Dagur - 08.02.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 08.02.1950, Blaðsíða 5
MiSvikudaginn 8. febrúar 1950 DAGUR 5 Átök tveggja trúarkerfa: kirkjan heyja útrýmii Kommúnisminn í dag virðist eiga tvo höfuðféndur: Banda- ríkin og kaþólsku kirkjuna, sem kalla má andlegan höfuð- fjanda hins kommúnistíska rétttrúnaðar. Upp á síðkastið hefur útrýmingarstríð það, sem þessi tvö trúarkerfi heyja, harðnað mjög, sérstaklega í löndunum austan járntjaldsins. í þessari grein, sem tekin er úr danska tímaritinu „Samvirke“, er greint frá baráttuaðferðuin kommúnista gagnvart kaþólsku kirkjunni og rætt um árangur- inn, sem kommúnistar hafa náð til þessa. í fimm löndum, sem lúta komm- únisman'um, heyjir kaþólska kirkjan baráttu- fyrir lífi sínu og tilveru, og þessi barátta hefur þegar kcstað mörg mannslíf. Síðan heimsstyrjöldinni lauk hafa fimm ríkisstjórnir, í Júgó- slafíu, Ungvei-jalandi, Búmeníu, Tékkóslóvakíu og Póllandi, ofsótt kaþólsku kirkjuna og kaþólska menn á skipulagðan hátt og með aðferðum, sem ekki eiga sinn líka í, Evrópu síðan kristnir menn voru ofsóttir í Rómaborg til forna. Viðureign þessi hefur verið nefnd „hið kalda. strið kommúnismans við kirkjuna“, en þó er það vissu- lega ekki „kalt stríð“, fyrir þá kaþólska rpenn, sem í því standa. Mörg Ixundruð þeirra hafa týnt lífinu í baráttunni, fjöldi þeirra situr í fangelsum og fangabúðum, qg enginn þeirra kemst hjá því að vei'ða var við hinar harðhentu aðfarir kömmúnista gegn kirkj- unni og hennar mönnum. Tak- mark kommúnistanna er augljóst: Algjör útþurrkún kii-kjunnar úr þjóðfélaginu. ■ Baráttan er hugsjónaleg — ídeólógisk — í fyllstu merkingu orðsins, því að bæði kaþólska kirkjan og kommúnisminn gera kröfu til alls einstaklingsins, bæði líkama og sálar, beeði trúarkerfin halda því fram, að þau eigi lykil- inn að frelsun manneskjunnar, og hvorugt þeirra vill updir nokkr- um kringumstæðum beygja sig fyrir kröf.u hins á hendur hverj- um einstaklingi. Annað er einnig áberandi í þessari baráttu: Enda þótt kenn- ingar kirkjunnar og kommúnism- ans séu andstæður eins og eldur og vatn, gerir krafa beggja um rétttrúnað og algera undirgefni einstaklingsins þessa andstæðinga kunnugiá hvor öðrujn og skiln ingsbetri á eðli hins en gerizt um: andstæðinga almennt. Kommún istarnir vita nákvæmlega, hvar hentast er að ná taki á kirkj unni til þess að beygja hana duftið, og katólikkarnir að sínu leyti vita vel, í hvaða efnum þeir mega ekki láta kúgast, heldur verða að berjast allt til dauðans. í þessari viðureign eru ekki greidd nein vindhögg, hvert þeirra er hnitmiðað og miðar að þvívað koma andstæðingnum lcné. ausfan járnfjalds Rétttrúnaðurinu þolir ekki frábvarf Kommúnistarnir upphafs- mennirnir. Fram að þessu hefur stríðið verið háð þannig, að kommúnist- larnir hafa greitt fyrstu höggin, en kirkjan hefur aðeins reynt að bera af sér og standa á rétti sín- um og hugsjónum. Ef maður at- hugar þau meðul, sem kommún- jistar hafa notað í viðureign sinni við þær 50 milljónir kaþólskra manna, sem byggja þessi lönd, er auðséð, að þetta stríð er hávís- iindalega skipulagt. Hver fram- jsókn kommúnista. er gerð sam- 'kvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Að, alatriðin eru þessi: Gæta þess, að greiða fyrsta höggið, og hafa það vel úti- látið og hnitmiðað á veikasta hluta líkamans. (Fram að þessu hafa ofsóknimir v.erið harðastar í Rúmeníu og Júgó slafíu, sem eru orþódpkst ka- þólsk lönd og lúta ekki páfa- stóli). Forðast af fremsta megni að ráðast á sjálfa hina kaþólsku trú, en ráðast í þess stað á einstaklinga, helzt kirkju- leiðtoga, og vekja þannig tor- tryggni gagnvart stjórn páfa- stólsins. Hefja baráttuna ævinlega í borgunum, þar. sem líklegast, er að trúin sé ekki eins vak- andi og í sveitunum, og þar sem marxisminn hefur þegar náð nokkurri útbreiðslu. — Hætta sér fyrst út i sveitirn- ar, þegar búið er að grafa undan kirkjunni í bæjunum með því