Dagur - 08.02.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 08.02.1950, Blaðsíða 4
D AGUR Miðvikudaginn 8. febrúar 1950 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. ¥ j: 1 Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjttm miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlf. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. r Utflutiiiiigsverzluii og •Miuslmll-áætlun NIÖURSTÖÐtJTÓLUR utanríkisverzlunar þjóðarinnar á árinu 1949, sem birtai- voru í síðasta tbl., eru.athyglisverðar og ættu að verða umhugs- unarefni fyrir hvern áby.rgan þjóðfélagsþegn. Út- flutningur landsmanna varð að verðmæti 289 milljónir króna, og viðskiptajöfnuðurinn varð óhagstæður um 137 milljónir. Nokkurn hluta þessarar fúlgu mó útskýra með innflutningi fram- leiðslutækja, svo sem skipa, en ekki er öll talan geymd í þeim. Sannleikurinn í málinu er, að þrátt fyrir vöruskort hér á landi á sl. ári, lifði þjóðin samt um efni fram, flutti meiri varning tiLlands- ins en hún hafði efni á að greiða. Vitaskuld verður því ekki haldið áfram til langframa. Slíkt getur þjóð leyft sér um skammt árabil aðeins. Að. því rekur að óhjákvæmilegt er að láta tekjur hrökkva fyrir útgjöldum og haga búrekstrinum í samræmi við það. Fram hjó þessari staðreynd komumst við íslendingar ekki fremur en aðrar þjóðir. LOKATÖLUR UTANRfKISVIÐSKIPTANNA á sl. ári eru sterk áminning um þessi sannindi, en þær vekja menn til umhugsunar um fleiri efni. — Það er athyglisverð staðreynd, að útflutningsverð- mætið var mun minna en gert hafði verið ráð fyrir. Fljótlegasta og handhægasta skýringin á þessu fyrirbrigði er aflabresturinn á síldveiðunum sl. sumar, og veldur hann vitaskuld mestu. En fleira mun þó koma þarna til greina ef vel er að gætt, Fyrir okkar eigin aðgerðir, þ. e. þróun dýrtíðar- stefnunnar hér hin síðari ár, er svo komið öllum atvinnurekstri okkar, að hann er ekki lengur rek :inn á traustum fjárhagsgrundvelli og þar með er kippt í buríu mestu hvatningunni til þess að ein- staklingar og félög koppi að því að fullnota fram- leiðslutækin og afla þjóðarbúinu þannig sem mestra verðmæta. Það er alveg vafalaust, að verulega skoi-tir á það á sl. ári, að öllum fram- leiðslutækjum þjóðarinnar væri einbeitt að þessu verkefni. í hverri höfn og í hverri verstöð landsins má sjá vélbáta og önnur fiskiskip ónotuð um lengri eða skemmri tíma af þeirri ástæðu, að það borgar sig ekki að gera þau út. í bátum og skipum, sem bundin liggja við hafnargarða landsins, er ónotað mikið afl til þess að afla þjóðinni dýrmæts gjald- eyi'is. Stöðvun nokkurs hluta fiskiskipanna um lengri eða skemmri tíma, jafngildir því hér hjá okkur, að vinna stöðvist um lengri eða skemmri 'tíma í brezka kolaiðnaðinum, sem ðr sú undir- staða, sem brezk framleiðsla hvílir á. Brezka þjóð- in gefur því nánar gætur, hvernig sú framleiðsla stendur sig í viku hverri. Það mundu þykja mikil tíðindi og váleg, ef hluti þessa þýðingarmikla iðn- aðar væri ónotaður einhvern tíma ársins fyrir inn- byrðis deilur eða önnur heimatilbúin van'dræði. Hér heyrist aftur á móti sjaldan talað um það, hver lífsnauðsyn það er fyrir þjpðarbúskapinn, að allir leggist á eitt að auka útflutningsframleiðsluna og ; gæta þess, að ekkex-t framleiðslutæki stöðvist einn einasta dag, sem unnt er að halda því úti. Þrátt j fyrir allan okkar skipulagsbúskap, sem svo er nefndur, nú hin síðai-i ár, virðist sem skipulag [ vanti.