Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 28. október 1989 - DAGUR - 13 íþróftir Þór sigraði Grindavík í æsispennandi leik í úrvalsdeildinni í körfu: „Nú stoppar okkur engmn“ - segir Björn Sveinsson, leikmaður Þórs Spennan á lokasekúndum leiks Þórs og Grindavíkur í úrvals- deildinni í körfuknattleik í Iþróttahöllinni á Akurevri sl. fimmtudagskvöld var ólýsan- leg. Þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka skoraði Konráð Oskarsson glæsilega körfu fyrir Þór og kom þeiin yfir 97-96. Grindvíkingar tóku leikhlé og lögðu á ráðin. Gylfi Kristjánsson, ákveðinn liðs- stjóri Þórsara, las þeim pistil- inn og síðan hófst spennu- þrunginn lokakafli. Herbragð Þórsara tókst og Eiríkur Sig- urðsson fiskaði boltann og óð upp allan völl. Áður en hann náði skoti var tíminn úti og kærkomin stig til Þórsara í höfn. „Þetta var mjög erfiður leikur og mikil pressa á okkur. Vörnin var okkar sterkasta hlið í þessum leik og það var fyrst og fremst hún sem lagði grunninn að þess- um sigri. Nú stoppar okkur eng- inn,“ sagði kampakátur Björn Sveinsson, leikmaður Þórs, skömmu eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Það er full ástæða til að hrósa Þórsliðinu fyrir góða baráttu í þessum leik. Þeir höfðu lengst af á brattan að sækja en létu aldrei bugast og uppskáru samkvæmt því. Greinilegt er að mikill stíg- andi er í liðinu og gaman verður að fylgjast með þeim í næstu leikjum. Dan Kennard, þjálfari og leikmaður í Þórsliðinu, fór á kostum og hann sýndi svo ekki verður um villst að þar er snjall körfuknattleiksmaður á ferðinni. Þórsarar voru með forystu framan af Ieiknunt. Grindvíking- ar náðu að jafna 16-16 og aftur 22-22. Þá skildu leiðir og gestirnir höfðu frumkvæðið það sem eftir lifði af hálfleiknum. Mest munaði Konráð Óskarsson átti mjög góðan Ieik í fyrrakvöld. tíu stigum, 50-40, en Grindavík hafði yfir 56-52 í leikhléi. I síðari hálfleik var jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar en síðan kom góður leikkafli hjá Grindvíkingum, eða réttara sagt, Steinþóri Helgasyni og Guö- mundi Bragasyni, sem skoruðu grimmt og breyttu stöðunni úr 62-58 f 69-58. Þórsarar klóruðu í bakkann og minnkuðu smám saman muninn með Dan Kennard og Konráð Óskarsson sem bestu mcnn. Konráð innsiglaði síðan sigurinn á lokasekúndunum eins og áður segir. Hjá Þór bar mest á Dan Kenn- ard og Konráði Óskarssyni. Pilt- urinn sá vex með hverjum leik og hittni hans er þessa dagana í góðu lagi. Hjá Grindavík voru Steinþór Helgason og Guðmundur Braga- son áberandi sterkastir. Stig t>órs: Dan Kcnnard 35, Konráð Óskarsson 29, Guðmundur Björnsson 13, Jón Örn Guðmundsson 7. Eiríkur Sigurðsson 9 og Jóhann Sigurðsson 4. Flcst stig Grindavíkur: Guðmundur Bragason 29, Stcinþór Hclgason 24, Jcff Null 9 og Sveinbjörn Sigurðsson 7. fs galdrakarlarnir í KA í nýlegu hefti hins þekkta knattspyrnublaðs, Match sem 'JÍA\01C UREYRI h»vs won Úie tandic LeagueChampionshlp •thBfirsttimeintheir itofY.Th«elut>.tormedm 28, have never won a maior Their auccess^rneana that , „v have become thetiret dub gefíð er út vikulega í Bretlandi er frétt um KA á Akureyri og sigur þeirra á Islandsmótinu í knattspyrnu í haust. Fyrirsögnin er „lce magic" eða ís galdrar og í lauslegri þýöingu segir að knattspyrnuliðið „Akur- eyri" hafi nú í fyrsta skipti unnið íslandsmeistaratitil í knatt- spyrnu. Félagið hafi verið stofn- að 1928 og aldrei unnið „meiri- háttar" litil á landsvísu. Segir að árangur þeirra nú verði til þess að liðið fái að taka þátt í Evrópumótinu í knatt- spyrnu 1990-1991 en ekkert erlent lið óski eftir að lenda á móti þeim því heimavöllur liðsins sé á „norðurströnd við heim- skautsbaug.