Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. október 1989 - DAGUR - 3 i fréttir Endurskoðun fjárhagsáætlunar Bæjarstjórnar Húsavíkur: Fjárvöntun Bæjarsjóðs rúmar 15 milljónir A fundi Bæjarstjórnar Húsa- víkur á þriðjudag var sam- þykkt tillaga um aðgerðir til að mæta fjárvöntun vegna endur- skoðunar á fjárhagsáætlun. Niðurstöður endurskoðunar- innar voru þær að fjárvöntun Bæjarsjóðs næmi 7.562 þús- undum króna, fjárvöntun Framkvæmdalánasjóðs næmi 9.381 þúsundi, en umframfé Vatnsveitu næmi 1.515 þús- Tryggingastofnun ríkisins: Iþróttaslysum fjölgar Iþróttaslysum viröist fara fjölgandi hér á landi. Það sem af er þessu ári hafa 377 íþrótta- slys verið tilkynnt til slysa- tryggingadeildar Trygginga- stofnunar ríkisins en á öllu árinu 1988 fékk stofnunin alls 340 slíkar tilkynningar. Samkvæmt upplýsingum frá slysatryggingadeild Trygginga- stofnunar eru íþróttaslys flokkuð með vinnuslysum, umferðarslys- um og öðrum bótaskyldum slysum. Sömu reglur gilda því um slysabætur fyrir íþróttaslys eins og önnur bótaskyld slys, en oftast er um að ræða greiðslu fyrir þjálf- un og endurhæfingu. Ekki reyndist unnt að fá upp- lýsingar um það í hvaða íþrótta- greinum slysatíðnin væri inest en ineð tilliti til fjölda iðkenda mætti ætla að knattspyrnan væri þar efst á blaði. Einnig má ,ætla að meiðsl á ökkla séu sem fyrr í hópi algengustu áverka íþróttamanna. SS Akureyri kynnt höftið- borgarbúum í Kringlunni Um þessar mundir stendur yfir undirbúningur að „Akureyrar- dögum“ í Kringlunni í Reykja- vík dagana 23.-25. nóvember nk. Það eru nokkur fyrirtæki á Akureyri ásamt Akureyrarbæ sem standa að kynningunni. Ymislegt verður á döfinni í Kringlunni þessa daga en ætlunin er að fram fari ein sameiginleg kynning fyrir öll fyrirtækin. Þá munu skemmtikraftar að norðan koma fram, t.d. Ingimar Eydal, félagar í Leikfélagi Akureyrar og skemmtikraftar frá Sjallanum. í Kringlunni verða leikin lög tengd Akureyri, sýndar verða myndir á sjónvarpsskjá og margt fleira. Tilgangur Akureyrardaga er m.a. að vekja athygli höfuðborg- arbúá á bænum og því sem hann hefur upp á að bjóða. VG undum. Samtals næmi fjár- vöntunin því 15.428 þúsund- um. í tillögunni felast hugmyndir um sparnað sem nemur 4.280 þúsundum. Samtals er fjár- vöntunin þá 11.148 þúsund. En í fyrsta lagi er lagt til að Bæjar- sjóður auki framlag sitt til Fram- kvæmdalánasjóðs um 9.381 þúsund. í öðru lagi að Bæjarsjóð- ur taki fjögra milljóna króna lán hjá Lífeyrissjóði starfsmanna en 7.148 þúsundum verði mætt með skammtíma yfirdrætti í Lands- bankanum. í þriðja lagi að greiðsla á yfirdrættinum verði leyst við gerð fjárhagsáætlunar 1990, en þá verði sérstaklega hugað að stööu Framkvæmda- lánasjóðs og vaxandi skulda- og greiðslubyrði bæjarsjóðs, sem er að komast á alvarlegt stig miðað við núverandi tekjur og tekju- stofna. Innheimta bæjargjalda gengur þunglega að sögn Guðmundar Níelssonar, bæjarritara. Gjald- fallnar útistandandi kröfur bæjar- sjóðs námu rúmlega 70 milljón- um 1. október. Skuldirnar hafa þó farið lækkandi síöustu mánuð- ina því í byrjun júlí og ágúst námu þær rúmlega 100 milljón- um og i byrjun september 79 milljónum. Þessi lækkun byggist að stórum hluta til á því að hluta- fé var aukið í Höfða hf., Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur hf. og Hótel Húsavík, og hlutaféð not- að til greiðslu skulda. Almennt er staðan samt svipuð og í vor hvað innheimtuna varðar. Þrátt fyrir þetta er greiðslustaða bæjarsjóðs nokkuð góð, hann skuldar, á sama tíma, rétt um 12 milljónir en á um 30 milljónir í lausafé. Guðmundur sagði að það væru frekar fyrirtækin sem ættu í erfið- leikum og skulduðu Bæjarsjóði, einstaklingarstæðu sigbetur. IM HJA ALÞYÐUBANKANUM Breyting verður á afgreiðslutíma Alþýðubankans hinn 2. nóvember næstkomandi. Frá og með þeim degi verður hætt að hafa opið á milli kl. 17:00 og 18:00 á fimmtudögum. Afgreiðslutími Alþýðubankans verður því frá klukkan 9:15 til 16:00, mánudaga til föstudaga. Alþýdubankinn hf PPSIIIFTIISRMKEPMI Nýja, hrœrða skyrið fœst nú einnig í 500 gr. dósum. Hentugt fyrir fjölskyldur og stórhuga skyrgóma. Á nœstu mónuðum kemur ó markað skyr með ýmsum bragðtegundum. Af því tilefni efnir Mjólkursamlag KEA til samkeppni um bragðbestu skyrhrœruna. Reglur samkeppninnar eru eftirfarandi: 1. Allir mega taka þótt í keppninni. 2. Nota skal nýja, hrœrða skyrið og bragðbœta það með óvðxt- um, þerjum eða hverju því sem henta þykir. 3. Skýit og skilmerkilega skal sagt fró innihaldi skyrhrœrunnar og aðferðinni við að búa hana til. Mlt skai vera vegið og mœlt. Nota skal vog, mœliskeiðar, bollamól eða desilítramðl. 4. Uppskriftum skal skila í merkta kassa í Kjörbúðum KEA. Uppskrift skal merkja með dulnefni, en nafn, heimilisfang og símanúmer fylgi með í lokuðu umslagi, merktu dulnefni. Skilafrestur er til 10. nóvember 1989. 5. Mjólkursamiag KEA óskilur sér rétt til að nota þœr uppskriftir sem berast í samkeppnina. Veitt verða ein aðalverðlaun og fimm aukaverðlaun. Aðalverðlaun eru O • O iryndarlegur helgarpakki til Reykjavíkur <T> • <T> Aukaverðloun eru vöruúttektir hjó Mjólkursamlagi KEA fyrir 10.000,- krónur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.