Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1988, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 18. MARS'1988. 12 V Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson Lítil hreyfing er efst á lista okkar og reyndar aðeins ein mynd inni á listanum sem ekki hefur verið þar áður. Það er mynd um happadöm- urnar Shirley Long og Betty Midler. Þær ættu að hafa góða möguleika á því að hækka sig því sprellið þeirra er líklegt til að faUa fólki í geð þótt ekki sé það mjög innihaldsríkt. Flugan ferlega er komin í annað sæti eftir aðeins tvær vikur og undrar engan. Óvænta stefnumótið hans Bruce Willis er enn í fyrsta sæti - fimmtu vikuna í röð. Gott úthald hjá þeirri ágætu mynd. DV-LISTINN 1. (1) Blind Date 2. (4) The Fly 3. (2) Lethal Weapon 4. (3) Stella í orlofi 5. (8) Burglar 6. (-) Secret of my Success 7. (9) Platoon 8. (5) The Stepfather 9. (10) Amazing Stories II 10. (-) Outrageous Fortune Ofleikið með stæl OUTRAGEOUS FORTUNE Útgefandi: Bergvik Leikstjóri: Arthur Hiller. Handrit: Leslie Dixon. Aðalhlutverk: Bette Midler. Bandarisk 1987. 99 min. Bönnuð yngri en 12 ára. Bette Midler hefur fengið fjöld- ann allan af hlutverkum á síðustu tveim til þrem árum. Hún hefur fest í hlutverki kjaftforrar breddu og göslast vægast sagt í gegnum hlutverkin. Hér treður hún upp með Shelly Long (þessari óþolandi í Staupasteini) og reyna þær fyrir sér sem nokkurs konar kvenkyns Gög og Gokke. Þær stallsystur eru alveg kostulegir ofleikarar og er myndin tekin í einum spretti. Eng- inn stoppar og hugsar eitt andartak um hvert ferðinni sé heitið heldur er stefnt að því að ljúka þessum 99 mínútum með sem mestum hraða. Það er eiginlega fullmikii bjart- sýni að ætla að rekja efnisþráð myndarinnar en í stuttu máli má segja að hún fjalli um samskipti tveggja ólíkra kvenna sem deila með s ir karlmanni (án þess að vita af því í fyrstu). Hann svíkur þær báðar og með þeim tekst fjandvina- samkomulag. Þær reyna að hafa OUTRAGEOUS FORTUNE uppi á kauða til að hefna sín á hon- um en flækjast þá í njósnasamsæri. Þessi mynd er með ólíkindum vitlaus og gamanið, sem hún á að snúast um, byggist á ofleik, hraða og fávitaskap. Vissulega er allt í lagi að gera farsa svona öðru hverju en tii þess að það megi ta- kast verður höfundurinn að hafa yfir einhverri gamansemi að ráða. -SMJ Hugmyndafræði skordýra THE FLY Útgefandi: Steinar. Leikstjóri: David Cronenberg. Handrit: Charles Edward Pouge og David Cron- enberg. Tónlist: Howard Shore. Aðal- hlutverk: Jeff Goldblum, Genna Davis og John Getz. Bandarísk 1986. Bönnuð yngri en 16 ára. 92 min. Með útgáfu þessarar myndar gefa þeir hjá Steinum fólki kost á skemmtilegum samanburði sem gefur góða innsýn í kvikmyndasög- una. Á síðasta ári var nefnilega, gefin út fyrri myndin um Fluguna frá miðjum sjötta áratugnum með Vincent Price í aðalhlutverki. Er sérlega skemmtilegt að bera þessar tvær myndir saman og velta fyrir sér þróun kvikmyndarinnar. Ekki þar fyrir, þessi mynd er engin skemmtimynd, þó hún grípi áhorf- andann fóstum tökum. Hún sýnir þó þá möguleika sem nýjasta tækni gefur kvikmyndamönnum og er þá bara að vona að eitthvað varðveit- ist af frásagnarsnilld fyrri tíma eins og fyrri myndin ætti að sýna. Cronenberg er ákaflega athyglis- verður hryllingsmyndahöfundur, sem hingað til hefur sýnt óvenjuleg efnistök sín í B-myndum, s.s. Scanners, Videodrome og The Dead Zone. Hér er hann þó kominn í 1. deild og fær sér til aðstoðar þá sem hann vill, enda fjárráðin batnað verulega. Brellumar og gervi Goldblum hafa vakið mikla athygh - reyndar orðið tilefni margra tímaritsgreina. Er alveg með ólíkindum að fylgjast með umbreytingu Dr. Brundle í Brundlefluguna. Hlutverkið krefst mikils af Goldblum hkamlega og stendur hann fyllilega undir því. Hann er að mörgu leyti dálítið óvenjulegur leikari og á án efa eftir að spjara sig í framtíðinni. Myndin segir frá vísindamanni einum, Goldblum, sem er auðvitað alger snilhngur, hafði verið nálægt því að fá Nóbehnn í eðhsfræði um tvítugt. Hann hefur lokað sig inni um nokkurra ára skeið og einbeitt sér að thraunum sínum. Um leið og þeim er að verða lokið kynnist hann blaðakonu, Davis, og þau verða ástfangin. En tilraunir hans fara úrskeiðis og hræðileg um- breyting á sér stað. Því er ekki aö neita að ofurá- hersla á gervi Goldblum sphhr aöeins fyrir og vangaveltur um sið- fræði eða markmið vísindanna bíða lægri hlut, þó þeim bregði vissulega fyrir. í fyrri myndinni var það ástin sem sigraði og hér er leikið afbrigði