að prestarnir eru í miklu áliti hjá bændum. Stofna kommúnistískar „kirkj- ur“, sem afneita páfastóli. Vinna fylgi ungu kynslóðarinn- ar með þv í að láta loka skól- um kirkjunnar og ala börnin upp í andúð á kirkjunni. Aðskilja kirkjuna og þjóðina með því að 1 eggja niður hinar mörgu kirkjulegu líkn ar- og velgerðarstofnanir. Þvinga kaþólskuna algjörlega inn fyrir dyr kirknanna með því að banna útkomu blaða kirkjunnar og leysa upp leik- mannastarfsemi, sem tengd er kirkjunni. Þegar þessu er lokið, kemur næsta skrofið og þá fyrst, nefni lega að loka kirkjtmum alveg. Varnaraðgerðir kirkjunnar. Kirkjunni er að sínu leyti ljóst, að þessar árásir eru eitraðar og hættulegar, og hún beitir aðallega þrenns konar varnaraðgerðum: Hún reynir að tryggja trú kom- andi kynslóða með því að halda. dauðahaldi í kirkju- skólana. Leiðtogarnir fórna frekar lífi sínu en ganga óvininum á hönd. Alger neitun v.ið kröfunni um. að styðja hinar nýju .komm- únistísku „kirkju“ eða við- urkenna þær. Hér fer á eftir. stutt yfirlit um aðstöðu kirkjunnar i hinum fimm kommúnistísku, ríkjum, sem áð- ur voru nefnd: 400 prestar „afmáðir“. Júgóslafneska kirkjan.var laus- legast tengd Vatíkaninu og þess vegna var sóknin hafin þar í landi. Meðan Tító og skæruliðar ■hans voru enn „neðanjarðar“ á stríðsárunum, var vingjarnlegt samband í milli þeirra og kirkj- unnar, en skömmu eftir valda- tökuna 1945', var bannað að halda þessum vingjarnlegu samskiptum áfram, og brátt hófst striðið fyrir alvöru. Fyrsta atlagan var gegn hinu kaþólska kennarasambandi. Erkibiskupinn í Zagreb, Stepani- ac, neyddist brátt til þess að leysa þennan- félagsskap upp með því að það jafngilti brátt dauðadómi að játa að vera í honum. Eftir þetta réðust kommúnistarnir á líknar- og góðgerðarstofnanir kirkjunnar, svo á blaðaútgáfu hennar, og- loksins á kirkjuskól ana, sem 100.000 börn sóttu. En áður en sú fyrirætlun, að loka skólunum, komst í framkvæmd, hafði kirkjan skipulagt mót- Spyrnu, og svo fór, að forráða menn hennar neituðu að verða ivið kröfúnni um lokun skólanna, er húh var sett- fram. En kommúnistarnir höfðu svar jið á reiðum höndum. Erkibiskup jinn var handtekinn og ákærður um stríðsglæpi og dæmdur til 16 jára fangelsisvistar eftir venjuleg, ;austurevrópsk „réttarhöld“, sem síðan eru orðin alkunnugt fyrir- brigði í leppríkjum hins komm- únistíska heims. Þetta var fyrsta opinbera árásin á. kirkjuna, aust- an járntjaldsins, og jafnframt greinileg vísbending um það, sem í vændum var. Erkibiskupinn, Stepaniac, var ekki eina fórnarlambið. Reiknað var með því að 400 prestar og nunnur ‘hafi týnt lífinu síðan. Vitað er 'með vissu að meira en 300 prestat sitja í fangabúðum. Eftir að hafa lamað kirkjuna þannig með því að ráðast á leið- toga herinar, hefur Tító látið loka um það bil þriðjung allra kirkna í landinu, lókað flestum skólum hennar. Eh fólkið hefur svarað með því að sækja fastar en fyrr um inngöngu í þá skóla, sem enn eru opnir. Utrýming kristindómsins. í útvarpi frá' Vatíkaninu fyrir nokkru v.ar sagt: „í Rúmeníu er verið að útrýma kristindóminum11 Aðeins þar hafa kommúnistarnir gengið svo langt, að reyna að út- rýma kristindóminum og áhi’ifum hans. Það er ekki að ástæðulausu, lað Vatíkanið hefur sakað rúm- ensku stjórnina um að ofsækja kaþólska menn með svipaðri, ígrimmd og Neró lét ofsækja jkiástna menn í Róm til forna. — 'Fyrir 1945, voru 15 milljpnir ort- hodoskt kaþólskra manna í Rúm- eníu, 1,5 milj. rómversk kaþólskjr og 1,5- millj. af þeim fyrmefndu, ;sem játuðu yfirráð páfa. í dag eru engir kaþólskir menn í landinu, jað. því er opinberar ský.rslur herma, nema hinn fámenni hóp- ur, sem tilhey.rir „kirkjum" þeim, sem kommúnistar hafa sett; á stofn. Allir biskupar og fjöldi presta er annað tveggja líflátnir æða sitja í fangabúðum. Márgir prestar fara huldu höfði og ka- lólskar guðsþjónustur fara- enn fram með leynd, rétt eins' Og í Róm á dögum Nerós. Búið ér