“ VG „ Júdókaffi“ á simnudag Annað kaffíhlaðborð vetrarins verður í KA-heimilinu á sunnudaginn. Að þessu sinni verður það Júdódeild félagsins sem sér um hlaðborðið en ein- stakar deildir félagsins inunu skipta með sér sunnudögum í vetur í fjáröflunarskyni. Að venju verður hlaðið borð af góðgæti á boðstólum í KA-heim- ilinu fyrir mjög vægt verð. Hnall- þórur og smurbrauðskökur eru þar í yfirgnæfandi meirihluta en að jafnaði má þar líka fá kléinur, pönnukökur, flatbrauð eða fleira í þeim dúr. Heilræði Rjúpnaveiðimenn! Treystið öryggi ykkar sem mest í hverri veiðiferð. Gætið þess ávallt að skotvopn ykkar séu í fullkomnu lagi og vel hirt. Hafið meðferðis áttavita og kort og búnað til Ijós- og hljóð- merkagjafa. Hefjið veiðiferðina árla dags og Ijúkið henni áður en nátt- myrkur skellur yfir. Verið ávallt stund- vísir á áfangastað. Getraunanúmer KA er Getraunanúmer Þórs er HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS TÆKNIDEILD Útboð Hreppsnefnd Hrunamannahrepps óskar hér meö eftir tilboðum í byggingu tveggja hæöa parhúss úr steinsteypu og timbri, verk nr. V.08.01 úr teikninga- safni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 342,6 m2 Brúttórúmmál húss 1046 m3 Húsið verður byggt við götuna Högnastígur nr. 48 og 50, Flúðum, Hrunamannahreppi, og skal skila full- frágengnu, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Hruna- mannahrepps, Félagsheimilinu að Flúðum, 801 Selfoss, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkis- ins, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, frá þriðju- deginum 31. október 1989, gegn 10.000 kr. skila- tryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 14. nóvember 1989 kl. 11.00, og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. hreppsnefndar Hrunamannahrepps, Tæknideild H.R J3L HÚSNÆÐISSTOFNUN n£} RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 -108 REYKJAVÍK SÍMI - 696900 /?■ lotaðu endurski og komdu heil/l heim. ■ ■ Smásagnasamkeppni DagscgHEhOR ★ MenningarsamtöK Norðlendinga og dagblaðið Dagur hafa áKveðíð að efna til samKeppni um bestu frum- sömdu smásöguna. Veitt verða 60 þúsund Króna verðlaun fyrir þá sögu sem dómnefnd telur besta. AuK þess verður veitt 20 þúsund Króna viðurKenning fyrir þá sögu sem næstbest þyKir. Verðlaunasagan mun blrtast í jólablaðl Dags en frétta- bréf MENOR ásKilur sér einnig rétt tii birtingar. Einnig er ásKilinn hliðstæður réttur til birtingar á þeirri sögu, sem viðurKenningu hlýtur. ★ 5ögur í Keppninni mega að hámarKi vera 6-7 síður í A-4 stærð, vélritaðar í aðra hverja línu. ^ 5ögurnar sKal senda undir dulnefni, en með sKal fylgja rétt nafn, heimilisfang og símanúmer í loKuðu umslagi, auðKenndu dulnefninu. ★ SKilafrestur handrita er til 24. nóvember nk.# sem er sTðasti póstlagningardagur. Utanáskriftin er: Menningarsamtök horðlendinga b/t Hauks Ágústssonar Qilsbakkavegi 13, 600 Akureyri Menningarsamtök horðlendinga - Dagur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.