Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1988, Blaðsíða 6
30 FÖSTUDAGUR 18. MARS 1988. Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Laugarasbíó Allt látið flakka og Alvin og félagar Laugarásbíó frumsýnir tvær myndir um helgina, gamanmynd- ina Alít látið flakka (Amason Women on the Moon) og barna- myndina Alvin og félagar (The Chipmunk Adventure). Það er John Landis sem ber ábyrgðina á Alvin og félagar lenda i mörgum ævintýrum i samnefndri kvikmynd. Allt latið flakka sem er farsakennd ævintýramynd er gerist bæði á jörðinni og tunglinu. Gert er grín að athöfnum nútíma- mannsins á miskunnarlausan hátt og er ekkert undanskilið. Leikstjór- ar eru fimm og eru þekktastir Joe Dante og sjálfur John Landis. Alvin og félagar er teiknimynd byggð á þekktum teiknimyndaper- sónum. Fjallar myndin um ferðalag kringum jörðina á áttatíu dögum í loftbelg. Alvin og félagar hans eru sakleysið uppmálað og vara sig ekki á skúrkum sem nota þá til aö smygla demöntum. Börnin fá ekki alltof mikið fyrir sig í kvikmyndahúsum höfuðborg- arinnar en hér er komin kvikmynd sem er fyrst og fremst fyrir yngstu áhorfendurna en öll fjölskyldan getur skemmt sér yfír. Þrir geimfarar í Allt látið flakka, Joey Travolta, Steve Forrest og Robert Colbert. Regnboginn Síðasti keisarinn Sú kvikmynd, er fær flestar tilnefningar til óskarsverðlauna þetta áriö, er hin fallega kvikmynd Bernardos Bertolucci, Síðasti keisarinn (The Last Emperor). í tjlefni af því hefur Regnboginn tekið myndina aftur til sýninga og er það ábyggilega fagnaðarefni mörgum sem ekki sáu hana í fyrstu umferð. Eins og kunnugt er fjallar myndin um ævi síðasta Kína- keisara frá bamsaldri, þegar hann var talinn af guðum, til þess síðasta, er hann endar ævi sína sem garðyrkjumaður í Peking. Það tók Ber- tolucci langan tíma að fullgera stórmynd sína og er hún að öllu leyti tekin í Kína. Það eru fleiri en einn leikari sem leika keisarann þó að mest mæði á John Lone sem leikur hann á fullorðinsárum. Af öðrum leikurum má nefna Peter O’Toole er leikur kennara keisarans. Háskólabíó Hættuleg kynni Ein af þeim myndum, sem hafa verið tilnefndar til óskarsverðlauna þetta árið, er Hættuleg kynni (Fatai Attraction), mögnuð spennumynd undir stjóm Adrians Lynne. Michael Douglas leikur Don Gallagher sem er hamingjusamlega giftur en fellur fyrir glæsilegri konu, Alex Forrest. Eftir helgargaman vill hann ekki meira með hana hafa og heldur að þetta stundargaman tilheyri fortíðinni en svo er nú aldeilis ekki. Michael Do- uglas og Glenn Close sýna stjömuleik í erfiðum hlutverkum sem krefjast mikiis af þeim. Hættuleg kynni er mynd sem unnendur spennumynda ættu ekki aö láta fram hjá sér fara. Óvanir börnum reyna þeir þremenningar, Tom Selleck, Steve Guttenberg og Ted Danson, að hugga sex mánaða gamalt barn. Bíóhöllin Þrír menn og bam Þremenningarnir Tom Selleck, Steve Guttenberg og Ted Danson, er leika aðalhlutverkin í Þrír menn og barn (Three Men and a Baby), verða heldur betur undr- andi þegar þeir finna dag einn sex mánaða gamalt bam fyrir utan dymar hjá sér. Þeir hafa hingað til lifað áhyggjulausu piparsveinalífi og deilt með sér lúxusíbúð þar sem ósjaldan er glaumur og gleði með víni og vífum. Einn þeirra er faöir bamsins og hefur móðirin' í örvæntingu skilið það eftir hjá foðurnum í þeirri von að hann taki það að sér. Það verður snögg breyting á lífi þeirra. Allt í einu þurfa þeir að hafa áhyggjur af bleium og bamamat og barnið spyr aö sjálfsögðu ekki hvort það er dagur eða nótt þegar það vantar eitthvað... Þetta er byrjunin á einhverri vin- sælustu kvikmynd vestanhafs á síðasta ári. Þykir vel hafa tekist til og þótt þessum ágætu leikurum haíi verið hælt þá er það barnið sem stelur senunni. í raun er hér um tvíbura að ræða sem leika stúlkubamiö. Vinsældir myndar- innar eru auðskildar. Hér er á ferðinni græskulaust grín og til- ganginum er náö - að skemmta áhorfandanum. Tom Beringer og Mini Rogers í hlutverkum sinum í Einhver til að gæta mín, nýjustu kvikmynd Ridley Scott. Stjömubíó Einhver til að gæta mín Tom Beringer hlaut mikið hrós fyrir leik sinn í Platoon þar sem hann lék frekar ógeðfellt hlutverk liðþjálfa. í Einhver til að gæta mín leikur hann nokkru geðslegra hlutverk eða leynilögguna Mike Keegan sem feng- inn er til að gæta konu sem hefur orðið vitni að morði. Þau laðast hvort aö öðm þrátt fyrir að Keegan sé giftur og verður það til þess að eigin- kona hans og sonur lenda í lífshættu... Aðrir leikarar eru Mimi Rogers, Loraine Bracco og Jerry Orbach. Leik- stjóri er enginn annar en Ridley Scott sem á að baki myndir eins og Alien og Blade Runner svo einhveijar séu nefndar. Bíóborgin Nuts Barbra Streisand er frekar sjald- séð á hvíta tjaldinu enda jafnvel þekktari söngkona en leikkona. Hún er samt, eins og flestir vita, ágæt leikkona eins og hún hefur oft sannað. í nýjustu kvikmynd sinni, Nuts, hefur hún ekki verri mótleikara en Richard Dreyfuss og mynda þau stórskemmtilegt par, konu sem álitin er skrítin og lög- fræðing sem fenginn er til að veija hana fyrir rétti þegar hún er ákærð fyrir morð. Nokkrir ágætir karakterleikarar eru einnig til staðar. Má þar nefna Maureen Stapleton, Eli Wallach, Robert Webber, James Whitmore og Karl Malden. Leikstjóri er einn af betri og reyndari leikstjórum vestanhafs, Martin Ritt, sem á að baki margar frábærar myndir eins og Hud, Sounder, The Great White Hope og Norma Rae. Nuts hefur alls staðar fengið góða dóma og þykir góð skemmtun. Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn Sýningar Gallerí Nes Nýja Bæ v/Eiðistorg Opnaður hefur verið nýr sýningarsalur, Gallerí Nes, í verslunarhúsnæði Nýja- Bæjar við Eiðistorg, in. hæð. Opið er virka daga kl. 16-19 og laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11-17. „Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvisindahúsinu er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Að- gangur að safhinu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Safnið er opið alla daga kl. 11.30-16.30 nema laugardaga og sunnudaga er opið .til kl. 19. Leiðsögn sérfræðings alla föstu- daga kl. 13.30-13.45. Kaffistofa hússins er opin á sama tima og safnið. Mokkakaffi Skólavörðustíg Helgi Sigurðsson sýnir blýantsteikningar á Mokkakaffi. Sýningin, sem er sölusýn- ing, stendur til 31. mars og er opin alla daga kl. 10-23.30. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húsið Á morgun verður opnuð sýning á verkum danska listmálarans Henrys Herrups í Norræna húsinu. Sýnd verða olíumál- verk, höggmyndir óg graflk í sýningar- sölum en einnig verða grafíkmyndir í anddyri. Sýningin verður opin daglega kl. 14-19 fram til 3. apríl. Nýhöfn Hafnarstræti 18 Á morgun verður opnuð sýning Sigrúnar Harðardóttur í listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Á sýningúnni eru mál- verk og þurrkrítarmyndir sem unnar eru á þessu og síðastliðnu ári. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Henni lýkur 6. apríl. Nýlistasafnið Vatnsstíg Einar Garibaldi Eiríksson sýnir málverk í Nýlistasafninu. Þetta er fyrsta einka- sýning Einars en áður hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum. Á sýning- unni eru rúmlega tuttugu málverk og annað eins af teikningum. Sýningin er opin virka daga kl. 16-22 og um helgar kl. 14-22. Henni lýkur sunnudaginn 27. mars. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögmn kl. 14-16 Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opið í vetur laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk og hópar geta pantað tima í síma 52502 alla daga vikunnar. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Þjóðminjasafn íslands Nýlega var opnuð sýning í forsal Þjóð- minjasafns íslands á ýmsum munum sem fúndust við fomleifarannsóknir á Bessa- stöðum á sl. ári. Safnið er opið þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga k). 13.30-16. Vegna mikillar aðsóknar að farandsýningunni Gallabux- ur - og gott betur, í forsal Þjóðminjasafns íslands, sem ljúka átti' nú, 20. mars, hefur verið ákveðið að framlengja hana til sunnudagsins 27. mars. Bókasafn Kópavogs listastofa Nú stendur yfir sýning á 18 ljósmyndum eftir Svölu Sigurleifsdóttur í listastofu Bókasafns Kópavogs. Ljósmyndirnár em teknar á seinustu sex árum á ísafirði og Homströndum. Myndefnið er fjöll, fugl- ar, sjór og fiskar. Myndimar em svart/ hvítar, litaðar með olíulitum. Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið, mánu- daga til fóstudaga, kl. 9-21, laugardaga kl. 11-14. Sýningin stendur til 15. apríl og er aðgangur að henni ókeypis og öllum heimill. AKUREYRI Gallerí Glugginn Glerárgötu 34, Akureyri Þar stendur yfir sýning á verkum þeim sem Glugginn hefur í umboðssölu. Með sýningu þessari vill Glugginn vekja at- hygli á því að galleríið er ekki eingöngu rekið sem sýningarsalur, þar er einnig rekin umboðssala. Um er að ræða mál- verk og vatnslitamyndir, grafik og höggmyndir eftir fjölmarga valinkunna listamenn. Sýnmgin stendur til 20. mars og er opin daglega kl. 14-18 en lokað á mánudögum. ÍSAFJÖRÐUR Slunkaríki ísafirði Sigríður Ásgeirsdóttir sýnir verk sín í Slunkaríki á ísafirði. Verkin á sýning- unni em unnin í gler og tré á sl. tveimur árum. Þetta er önnur einkasýning Sigríð- ar en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 27. mars og er opin frá fimmtudegi tfi sunnudags kl. 16-18. SAUÐÁRKRÓKUR Safnahúsið Sauðárkróki Þorlákur Kristinsson, Tolli, sýnir mál- verk í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Á sýningunni verða 25 oliumálverk sem máluð em á undanfömum þrem árum. Sýningin verður opin sem hér segir: 18. og 19. mars kl. 16-21 og 20. mars kl. 14-21.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.