Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 28. október 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Réttarstaða fólks í vígðri sambúð Á Kirkjuþingi 1989 lagði séra Þórhallur Höskulds- son, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, ásamt Hall- dóri Finnssyni fram tillögu um skipun nefndar til að kanna ýmsa þætti er snerta hjónabandið sem stofn- un og gera tillögur um úrbætur. Ástæðan fyrir því að slík tillaga kemur fram á kirkjuþingi er sterkur grunur kirkjunnar manna og reyndar fleiri, um að landslög og ýmsar reglur sem í gildi eru, letji fólk í raun til að hefja vígða sambúð. í frétt Dags um þetta mál í gær, bendir séra Þór- hallur Höskuldsson á, að ef þessi skilningur er réttur, sé ekki aðeins vegið að hjónabandinu sem kristinni stofnun, heldur sé bókstaflega verið að grafa undan einum af hornsteinum þjóðfélagsins, þ.e. heimilinu. „Því traustara og betur sem búið er að fólki í vígðri sambúð, kemur meiri stuðningur við fjölskyldulífið og heimilið, sem við teljum svo mikils virði,“ sagði séra Þórhallur ennfremur. Samkvæmt fyrrnefndri tillögu er nefndinni m.a. ætlað að fjalla um stöðu fólks í vígðri sambúð, kanna fjölda hjónavígslna og -skilnaða á liðnum árum og leita sérfræðiálits á hugsanlegri fylgni við skattalega aðstöðu, möguleika á námslánum og lánum til húsnæðiskaupa og rétt á barnabótum og dagvistarrými fyrir börn. Séra Þórhallur nefndi dæmi um það á hvern hátt landslög eru hjónaband- inu beinlínis andsnúin: Par utan af landi, með eitt barn, ætlar að flytja til Reykjavíkur, þar sem maður- inn hyggst stunda háskólanám. Það er varhugavert fyrir parið að ganga í hjónaband, því slíkt myndi torvelda alla fyrirgreiðslu. Þvert á móti borgar sig fyrir móðurina að flytja lögheimili sitt og opna sér þannig leið að dagvistarrými. Maðurinn ætti hins vegar ekki að flytja lögheimili sitt, en „leigja" þess í stað hjá sambýliskonu sinni. Með því opnast líka leið að tvöföldum barnalífeyri þar sem móðirin er nú einstætt foreldri gagnvart lögunum. í fjórða lagi kynni réttur þeirra til námslána að skerðast ef þau gengju í hjónaband, því tekjur þess sem vinnur skerðir lánsmöguleika hins, ef um hjúskap er að ræða. Ofangreint dæmi er mjög sláandi og gefur ótví- rætt til kynna að vígð sambúð sé að ýmsu leyti óöruggara félagsform en óvígð sambúð. Þess vegna er framkomin tillaga á kirkjuþingi afar brýn. Með henni er síður en svo verið að vega að einstæðum foreldrum, heldur gera tilraun til að bæta réttar- stöðu fólks í vígðri sambúð og vinna að því að lög og reglugerðir hvetji fólk til að ganga í hjónaband, í stað þess að letja það eins og nú er. Flutningsmenn tillögunnar gera sér vonir um að stjórnvöld taki nú upp þau vinnubrögð að fylgja máli sem þessu eftir til framkvæmda. Undir það skal tekið. í raun ber stjórnvöldum skylda til að láta þetta mál til sín taka hið bráðasta, því núverandi skipan mála er alls óviðunandi. BB. úr hugskotinu Perlur og lopapeysur Það var dálítið skondin tilfinn- ing á dögunum, að snúa aftur heim í Dæmalausaland, eftir þó aðeins þriggja vikna fjarveru. Koma úr gjörólíkri veröld, og finna að þetta var þarna allt ennþá. Duglausir, spilltir, eða í besta falli niinnislausir póli- tíkusar, auðar og tómar millj- ónahallir og útgerð á kúpunni kvótalausri, forstjórar, jafnvel gjaldþrota fyrirtækja á ofur- launum og yfirþrælkuð vinnu- dýrin á sultarlaunum. Allt þetta og miklu fleira beið þarna eftir manni handan við tollinn í Keflavík. Fagmennska Hún var annars kærkomin þessi þriggja vikna hvíld frá öllu amstrinu heinia, þarna á Magaluf sem er nýlegur ferða- mannabær um það bil fimmtán kílómetra frá Palma hinni sjarmerandi höfuðborg Mallorca og Balerareyja sem ekki fengu héraðssjálfsstjórn fyrr en þetta 1982 sakir þess að úteyjarnar vildu ekki láta stjórnast frá Palma, fyrirbæri sem við þekkj- um héðan af Norðurlandi, þar sem til að mynda Húsvíkingar vilja alls ekki lúta neinu „akur- eyrarvaldi“ heldur Reykjavík beint með öllum kostnaði og óhagræði sem því fylgir. Og líkt og í Balerareyjum er hrepparíg- urinn