enn- fremur sé þess vandlega gætt að blóð og gor renni ekki und- ir búfé 'sem bíður slátrunar. 2) 1 hverju sláturhúsi skal vera sérstakur bapaklefi. 3) Eigi mega aðrir deyða bú- fé en fullveðja og samvizku- samir menn, sem kunna að fara með bau áhöld sem heim- ilt er að nota við deyðingu. 4) Böm innan 14 ára aldurs mega ekki vera viðstödd eða aðstoða við deyðingu búfjár, t.d. hræra í blóði, blóðga o.s. frv. 5) Við slátnun skal þess á- Vallt gætt, að dýr sé meðvit- undarlaust, áður en því er látið blæða með skurði eða hjartastungu. 6) Ekkert dýr má deyða með hálsskurði, mænustungu né hjartastungu, hvorki við heima- siátrun eða í siáturhúsi. 7) Hross, nautgripi og svin skal deyða með skotvopni, sauðfé og geitfé annað hvort með skotvopni eða helgrímu- 8) Að marggefriu tilefni- skal vakin áthygH á því að brynna þarf og gefa fWVur þeim slátur- dýrum, sem geyma verður á slátrunarstað yfir nótt eða helgi. Vegna stórgripa, sem geyma þarf, er til þess mælzt, að í sláturhúsunum, þar sem stórgripaslátrun fer fram, 'séu básar búnir jötu og brynning- artækjum. Ath.: Þar sem rgnnsóknir hafa sýnt að hinar nýju „hljóð- Iausu“ fjárbyssur eru á allan hátt mannúðlegri en hinar eidri, eru sláturleyfishafar hvattir til þess að afla slátur- húsum sfnum slíkra tækja. n. Göngur og réttir ei*u aðhefj- ast, þvi eru framundan stór- felldir rekstrar á búfé eða flutningar með vögnum og skipum. Samband Dýraveradunarfé- laga Islands leyfir sér því að vekja athygli á eftirfarandi atriðum reglugerðar um með- ferð búfjár við rekstur og flutninga: 1. Við rekstur og flutninga skal ávallt sýna búfé fyllstu næi-gætni, svo að þvi líði eins vel og kostur er. 2) Þegar sauðBé er • flutt á bifreiðum, skal ávallt haía gæzlumann hjá því, jafnvelþó um skamman veg sé. áð ræða. 3) Sérstaka athygli vill stjórn SDÍ vekja á því, að samkvæmt gildandi reglugerð um flutn- ing búfjár er algerléga óheim- ilt að flytja búfé í tengivögn- um (t.d. jeppakerrum eða heygrindum), sem eigi er leyfi- legt að hafa menn í til gæzlu- 4) Bifreiðar þær," sem ætlað- ar eru til sauðf járflutnlnga, skal útbúa með pallgrindum, sem skulu vera svo þéttar, að eigi sé hætta á, áð dýrin festi fætur í þeim, og gerðar úr traustum, sléttum við, án skarpra brúna eða homa. Eigi skulu slíkar pallgrindur vera lægri en 90 cm. Hólfa skal pall sundur i stíur, er rúmi eigi yfir 12 kindur. Ef flutningsleið er lengri en 50 km á að hólfa pallinn sundur í miðju að endilöngu, svo að engin stía nái yfir þveran flutningspall. 5) Á pallinum sé komiðfyr- ir þeim útbúnaði, sem bezt dregur úr hálku, svo búfé nái að fóta sig sem bezt. Séu not- aðar grindur, lfkt og þær sem tíðkast í fjárhúsum, skulu rim- ar vera tvöfaldar, þær efri þversum á bílpallinum og þétt- ari en rimar í fjárhúsgrindum. 6) Leitazt skal við að flytja fé meðan dagsbirtu nýbur. Verði þvi eigi við komið, skal hafa Ijós á bifreiðarpalli, svo vel sjáist um allan palilinn meðan á flutningi stendur. 7) Til þess að forðast hnjask eða meiðsli skal búa svo um, að unnt sé að láta búfé ganga á flutningspall og af. 8) Ef flutningur lekur lengri tfma en 12 klst., skal sjá dýr- unum fyrir nægilegu fóðri og vatni. Vakin skal athygli gangna- manna á því, að tekin sé fjár- byssa með f göngur, svodeyða roégi lemstrað fé með skoti. Varast skyildu gangnamenn að reiða eða flytja á annan hátt lemstrað fé. 1 stjórn S.D.I.: Þorbjöm ,Tó- hannesson, form., Tómas Tóm- asson, varaform., Hilmar Norð- f.iörð, gjaldkeri, Þorsteinn Ein- arsson, ritari, Asgeir ó. Ein- arsson, Guðmundur Gíslason Hagalín, Þórður Þóröarson. » t i t l

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.