þó á það, sem einna.mestu máli. skiptir, en xað er aukning og örvun útflutn- ingsverzlunarinnar á öllum svið- um. Það vii-ðist vex-a einna þýð- ingarmesta verkefnið, sem nú bíður þjóðarinnai-. Blöðin birta annað veifið fi-éttatilkynningar frá Efnahagssamvinnustofnun til nauðsynjavörukaupa er Mars- hall-fé það, sem íslandi fellur í skaut, er notað hverju sinni. Við lestur þessara fréttatilkynninga, valcnar sú spuxming í hugum maigra, hvei-nig landsmenn hygg ist fai-a að því að afla sér dollara til nauðsynjavörukaupaí er Mars- hall-fi'amlög hætta með öllu árið 1952. Mikið af Marshall-fé því, sem ísland fær, fer til kaupa á kornvörum, fóðurvörum og öðr- um nauðsynjum, sem þjoðin kemst ekki af án. En á sama tíma ög verulegur hluti fjái'ins fer til þess að leysa úr þörf þjóðai'innar fyrir koi'n- og fóðurvörur, vii’ðist .sáralítið gert til þess að reyna að afla mai'kaða fyrir fi-amleiðslu- vörur landsmanna í dollaralönd- um. Staði'fiynd mun vera, að doll- aratekjur landsins hafa verulega gengið saman síðan í stríðslok, þegar Marshall-fé er ekki með- talið. Þetta eru alvai'leg tíðindi, sem gefa þarf gætur að í tíma. Árið 1952 nálgast hraðfara og með því mörg vandamál, sem hentast er að byi'ja að glíma við sti-ax. ÚTFLUTNINGS- OG MARK- APSMÁL þjóðai'innar eru. stór- mál, sem of sjaldan er.rætt um og :almenningur í heild veit ekki eins glögg skil á og nauðsynlegt er. Af opinbei-ri hálfu er lítið gert til þess að vekja þjóðina til umhugsunar um þessi efni og er það miður fai'ið. Auknar upplýs- ingar um þessi efni eru líklegar til þess að auka skilning á þeirri höfuðnauðsyn að efla framleiðsl- una og útflutningsverzlunina og láta ekki innbyrðis ósamkomulag í milli stétta, eða önnur heimatil- búin vandræði, stöðva fi-amleiðsl- una einn einasta dag. FOKDREIFAR Logn og stormar. ÞESSI. ÁRSTÍÐ er oft um- hleypingasöm hér hjá okkur, énda þótt að jafnaði sé hér meii'i ■veðu’rsæld en víðast hvar annars staðar á landinu. En nú hefur ■brugðið svo við, að kyrrt og ró- legt hefur vei’ið í náttúrunni um alllanga hríð og má með sanni segja að tíðarfarið hafi leikið við okkur að undanförnu. Vel má þó svo fai-a að þetta logn nú sé und- anfari stoi'masamra tíða, alveg eins og það vii'ðist nú augljóst, að lognið, sém hefur verið yfir lands málunum nú um nokkra hríð, muni brátt víkja fyrip stoi'mum pennastriksins og annarra stór- viðburða á Alþingi. í þeirri vii’ðulegu stofnun var allt hljótt og kyi’rt, svo að varla blakti hár á höfði þingmanna meðan trylltir stormar geisuðu utan veggja fyrir og um bæjarstjórnakosningarnar. En nú er lognið dottið á í bæjar- stjórnai'sölunum, og þá má líka búast við að hann fari að hvessa á Alþingi. Enda eru hin fyrstu veðux’merki nú að koma í ljós. — Lausafregnir úr Reykjavík hei’ma, að „pennasti'iksins", þ. e. tillögu ríkisstjórnai'innar í dýr- tíðarmálunum, sé nú vænzt á hverri stundu, þótt færri fregnir fari af því, hvernig því muni hátt- að í einstökum atriðum. Jafn- framt