Þjóðviljinn - 21.09.1967, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 21.09.1967, Qupperneq 4
4 slÐA — ÞJÓÐVILJ-INN — Kmmtudagur 21. september 1067. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Gudmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 linur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. t-------:--------;-------------------------------------------------- Nema á íslandi m J samningum okkar við Skandinavíuríkin þrjú um lendingarréttindi Loftleiða hefur það komið á- kaflega skýrt fram að skandinavísku ríkisstjóm- irnar telja það verkefni sitt að vemda hagsmuni SAS. Þau vilja ekki heimila neina frjálsa sam- keppni; þau vilja ekki láta þegna sína njóta þess að Loftleiðir bjóða mun lægri fargjöld en SAS á ferðum yfir Atlanzhaf, heldur telja þau sér óhjá- kvæmilegt að setja höft sem þrengja mjög að Loft- leiðum. Ekki er ástæðan sú að SAS eigi við fjár- hagsörðugleika að stríða, heldur hefur félagið safn- að ofsagróða á undanförnuim árum; ekki er ástæð- an heldur sú að ríki þau sem að SAS standa eigi í 'bágindum, þau em í hópi auðugustu ríkja heims og Svíþjóð stundum talin það auðugasta að tiltölu við folksfjölda. Ekki fylgja stjómir þessara landa heldur neinni haftastefnu; þær aðhyllast svokall- að frjálst efnahagskerfi — en telja engu að síður nauðsynlegt að stjórnarvöld setji skorður til þess að vemda hagsmuni innlendra fyrirtóekja. Jþessi almennu sannindi mættu verða ríkisstjórn íslands nokkurt umhugsunarefni. Hér hefur hið svokallaða frjálsa éfnahagskerfi verið látið vaða uppi í algeru stjórnleysi án þess að nokkuð væri hugsað um hag íslenzkra atvinnuvega. Erlend fyr- irtæki hafa fengið að leika hér lausum hala og hrifsa til sín verkefni sem áður voru unnin innan- lands og afskipti stjórnarvaldanna verið þau ein að gera innlendu fyrirtækin ósamkeppnishæf með óðaverðbólgu, lánsfjárskorti og ranglátum tolla- ákvæðiim. Þetta hefúr gerzt í fjölmörgum grein- um neyzluvöruiðnaðar. Stálskipasmíðar íslendinga virðast nú vera að s'töðvast en í staðinn em skipin saníðuð erlendis — ekki sízt í Noregi og Svíþjóð, þeim ríkjum sem setja strangar hömlur til þess að koma í veg fyrir að Loftleiðir verði of nærgöng- ular við SAS. Fjölmörg verkéfni í sambandi við' stórframkvæmdir hérlendis hafa verið falin er- lendum verktökum og fyrirtækjum, enda þótt inn- lendir aðilar hafi haft alla aðstöðu til þess að vinna þau verk, og ríkisstjórn íslánds hefur ekki sýnt minnstu tilburði til þess að mæla svo fyrir að ís- lenzkir aðilar skuli sitja fyrir að öðru jöfnu. Þann- ig mætti taka dæmin af flestum sviðum. ^ennilega finnst ekki sú ríkisstjórn í víðri ver- öld sem litið hefur á kenninguna uim frjálst efnahagskerfi á jafn barnalegan og skammsýnan hátt og sú íslenzka. Meira að segja í Bandaríkj- unum eru 1 gildi fjölmargar reglur sem tryggja eiga forréttindi innlendra atvinnugreina í sam- keppni við erlendar, til að mynda í öllum fram- kvæmdum ríkisins. Það liggúr 1 hlutarins eðli að ríkisstjómir líta hvarvetna á það sem meginskyldu sína að tryggja gengi þjóðlegra atvinnuvega — alstaðar nema á íslandi. — m. j Nú verður farið fljótt yfir sögu og skal næst vikið til ársins 1964, en þá urðu menn varir við að nokkur breyting hefði orðið á hugarfari ýmissa menningarfrömuða, sem fram að þeim tíma höfðu legið í dái í baráttunni gegn ameríska sjónvarpinu , en vöknuðu nú þeim mun efldari og einarðari til baráttunnar sem hvíldin hafði verið lengri. Þann 13. marz 1964 komu fram mótmæli frá sextíumenningunum svo- köMuðu, uppáskrifuð af ýmsum mætum menningarfrömuðum auk forystumanna ýmissa sam- taka í landinu. 