hvimleiði sennilega versti óvinur íslenskrar byggðastefnu í reynd. Mallorca er sem kunnugt er einhver mesta miðstöð hins svo- kallaða „ferðamannaiðnaðar“ í Evrópu, og það vekur athygli hversu mikil fagmennska er þar ríkjandi á þessu sviði (líka í peningaplokki, samanber það að geta komist upp með það að selja aðgang að hinni fallegu dómkirkju í Palma án þess að guðlasta). Þessi fagmennska virðist manni einnig hafa haft áhrif á íslenskar ferðaskrifstofur sem þarna hafa útgerð. Tökum aðeins eitt dæmi sem er farar- stjórnin hjá Atlantik (maður leyfir sér smávegis ókeypis aug- lýsingu enda ekki í Ríkisútvarp- inu). Stúlkurnar þar eru allar hver annarrri hæfari, en því miður virðist sá misskilningur talsvert ráðandi að þær séu eins- Reynir Antonsson skrifar konar fótaþurrkur en ekki manneskjur. Starfþeirra verður því oft vanþakklátt, erfitt og jafnvel næstum mannskemm- andi, en sjálfsagt líka oft gef- andi. En ansi er það nú annars fáránlegt að þurfa að leita allt suður til Spánar til að finna fag- mennsku í rekstri íslensks fyrir- tækis. Því miður þá virðist sá misskilningur vera algengur meðal íslenskra atvinnurekenda að það sé nóg að fella gengið, þá komi reksturinn af sjálfu sér á eftir. Yíkingaveislur Þannig er nú ekki beinlínis hægt að segja að mikil fagmennska sé ríkjandi í ferðaþjónustu á ís- landi samanber gullæðið á Akureyri síðasta sumar. Menn keppast uppá íslenskan máta við að ná magni fremur en gæðum. Mallorcabúar hafa náð hvorutveggja. Það hafa sennilega flestir heyrt talað um hinar svokölluðu „Mallorcaperlur“, gerviperlur sem eyjarskeggjum hefur ein- hvern veginn tekist að gera að einkenni eyjarinnar, og selja ferðamönnum. Þessi iðnaður er höfuðatvinnuvegur borgarinnar Manachor sem er um það bil tvöföld Akureyri. Á hverjum degi koma þarna túristarútur í hundraðavís og fólk er leitt í hring gegnum perluverksmiðj- urnar, hring sem vitaskuld end- ar í sölubúð verksmiðjunnar. Hliðstæða á Akureyri hefði auðvitað getað verið lopapeys- urnar, en fyrir einhverja dásam- lega íslenska eða akureyrska skammsýni var því máli auðvit- að klúðrað. Flestir Spánarfarar kannast sjálfsagt við þetta sem Spán- verjum hefur tekist að selja sem einskonar þjóðareinkenni, það er að segja hinar svonefndu „grísaveislur" þar sem að vísu oft er borðað allt eins mikið af kjúklingi eða meir en af svína- kjöti. Hér á landi gætum við auðvitað komið upp hliðstæðu sem við gætum kallað „víkinga- veislur“ til dæmis á stað eins og Þelamerkurskóla. Slátra mætti nokkrum óseljanlegum fjalla- lömbum og grilla fyrir utan á góðu eyfirsku sumarkvöldi, bera fram ásamt miði af staðn- um í hornum og fremja allskyns þjóðlega og alþjóðlega skemmt- an handa túristunum (þetta er bara svo sniðugt að það ætti að fara í samkeppnina hjá Atvinnumálanefnd). Gallinn við svona hugmyndir er bara sá að alveg sérstaklega við Akur- eyringar erum svo dæmalaust framtakslausir. Látum Reykja- vík stela öllu fyrir framan nefið á okkur án þess að aðhafast nokkuð. Það er beinlínis skammarlegt að það skuli vera erlend kona sem hér hefur verið búsett í meira en fimmtán ár, sem mest hefur, og meira af hugsjón en peningahyggju, unnið að því að gera þennan bæ að ferðamannastað. Góðu heilli virðist starf hennar vera að bera einhvern árangur þannig að við fáum að minsta kosti einhvern smáskerf af „Nonna og Manna- kökunni“ sem reykvískir voru næstum búnir að háma í sig. Sumarmyndir Það er kominn vetur. Það er vart hægt að bera Mallorcaperl- ur við lopapeysurnar sem brátt verða teknar fram, en það má alltaf taka fram sumarmynda- albúm Hugskotsins úti í kom- andi snjósköflum. Þar koma fram myndir af Vestmannaeyja- landslaginu við Sa Calobra og vestralegu lestinni frá Sóllcr til Palma, stórkostlegu högg- myndasafni náttúrunnar í Drekahellunum og neonljósin á B.M.C. tífalda Sjallanum á Magaluf. Léttklæddu fólki og leikandi hlýjum öldum. Fegurst og eftirminnilegust verður þó mynd góðra vina sem með trega voru kvaddir, perla í festi lífshringrásarinnar. Perlan Mallorca.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.