af því, þó engan veginn jafnsannfærandi. Líklega getur enginn sannur hryhings- myndaaðdáandi látið þessa mynd framhjá sér fara þó því verði ekki neitað að aðeins hefði mátt vera meira aðhald sums staðar, enda jaðrar myndin við subbuskap á köflum. -SMJ Tölvuvæddur hemaður DEFENCE PLAY Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Monte Markham. Aðalleikarar: David Oliver, Susan Urs- itti og Monte Markham. Bandarisk: 1987 - Sýningartimi: 94 min. Defence Play sækir fyrirmynd sína í myndir á borð við War Gam- es þar sem töivustýring í hemaði er miðdepill myndarinnar. En svo vel fari þarf tæknihhð myndar á borð við Defence Play að vera nán- ast fullkomin th að árangur náist. Því miður tekst tæknimönnum ekki nógu vel hér. Defence Play snýst að mestu um htið undratæki, sem hkist mest þyrlu, en hefur að geyma leysivopn og radartæki og getur nánast elt uppi hvað sem er. Þessari stríðsvél er stýrt með tölvu og er þyrlan á tilraunastigi. Prófessorinn, sem hannað hefur þyrluna, er drepinn á dularfullan hátt og fellur fyrir eigin vopni sem stjórnað er af ókunnugum. Grunur beinist að ungum tölvu- áhugamanni sem hafði mikinn áhuga á thraunum prófessorsins. Hann er alsaklaus en á erfitt með að sanna það. Hann tekur sig því th og brýst inn í tölvukerfi prófess- orsins og kemst að því að einhver utanaðkomandi hafi verið að fikta við tölvustýringu þyrlunnar. Má hann þakka kunnáttu sinni á tölvur að hann er ekki drepinn á sama hátt og prófessorinn. Hann nýtur aðstoöar ungrar stúlku, sem er ekki síðra tölvuséní en hann, og saman reyna þau að hafa uppi á hinum ósýnilega sakamanni sem virðist þekkja alla innviði tölvu- kerfi prófessorsins og virðist á góðri leið með að ná yfirráðum yfir stríðsvélunum. Það má hafa gaman af Defence Play, þótt ekki risti myndin djúpt. Atburðarásin er hröð og hefðu tækniatriði verið betur leyst af hendi, hefði verið hér um ágæta afþreyingu að ræða. HK. Ruddaskapurinn allsráðandi FIELOS OF HONOR Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Hans Scheepmaker. Aðalleikarar: Everett McGill og Ron Brandsteder. Hollensk 1986 - Sýningartimi: 91 min. Þeir Cannon bræður, Golan og Globus, leita víða fanga í kvik- myndagerð sinni og er þessi framleiðsla þeirra Heiðursvelhr, (Fields Of Honor), að stórum hluta hollensk. Leikstjórinn ásamt leik- urum, fyrir utan aöalleikarann, eru hollenskir og fiallar myndin um hollenska herdehd í Kóreu- stríðinu. Herdehd þessi er orðin stríðs- hrjáð og mannlegar tilfinningar bærast vart með þeim. Aðalpersón- an er liðþjálfi nokkur sem hefur lifað þrjár styrjaldir og þekkir varla nokkurt annað líf. Snemma í myndinni kynnumst viö þeirri eymd sem íbúar Kóreu búa við. Konum er nauðgað af her- mönnum eða þeim er borgað líth- ræði fyrir blíðu sína og eru hermennirnir nánast eins og vhh- menn í samskiptum sínum við innfædda. í einni heimsókn sinni á hóruhús verður herdeildin fyrir árás norð- anmanna og er innikróuð. Faha þeir hver af öðrum þangað til hð- þjálfinn er einn eftir ásamt litlum dreng, sem hefur komið nokkuð við sögu, og hðþjálfinn hefur tekið undir sinn vemdarvæng... Heiðursvellir er ruddaskapurinn uppmálaður og eru mörg atriðin sóðaleg. Oft er eins og aðaláherslan sé lögð á að sýna hve særður líkami geti verið hrylhlega limlestur. Það er greinhegt að leikstjórinn Hans Scheepmaker kann sitt fag, en ef eitthvað hefur verið virðing- arvert við myndina, þá hverfur það alveg í öhum ruddaskapnum og maður verður þeirri stund fegnast- ur þegar myndin er yfirstaðin. HK. * ^ Yillt sumarfrí ONE CRAZY SUMMER Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Savage Steve Holland. Aðalleikarar: John Cusack, Demi Moore og Curtis Armstrong. Bandarisk: 1987 - Sýningartími: 90 min. Þær era ekki ófáar gamanmynd- irnar á undanfomum árum sem byrja við skólalok. One Crazy Sum- mer er ein slík. Tveir frískir strákar halda th eyju einnar þar sem ættingjar ann- ars búa. Þeir eru rétt lagðir af stað þegar ævintýrin byrja. Það er fljót- lega ljóst að ætlunin er að byggja upp góða farsastemmningu, sér- staklega þegar mesti ofleikari seinni tíma Bobcat Goldwait birt- ist. Stundum tekst ætlunin en oftast ekki. Th þess er söguþráöur- inn allt of laus í rásinni og áhorf- andinn verðúr sem fyrr dauðleiður á fettum og brettum Goldwait. Jon Cryer og Demi Moore standa sig aftur á móti ágætlega í hlutverkum elskendanna. í heild er One Crazy Summer brokkgengur farsi sem helst höfðar th unghnga. HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.