Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 18. MARS 1988. 31 íþróttir um helgina: Skrautsýning í Laugardalshöll - meistaramót fslands í fimleikum um helgina • Allt besta fimleikafólk íslands veröur á fullu í Laugardalshöll um helgina. DV-mynd Brynjar Gauti lifið lagt undir í körfunni - 5 lið bítast um 2 sæti í úrslitakeppninni Um þessa helgi ber hæst á sviði íþróttanna meistaramót íslands í fimleikum. Mótið hefst í kvöld í Laugardálshöll með skylduæfing- um keppénda, nánar tiltekið klukkan 19.00. Á laugardeginum verða síðan frjálsar æfingar og hefst keppni þá klukkan 14.00. Að loknum æfing- unum verða íslandsmeistarar síðan krýndir en hhðsjón er þá höfð af sameiginlegum árangri íþróttafólksins báða dagana. Á sunnudeginum verður síðan um hreina skrautsýningu að ræða en þá reyna sex efstu íþróttamenn í karla- og kvennaflokki með sér. Veröur þá keppt á hveiju áhaldi fynr sig. Áhorfendur eru hvattir til að mæta í höllina og fylgjast með fim- leikafólkinu okkar sem er í mikilli framfor. -JÖG íþróttir um helgina Allt d fullu í noilirmi íslandsmót fatlaðra í sundi fer fram í Sundhöll Reykjavíkur nú um helgina. Mótið hef9t í dag klukkan 18 og því verður síðan fram haldiö á sama stað á morg- un. Þá hefjast leikar klukkan 16. Alls taka 60 sundmenn þátt í mótinu og eru allt besta sund- fólk meðal fiatlaöra skráö til leiks. Án alls efa verður mikil keppni og tvisýn. Sumt sund- fólkið keppir nefiiiiega aö því að ná tilskyldum árangri sem veitir þvi rétt til aö mæta á ólympíuleikana 1 Seoul síðar á Körfuboltinn mun heldur betur kljúfa loftið um helgina. Þrír leikir eru á döfinni í úrvalsdeildinni. í kvöld verður mikil rimma háð í Njarðvík en þangað mæta þá hin- ir efnilegu strákar úr Grindavík. Hefst leikurinn klukkan 20. Á laugardeginum mætast síðan ÍR-ingar og Valsmenn í Seljaskóla. Hefst viðureign þeirra klukkan 14 og má búast við hörkuslag. Á sunnudeginum verður síðan enn einn stórleikurinn en þá halda Hafnfirðingar í Vesturbæinn. Mæta þeir KR-ingum, nánar tiltek- ið í Hagaskóla. Verður leikurinn án alls efa tvísýnn og allt lagt und- ir hjá báðum aðilum. Sæti í úrslita- keppninni er í veði og því er um lífið að tefla hjá þeim Uðum sem þangað kunna að komast. Liðin, sem bítast nú hvað hatrammast um sæti í úrslitunum, eru Valur, KR og Haukar. Grindavík og ÍR eiga einnig fræöilegan möguleika. ÍBK og Njarðvík hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, lið Njarðvíkur raunar þegar orðið deildarmeistari. Fá Suðurnesjapilt- arnir sérstaka viðurkenningu af því tilefni í leikhléi í viðureign sinni við Grindavík. -JÖG Framkvæmdasjóður Íslands Starfskraftur óskast sem fyrst til starfa við bókhalds- og ritarastörf. Verslunarmenntun æskileg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Framkvæmdasjóði íslands, Rauðarár- stíg 25, 105 Reykjavík. Starfskraft vantar Fyrirtæki í borginni óskar að ráða starfskraft til al- mennra skrifstofustarfa sem fyrst. Viðkomandi þarf að vera reglusamur, stundvís og reikniglöggur og kunna skil á undirstöðuatriðum í bókhaldi og vinnslu á tölvum. Lysthafendur leggi nöfn, heimilisfang og símanúmer ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf inn á auglýsingadeild DV, merkt „Fjölbreytt starf", fyrir nk. þriðjudag, 22. mars. Auglýsing frá Borgarskipulagi Með vísan til 17. og 18. greinar laga nr. 19/1964 er hér með auglýst landnotkunarbreyting á staðfestu Aðalskipulagi Reykjavíkur. Breytingin er í því fólgin að landnotkun á staðgr.r. 1.286.1 sem markast af Safamýri, Háaleitisbraut og Miklubraut verður svæði fyrir verslun og þjónustu í stað íbúðarsvæðis. Uppdráttur og greinargerð liggja frammi almenningi til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, frá föstudeginum 18. mars til 29. apríl 1988, alla virka daga frá kl. 8.30-16.15. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en kl. 16.15, föstudaginn 13. maí 1988. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir breytingunni. Reykjavík, 18. mars 1988. Borgarskipulag Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík Næsti fræðslufundur Fuglaverndarfélags íslands verður í Odda þann 23.03. kl. 8.30 e.h. Fundarefni: útbreiðsla varpfugla á Reyjanes- skaga vorið 1987. Flytjendur: Kristinn Haukur Skarphéðinsson líffræðingur og Gunnlaugar Pét- ursson líffræðingur. Flytjendur sýna litskyggnur. Öllum heimill aðgangur. Athugið breyttan fundarstað. Aðalfundur félagsins verður í lok fundarins. Stjórnin Eftir mánuð verða úrslitin í Ford-fyrir- sætukeppn- inni. Nú eru sex fagrar meyjar komn- ar í úrslitin og í helgarblað- inu eru lit- myndir af þeim í keppnisstell- ingum og viðtöl við þær allar. Sumir halda því fram að Sverrir Stormsker hendi gaman að söngvakeppninni. Stefán Hilmars- son, sem syngur lag Stormskers- ins, er þó á öðru máliog segirað æringjann langi tii að sigra ekki síð- ur en aðra. Stefán Hilmarsson er í viðtali viö helgar- blaðið á morgun. Sykurmolarnir hafa haldið lokatónleikana hér á landi. Næst á dagskrá er að sigra heiminn -endanlega. Helgar- blaðið var að sjálfsögðu á tónleikunum á Hótel íslandi og færir ykkur fréttir af Sykurmoiunum. ryyo yUxtA*\/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.