má þá gera ráð fyrir því, að lognvæi'ðin, sem umvafið hefur ríkisstjómina, taki eitthvað að bresta og yfii'leitt muni nokkurra tíðinda von úr höfuðborginni áður en langt um líður. Kyrrðin eftir kosningarnar. KALLA MÁ aðikyi’rt-hafi vei’ið- í bæjai-málunum hér hjá okkur síðan bæj arstj órnakosningaslagn- um lauk, enda varla að vænta neinna stói'viðbui'ða í bæjar- stjórninni okkai’, í bráðina a. m. k. Menn ræða hér helzt um bæj- arstjórakjör, en enginn veit þó enn, hvemig það mál ræðst er bæjarstjórnin kemur sáman til fyi'sta fundar i þessari viku. Lík- jegast telja menn þó, að það mál verði stórillindalaust eins og flest önnur, sem hér bex- á góma og yf ii'leitt mun ætlun manna, að sæmilegur friður haldist í bæjar- stjóx-ninni og menn leggist þar á eitt að reyna að gera hag bæjarins sem beztan, eftir því sem þeir hafa vit til. Segja má-, að-mestur •hluti janúarmánaðar. hafi farið til þess um land allt að rífast um iverðleika flokkanna, sem sóttust eftir umboði kjósenda í bæjar stjórnum landsins. Þegar allt er um garð gengið, og úrslitin alls staðar kunn, kemur í ljós, að ekki hafa orðið þær breytingar á full- trúaskipuninni, að líklegt sé að stórtíðindum valdi, heldur muni S-tjórn bæjarmálefna í landiiju verða eitthvað keimlík. því á fiæstu fjórum árum, sem verið hefur undanfarin ár. En í hita bardagans hafa mönnum dulist ýms önnur tíðindi í landsmálun um en þau, hvort þessi flokkur inn eða hinn væri líklegur til þess að auka fylgi sitt eitthvað eða .týna nokkrum atkvæðum á kjör- degi. Þegar vel er að gáð, veltur ekki á stórlega miklu fyrir þjóð félagið, hvort styrkleikahlutföll flokkanna í bæjarstjórhunum raaJcast eitthvað eða ekki. Aðal atriðið er þó, þegar öllu er ; botninn hvolft, að þjóðinni heild, fremur en einstökum flokk um, farnist vel. Þetta sjónarmið virðist stundum gleymast í kosn ingaslag. Þá er eins og mönnum finnist allt velta á því, hvort flokkurinn stendur sig eða stend ur sig ekki. Hitt skiptir þó óneit- anlega meira máli, að þjóðin heild standi sig vel, að málefnum hennar sé vel og skynsaml£ga stjórnað og þegnarnir allir legg ist á árar er afstýra þarf strandi og keppi að því að sigla fari heilu í höfn. Teikn á lofti í janúar. í JANÚARMÁNUÐI voru ýms teikn á lofti, sem bentu til þess, að mikið.skorti á að landsstjórn- in væri góð og allir þegnarnir samtaka um að efla hag lands og þjóðar. Þá voru birtar. skýrslur um afkomu þjóðarbúsins á árinu 1949 og þær voru ekki ýkja glæsi- lyegar. í ljós kom, að heildarút- flutningsf ramleiðsla þ j óðarinnar náði ekki 300 millj króna vei'ð- mæti og verzlunarjöfnuður varð óhagstæður um 137 milljónir kr. Þetta minnir á þá staðreynd, að mjög skorti á það, að þjóðin legði meginkapp á það á liðnu ári, að fullnýta öll framleiðslutæki sín. í janúar kom í ljós, að afkoma út- gerðarfyrirtækja og anparra framleiðslufyrii'tækja var mun verri á árinu 1949 en undanfarin ár, Svo er nú komið, að þau fyr- (Framhald.