að loka öllum kaþólskum skólum og barnaheimilum, ennfremur leysa upp öll æskulýðsfélög kirkjunnar og liggja refsingar við að reyna að endurvekja þáu. Blöð ka- þólskra manna eru bönnuð og eignir þeirra upptækar. Ungverjaland. Ungverjaland er nær því alger- lega rómversk-kaþólskt. Þar hóf- ust ofsóknirnar fljótlega eftir stríðslokin, með því að leysa-upp ýms félög, sem. tengd voru kirkj- unni. Síðan hefur verið hert æ meira að kirkjunni. Hver stofnunin a fætur annarri, sem tengd var kirkjunni, hefur verið leyst upp og bönnuð, blöðin voru bönnuð og í sl. maímán. tók ríkið í sínar hendur alla góðgerðarstarfsemi og bannaði kirkjunni að koma þar nærri. Þetta skref stjórnar- innar varð m. a. til þess að stöðva gjafasendingar erlendra kirkju- félaga til Ungverjalands. Aðalátökin milU kirkju og rík is urðu sumarið 1948, er innan- ríkisráðuneytið fyrirskipaði að lloka öllum kaþólskum skólum. ILeiðtogi kaþólskra manna, Mind- zenty kardínáli, lýsti andstöðu við þessar fyrirætlanir. Hélt; Mindzenty málstað kirkjunnar, fram í fjölmörgum ræðum og prédikunum. Um áramótin gerði ileynilögreglan húsleit hjá Mind- zenty, og skýrði frá því að fund izt hefðu margir kassar með leyni skjölum, sem sönnuðu landráð kardínálans. í mesta flýti voru réttarhöld yfir. kardínálanum sett á svið og í febrúar var hann dæmdur í ævilangt fangelsi. Eftir fangelSim kardínálans hafa kommúnistarnir farið sér hægt. Þeir skilja þýðingu þess, að Irasa. ekki um ráð fram. Kirkjur eru enn opnar og guðsþjónustur fara fram, en ólíklegt er að fram- hald verði lengi á því. Bendir og margt til þess að nýr kapítuli í stríðinu sé að hefjast. Skólunum var samt lokað og kennaralið þeirra, um 7000 manns, rekið. í fangelsum landsins sitja a. m. k. 500 prestar. Beran í Tékkóslóvakíu. Kaþólska kirkjan í Tékkóslóva- kíu hefur ekki átt rólega daga nú um langan aldur, því að árið 1925 Isagði hún sig úr lögum við páfa- Istól. 1 uppreistinni gegn Þjóð- (verjum 1944, lýsti hin svonefnda „frelsisstjórn" yfir banni á ka- þólskum skólum og stofnunum. iEn þegar Benes stofnaði sam- ;steypustjónn sína.1945 var ákveð- ið að yfirtaka skólana smátt og smátt. Það var því létt verk fyrir kommúnistaflokkinn eftir valda- ránið í febrúar 1948, að skerpa íframkvæmd þessarar tilskipunar. |Um þetta leyti stofnaði flokkur- kaþólska ríkisstofnun, sem hann krafðist að kiiikjan viður- kenndi. Erkibiskupinn í Prag, Josef Beran, neitaði að verða við leirri ósk. Eftir það hófst stríð kommúnista við erkibiskupinn. — Þegar Beran kom heim úr eftir- litsferð utan af landi, sló leynilög- reglan hring um hús hans, og hélt honum i stofufangelsi. Biskupi tókst að sleppa út úr höll sinni og halda eina guðsþjónustu, en eftir það v.eit umheimurinn ekkert hvað varð um hann. í Tékkóslóvakíu hefur orðið meira háreysti út af bannfæring- artilskipun páfa gegn kommún- 'istum en í öðrum austur Evrópu- löndum. Páfi lýsti banni á. öllum hreinræktuðum kommúnistum og bannaði prestpm að veita þeim kirkjulega þjónustu, Ríkisstjórn- in lýsti því yfir, að hún mundi beita hörðu gegn þeim prestum, sem hlýddu kalli páfa. Fregnir herma, að margir prestar sitji nú í.fangabúðum fyrir að taka meira tillit til banns páfa. en fyrirskipan ríkisvaldsins. Pólverjar hafa sloppið bezt. Pólland — hið fimmta hinna svokölluðu „alþýðulýðvelda“ kommúnista — hefur fram að þessu sloppið bezt frá ofsóknum gegn, kirkjunni. Fram til þessa virðist stefna stjórnarinnar hafa verið: Ekki qpinbert stríð. Þessi jtaktík er sennilega sprottin af. jþvi, að eftir útrýmingu þá, sem Þjóðverjar framkvæmdu á Gyð- ingum í landinu á stríðsárunum, •er það nærri því 100% rómversk- [kaþólskt. ©fsóknir mundu því jhvetja til mjög harðrar and- spyrnu. Þar að auki er líklegt, að jheppilegt hafi þótt að ganga fyrst jmilli bols.og höfuðs á kirkjunni í I Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu, (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.