Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 28. október 1989 - DAGUR - 5 frétfir F Meðalverð botnfisks 1988-1989: Mun meiri hækkun aflaverðs erlendis en á heimamarkaði Fram kom í uppgjöri Þjóð- hagsstofnunar á rekstri helstu greina fiskvinnslunnar að tölu- vert tap er á botnfiskveiðun- um. Samkvæmt rekstraryfirliti var tapið 264 milljónir á árinu 1988 en áætlað er að það verði 794 milljónir á þessu ári miðað við rekstrarskilyrði í október. Þetta þýðir ekki að fískverð hafi verið lélegt en það hefur hækkað um 18-58%. Fróðlegt er að líta á tölur um fiskverð milli áranna 1988 og 1989 í þessu sambandi. Meðal- verð aflans hefur hækkað mun meira erlendis en hér heima, samkvæmt rekstraryfirliti Þjóð- hagsstofnunar um botnfiskveið- ar. Ef við lítum fyrst á báta á bil- inu 21-200 brl. þá var meðalkíló- verð á afla þeirra 28,09 kr. hér heima 1988 en 33,28 kr. 1989. Verðhækkunin er 18%. Meðal- verð báta sem lönduðu erlendis var 56,25 kr. 1988 á móti 89,30 kr. 1989. Þarna er um mikla verðhækkun að ræða eða 58% og rúmlega það. Loks hækkaði meðalverð bátaaflans sem landað var erlendis úr gámum úr 71,29 kr. í 93,05 kr. eða um 30 af hundraði. Næst tökum við minni togar- ana fyrir. Meðalverð aflans sem þeir lönduðu heima hækkaði úr 27,71 kr. í 34,96 kr. milli ára, eða um 26%. Þeir togarar sem sigldu með aflann og lönduðu erlendis fengu 65,68 kr. fyrir kílóið 1988 en 84,95 kr. 1989. Þetta er öllu minni hækkun en hjá bátunum eða 29% og er hækkunin svipuð og á heimamarkaði. Þegar kemur að útflutningi í gámum erstökkið hins vegar meira hjá minni togur- unum, 62,10 kr. 1988 á móti Skíðastaðir HlíðarQalli: Unnið við nýja bamaskíðalyftu - ívar ekki byrjaður að dansa Um síðustu helgi laiik vinnu við að steypa lyftuundirstöður undir nýja barnalyftu sem væntanleg er í Hlíðarfjalli við Akureyri en verkið unnu félag- ar í Skíðaráði Akureyrar í fjár- öflunarskyni. Lyftan sjálf kem- ur til landsins í janúar og verð- ur þá sett upp. „Aðal munurinn á þessari lyftu og gömlu barnalyftunni er sá að sú nýja er á möstrum svo vírinn er í 5 inetra hæð. Niður úr hon- um hanga svo „diskarnir" svo hætta á slysum er lítil sem engin,“ sagði ívar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða. Hann segir nýju lyftuna Ifka mun afkastameiri en þá gömulu en hún tekur 800 manns á klukku- tíma á ntcðan sú gamla tók 500- 600 manns. Aðspurður um hvað starfs- menn hefðu fyrir stafni þessa dagana sagði ívar að nú væri ver- ið að vinna að árlegum undirbún- ingi, yfirfara togbúnað á lyftum og líta á snjótroðarana. ívar var að lokutn spurður hvort hann hefði spáð einhverju um veðrið í vetur. „Við erum hvorki farnir að spá eða dansa ennþá en ég hef alltaf sagt að það komi snjór, spurningin er bara hvenær og hversu mikill?“ VG Skákfélag Akureyrar: Haustmótið haldið í fímmtugasta sinn Haustmót Skákfélags Akur- eyrar hefst næstkomandi sunnudag og mun þetta vera í 50. skipti sem haustmótið er haldið. Fyrsta haustmótið var haldið árið 1936 og það hefur verið haldið árlega síðan nema hvað árin 1944, ’45, ’48 og ’52 féll mótið niður. Það var Guð- mundur Arnlaugsson sem sigr- aði á fyrsta haustmótinu. Júlíus Bogason varð sigursæil á þessum haustmótum Skákfélags Akureyrar og sigraði hann á alls 13 mótum. Gylfi Þórhallsson hef- ur sigrað á 7 mótum og þeir Jón Björgvinsson og Jóhann Snorra- son á 5 mótum hvor. Teflt