1 ávarpi sex- tíumenninganna er þess krafizt, að heimild til sjónvarpsrekst- urs á Keflavíkurflugvelli verðiy þundin við herstöðina eina. Enda þótt í hópi sextíu-menn- inganna væru ýmsir af for- ystumönnum stjómarflokkanna stóð ekki á köldum kveðjum í stjómarblöðunum. I Morgun- blaðinu var sextíumenningun- um líkt við nazistana í Þýzka- landi. Og málgagn mennta- málaráðherra, utanríkisráð- herra og formanns útvarpsráðs var enginn eftirbátur húsbónda síns, er það sagði þann 20. marz 1964: „Fáir menn hafa móðgað íslenzku þjóðina svo mikið sem þessir sextíu-menn- ingar. Eiga þeir að vera hin andlega leiðarstjama fólksins í Samantekt um bandaríska SJÓNYARPIÐ í síðasta tölublaði Hvíta fálkans, sem er vikublaí) bandaríska hernámsliðsins, birtist þessi mynd frá upptöku í sjónvarpssal á Keflavíkurflugvelli. Af innrás í íslenzka menningarhelgi landinu? Eiga þeir að stjórna því, sem við sjáum og heyrum? Eru þessir menn að taka að sér hlutverk Hitlers frá stríðsárun- um?“ Svo mörg voru þau orð og er nú rétt að láta staðar numið við ívitnanir í stjórnar- blöðin frá fyrstu árum sjón- varpsins enda fer bezt á því frá mannúðarsjónarmiði að láta miskunnarblæju þagnarinnar hylja orð þeirra. Veturinn 1964 var mál sjón- varpsins tekið upp á alþingi af þingflokki Alþýðubandfilagsins og sagði Gylfi Þ. Gíslason þá í svari við fyrirspurn eitthvað á þá leið, að hafi það verið rétt að veita leyfið fyrir 10 árum teldi hann ekki ástæðu til að svipta herinn því leyfi nú. , Samtök hemámsandstæðinga efndu vorið 1964 til Keflavíkuf- göngu, sem var farin ,,til að ít- reka þau sannindi, að hernám hugarfarsins, ísmeygilegt og seigdrepandi, er engu minni voði ísdenzku sjálfstæði en þrá- seta bandarískra stríðsmanna í áratugi." 71 listamaður skor- aði nú á ráðherra að sjá svo um að hermannasjónvarpinu yrði lokað a.m.k. á tuttugu ára afmæli lýðveldisins, 17. júnf 1964. Þeirri beiðni var synjað og ræða forsætisráðherrans á þjóðhátíðardaginn var í svipuð- um anda og áður tilvitnuð orð nafna hans rektors í Skálholti. • 1. desember 1965 Skal nú farið fljótt yfir sögu, enda mjög f minni þeir atburð- ir, sem síðast hafa gerzt í sjónvarpsmálinu. En vikið að þvi, að 1. desember 1965 hélt Sigurður Líndal, hæstaréttarrit- ari, ræðu í hátíðasal Háskólans, sem mjög stakk í stúf við ræð- ur þær, sem næstu ár á undan höfðu verið fluttar á fullveldis- daginn. Ræða hans fjalllaði um varðveizlu þjóðernis og var upphafið að mikilli sókn stúd- enta f þessum málum. Um vet- urinn skrifuðu 600 háskólastúd- entar alþingi og skoruðu á það að takmarka sjónVarpið við herstöðina. Sjónvarpssinnar efndu þá einnig til undirkrift- arsöfnunar og leiddu m.a. fram ófermd böm til að skrifa