á 7, síðu)> Skipulagning í eldluisinu Það er margt í cldhúsinu, sem hægt er að skipu- leggja þannig ,að starf þeirra, sem þar vinna, verði léttara og skemmtilegra. Það er t. d. ekki rétt að geyma potta og pönnur í skáp, sem er lángt frá elda- vélinni eða diska, sem notaðir eru daglega í efstu hillu skápsins. Þannig mætti lengi telja. Að þessu sinni ætla eg þó að ræða aðra hlið á skipulagning- unn í eldhúsinu eða öllu heldur annars konar skipu- lagningu en á fyrirkomulagi ýmissa hluta, nefnilega um máltíðirnar og á hvern hátt sé hægt að skipu- leggja þær fyrirfram. ÞAÐ ER EKKI ÓALGENGT að heyra húsfreyjur stynja upp setningum eins og þessum: „Ó, hvað á eg nú að hafa í matinn í dag,“ eða: „Hvað í ósköp- unum á eg nú að hafa í mat á morgun!“ Húsmæðr- unum.er sannarlega oft vorkunn, hvað matarkaup- in og matargerðina snertir, því að oft er ekki úr mörgu að velja, og sérstaklega. er tilfinnanlegt að ekki skuli vera neitt grænmeti á boðstólnum. En við megum, þrátt fyrir allt, ekki kvarta, því að góð- an og mikinn mat höfum við óneitanlega, þótt hús- mæðurnar vildu gjarnan mega hafa hönd í bagga með því sem inn er flutt. Hér á eg ekki einungis við matarinnflutning, heldur og innflutning ýmiss kon- ar búshluta, en það mun eg ekki ræða nánar að sinni. Til þess að gera bæði matarinnkaupin og rnatar- ■gerðina léttari og losna við daglegar áhyggjur út af því, hvað hafa eigi í matinn, er afbragðs gott ráð að gera lista yfir allar máltíðir vikunnar í einu og miða 'innkaupin við hann. Þegar eg segi allar máltíðir, á eg við miðdegisverðinn, því að flestir borða brauð og annað þ. h. að kvöldinu. Eg ætla að segja ykkur í örfáum orðum, hvernjg eg hef þetta, og mér hefur reynzt ljómandi vel. Á laugardögum geri eg lista yfir alla vikuna og skrifa niður hjá mér, hvað á að borða hvem dag. Á mánudagsmorgun panta eg mat til tveggja daga, þ. e. a. s. ef kalt er í veðri, og þetta er matur, sem þolir vel að geymast. Sama geri eg á þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld. Að sjálfsögðu, er brugðið út af þessu, eftir því sem á stendur með eigin matarbirgð- ir og annað. Þá er að raða saman þeim réttum, sem fara vel saman og byggja hvorn annan upp að ein- hverju leyti. Á eftir saltfiski er t. d. mjög gott að borða einhverja sæta súpu og þar fram eftir götun- um. Skyr ætti að vera fastur liður a. m. k. einu sinni í viku og má þá fyrri rétturinn gjarnan vera af léttara tagi. Soðið kjöt og kjötsúpu er gott að hafa á aðal annríkisdögum, t. d. þvottadögum o. þ. h. Ef nægilegt væri af grænmeti og ávöxtum á skaplegu verði, væri sjálfsagt að hafa a. m. k. einn grænmetisdag í viku (margir myndu eflaust hafa þá fleiri), en því er nú ekki að fagna. Eg ætla ekki að nefna fleiri, rétti hér, það hefur hver eftir sínum smekk og geðþótta, en með því að hugsa málið vel og gera lista yfir alla vikuna í senn, er miklum og óþörfum áhyggjum létt af húsmóður- inni. P. LEIÐRÉTTING. f síðasta kvenandálki var prentvilla, sem eg vil leiðrétta. Þar stóð á einum stað, að uppslögin væru saumuð með treyju að ofan, en á auðvitað að vera TEYGJU. Eg vona að þetta hafi ekki yaldið neinni truflun við saumaskap á uppslögunum, sem eru hreinasta þing, og að þau geti orðið sem flestum konum að gagni. GOTTRÁÐ: Munið að láta vínarpylsur ekki sjóða. Þær á að setja í kalt vatn og hita upp að suðumarki. — Þann- ág eru þær beztar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.