verður í flokkum á þessu móti, tíu keppendur í hverjum flokki. Það verður teflt á sunnu- dögum, þriðjudags- og föstudags- kvöldum. Keppendur þurfa að skrá sig hjá stjórn Skákfélags Akureyrar í síðasta lagi næst- komandi föstudagskvöld. SS Akureyrarmótið í sveitakeppni í bridge: Sveit Dags í efsta sæti Akureyrarmótið í sveitakeppni hjá Bridgefélagi Akureyrar er hafíð. AIIs spila 10 sveitir og er spiluð tvöföld umferð, tveir 16 spila leikir hvert spilakvöid. Eftir tvo leiki er röð stigahæstu sveita þessi: 1. sveit Dags 46 2. sveit Grettis Frímannssonar 45 3. sveit Hermanns Tómass. 44 4. sveit Stefáns Vilhjálmss. 34 5. sveit Tengiliða 30 6. sveit Arnar Einarssonar 25 Næstu leikir verða spilaðir n.k. þriðjudagskvöld kl. 19.30 í Félags- borg. Keppnisstjóri eins og undanfarin ár er Albert Sigurðs- son. 93,05 kr. 1989, sem svarar til tæp- lega 50% hækkunar milli ára. Loks eru það stærri togararnir. Meðalverð á heimamarkaði hækkaði úr 26,22 kr. í 33,12 kr. eða um 26% milli ára. Meðalverð afla sem landað var erlendis hækkaði úr 61,60 kr. í 85,72 kr. eða um 39%. SS Gatnaniótuni Hörgárbrautar og Höfðahlíðar hcfur nú verið lokað og vcrða vcgfarcndur nú að fara uin hringtorgið nýja til þcss að komast til og frá Höfðahlíð og nærliggjandi gatna. Mynd: kl Húsavík: Fé og böm á haugunum - bæjarstjórn ræðir um girðingu Tillögu um að giröa af sorp- hauga Húsavíkurbæjar var vís- að til Bæjarráðs og fjárhags- ncfndar, eftir miklar umræður á fundi Bæjarstjórnar Húsa- víkur sl. þriðjudag. Tildrög málsins voru bréf frá heilbrigð- isfulltrúa til Fjáreigendafélags Húsavíkur, varðandi lausa- göngu búfjár á sorphaugununt, og ósk félagsins um að bærinn girði sorphaugana af. Jón Ásberg Saiómonsson bar fram tillögu um að haugarnir yrðu girtir af. Sagöi að Heilbrigð- isfulltrúi krefðist þess að þeir yðru hreinsaðir af fé og því væri óhjákvæmilegt að girða þá af nú þegar. Örn Jóhannsson baö unt að fá að gerast meðflutningsmað- ur tillögunnar, en kvað ýmsa fleiri þurfa verndar við en sauð- kindina, fyrst hætta væri lyrir rollur á haugunum gæti einnig verið hætta fyrir börn þar, jafnvel fullorðin börn. Bæjarstjóri sagöi að það hefði sýnt sig að ef liaug- unum yröi lokað, losaði fólk rusl annars staðar, og byggi þar með til nýja hauga. Tryggvi Finnsson sagði að varast bæri að taka skyndiákvarðanir í þessu máli en leitast skyldi við að finna á því lausn í samráði við íjáreigcndur og heilbrigðisfulltrúa. Sagði Tryggvi málið ekki það brýnt að rjúka þyrfti í framkvæmdir undir snjó og vetur. Hjördís Árnadótt- ir sagðist vilja vísa málinu til Bæjarráðs, en Örn vildi meina að Bæjarráð gæti ekki leyst málið. Þorvaldur sagði mannhelda girð- ingu um haugana vera milljóna- fyrirtæki og fannst skynsamlegt að vita hvað hlutirnir kostuöu, áður en þcir yrðu samþykktir. Lagði hann fram tillögu um að vísa málinu til Bæjarráðs og fjár- hagsáætlunargerðar og var tillag- an samþykkt með fimm atkvæð- um. IM SVEITARFE LOG OG FE LAGASAMTOK EINDAGIUMSÓKNA UM LÁN a) til byggingar leiguíbúöa eða heimila fyrir aldraða, b) dagvistarstofnana fyrir börn og aldraða, c) kaupa eða byggingar sérhannaðra íbúða fyrir fólk, 60 ára og eldra, er 1. desember nk. vegna framkvæmda sem heQast eiga á næsta ári. Ún HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24-108 REYKJAVIK SIMI 696900

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.