undir skjal þar sem farið var fram á þá náð að mega njóta her- mannasjónvarpsins áfram. Þennan vetur varð þess vart, að stöðugt fteíri fyigdu máSstað þeirra, sem. aðhylltust takmörk- un sjónvarpsins og var mörg aðförin gerð að forystumönnum Sigurður Líndal stjómarflokkanna af flokks- bræðrum þeirra í hópi sjón- varpsandstæðinga. . Einnig spurðist það út, að valdamikllir merln ættu viðtöl við banda- ríska sendiherrann um það að sjónvarpinu yrði lokað, en ís- lenzka ríkisstjómin þorði ekki að hafa fmmkvæði í málinu af ótta við að missa við það at- kvæði. 1 einu slíku samtali við Penfield sendiherra, á hann að hafa svarað þess konar mála- leitan þessum lærdómsríku orðum: „Ycu are not a eolony, yet.“ Vonandi En fyrir u.þ.b. ári filkynnti hernámsstjórinn á. Keflavíkur- flugvelíi, að bandaríska sjón- varpið yrði takmarkað við Keflavíkurflugvöll um leið og íslenzka sjónvarpið byrjaði / starfsemi sína. Svar utanríkis- ráðherra við tilkynningunni er sögulegt plagg og dæmi utti þá lágkúru, sem einkennir ríkis- stjórnina í öllum viðskiptum hennar við herinn og Banda- ríkjastjóm. I þessu svari ráð- herrans segir m.a. að ríkis- stjóm íslands muni „ckki vera mótfallin tillögu yðar um að draga úr sjónvarpssendingum yðar þannig að þær verði tak- markaðar við venjulega sjón- varpsmóttöku í næsta nágrenni Keflavíkur." Og ríkisstjómin leyfði sér allramildilegast að fara þess á leit vegna breyting- ar á tækjum og loftnetum (!) „að breytingar á Keflavíkur AFRTS-sendingum verði sam- ræmdar tilkomu íslenzka sjón- varpsins.“ Vonandi er leitun að hliðstæðu plaggi i samskiptum sjálfstæðrar ríkisstjómar við erlent ríki. Takmarkað við her- stöðina En ekki var staðið við það fyrirheit að takmarka sjón- varpið um leið og íslenzkt sjónvarp tók til starfa, heldur skyldi beðið eftir því að það tæki að fullu til starfa. Og loks nú, er sjónvarpið íslenzka hef- ur hafið útsendingar sex sinn- um f viku á dagskrárefni sfnu er ákveðið að takmarka sjón- varp hersins vi,ð völlinn. Skipt- ust aðmíréllinn og ráðherrann ,á bréfum af því tilefni, með engu minni lágkúrusvip en það bréf, sem síðast var vitnað til. Og nú hefur bandaríska her- mannasjónvarpið verið tak- markað ' við herstöðina og næsta nágrenni. ★ — í þessu yfirliti um innrás bandaríska sjónvarpsins í ís- lenzka menningarhelgi — her- nám hugarfarsins — er stiklað á stóru, kannski valið af handa- hófi hvar gripið er niður í þennan ömurlega kafla í sam- skiptum okkar við aðrar þjóð- ir. En annar kafli — hernámið sjálft — heldur áfram eins og framhaldssaga. A .hverjum degi lesum við á þessa ógeðfelldu bók — og sumir þeir íslending- ar, sem nú eru að verða full- orðið fólk, hafa aldrei öðru kynnzt. Óhugnanlega margir hafa hrifizt með hemámi hug- arfarsins og væri það út af fyr- ir sig rannsóknar efni hvaða áhrif bandaríska hermanna- sjónvarpið hefur þegar haft á menningarstöðu þjóðarinnar. Nú er áfanga náð í hernáms- málunum. Takmörkun her- mannasjónvarpsins ætti að vera “Watning til nýrra dáða, endur- nýjaðrar og um fram allt lif- andi baráttu gegn hvers konar ásælni erlendra aðila á íslandi. Z. * *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.