Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1988, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 19. MARS 1988. 19 Dansstaðir ABRACADABRA Laugavegi 116 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. ÁRTÚN Vagnhöfða 11, sími 685090 Gömlu dansamir fostudagskvöld kl. 21-03. Danssporið ásamt söngv- urunum Ömu Karls og Grétari. Á laugardagskvöldið, nýju og gömlu dansamir, hljómsveitin Dansspo- rið ásamt Ömu Karls og Grétari. BROADWAY Álfabakka 8, Reykjavik, sími 77500 Hljómsveit leikur fyrir dansi í kvöld, Ríó tríó á laugardagskvöld. CASABLANCA Skúlagötu 30 , Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. DUUS-HÚS Fichersundi, sími 14446 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. EVRÓPA v/Borgartún Diskótek fóstudagskvöld. Bítla- vinafélagið leikur á laugardags- kvöld. GLÆSIBÆR Álfheimum Hljómsveitin Rósin leikur fyrir dansi á fóstudagskvöld. Opið kl. 22.00-03.00. HOLLYWOOD Ármúla 5, Reykjavík Óttar Felix ásamt hljómsveitinni Sveitinni milli sanda skemmta í Hollywood um helgina. HÓTELBORG Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 DiskótekTóstudags- og laugardags- kvöld. HÓTEL ESJA, SKÁLA- FELL Suðurlandsbraut 2 Reykjavík, sími 82200 Dansleikir fóstudags- og laugar- dagskvöld. Lifandi tónlist. Tísku- sýningar öll funmtudagskvöld. Opið frá kl. 19-01. HÓTEL ÍSLAND Rokksýningin „Allt vitlaust" fóstu- dagskvöld. KK sextettinn á laugar- dagskvöld. HÓTEL SAGA, SÚLNA- SALUR v/Hagatorg, Reykjavik, sími 20221 Súlnasalur lokaður fóstudags- kvöld. Á laugardagskvöld verður sýndur söngleikurinn „Næturgal- inn - ekki dauður enn“ og byggist á tónlist Magnúsar Kjartanssonar í gegnum tíðina. Á Mimisbar leika Einar Júl. og félagar. LEIKHÚSKJALLARINN Hverfisgötu Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. LENNON v/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. LÆKJARTUNGL Lækjargötu 2, sími 621625. í kvöld og annað kvöld snýst tónlist tunglsins í takt við tilveruna. ÚTÓPÍA Suðurlandsbraut Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. ÞÓRSCAFÉ Brautarholti, s. 23333 Þórskabarettinn Svart og hvítt, á tjá og tundri, bæði fóstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin Burgeisar leikur fyrir dansi að lo- ■ kinni sýningu bæði kvöldin. ÖIVER Álfheimum 74, s. 686220 Opið frá kl. 18-03 fóstudags- og laugardagskvöld. Markó Póló spil- ar frá kl. 21 fimmtudaga til sunnu- daga. Kenny Drew til í slands - spilar á ársafmæli Heita pottsins Á föstudags- og laugardagskvöld- iö spilar bandaríski píanóleikarinn Kenny Drew í djassklúbbi Reykja- víkur, Heita pottinum í Duus-húsi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi heimskunni djasspíanisti spilar hér á landi en hingað kemur hann í tilefni af ársafmæli Heita pottsins. Kenny Drew hóf klassískt píanó- nám fimm ára gamall. Síðar komst hann í kynni við djassinn og um 1950 bjó hann 1 New York þar sem hann spilaði og hljóðritaði meðal annarra meö þeim Lester Young, Coleman Hawkins, Sonny Rollins, Miles Davis og Charlie Parker. Nokkru síðar fluttist hann til vest- urstrandar Bandaríkjanna þar sem hann lék aðallega með eigin tríói. Árið 1956 flutti hann til New York að nýju og spilaði þá með John Coltrane, Johnny Griífin, Art Bla- key og Charles Mingus auk ann- arra. Árið 1961 kom Kenny Drew til Evrópu, bjó í París til 1964 en þá fluttist hann til Kaupmanna- hafnar þar sem hann hefur haft aðsetur síðan. Þar hefur hann spilað og hljóörit- að með aragrúa manna í fremstú djassröð, ekki síst meö þeim Ben héitnum Webster og Dexter Gor- don sem báðir bjuggu í Kaup- mannahöfn í lengri tíma. Þá hafa Kenny Drew spilar i fyrsta sinn á íslandi nú um helgina. þeir Kenny Drew og Niels-Henning Örsted Pedersen spilað mikið sam- an tveir og einnig í tríói með belgíska gítarleil:aranum Philip Catherine. Auk þess að spila í ýms- um Evrópulöndum ferðast Drew reglulega til Japans þar sem hann nýtur mikillar hylli. Á tónleikunum í Heita pottinum leika með Kenny Drew tveir ís- lenskir hljóðfæraleikar, Tómas R. Einarsson kontrabcissaleikari, sem leikið hefur með ótal mörgum ís- lenskum djasssveitum og erlend- um gestum, og trommuleikarinn Birgir Baldursson, sem trúlega er þekktastur úr Svarthvítum draumi en hefur spilaö lengi með ýmsum djasshljómsveitum. Heiti potturinn hóf starfsemi sína fyrir ári. Þá haföi djass lítið verið spilaöur í Reykjavík um nokkurt skeið og ekki fyrirsjáanlegt að breyting yrði þar á. En hljóðfæra- leikarar og áheyrendur tóku framtakinu vel og í klúbbnum hef- ur verið spilaður djass alla sunnu- daga og stundum hafa verið tónleikar önnur kvöld vikunnar. Samtals hafa verið haldnir meira en 60 tónleikar á þessu fyrsta starfsári Heita pottsins. Núverandi formaður klúbbsiris er Egill B. Hreinsson. -J.Mar Bíókjallarinn: Sálin hans Jóns míns Bíókjallarinn, Lækjargötu tvö, er hugsaður sem líflegt veitingahús sem leggur aðaláherslu á lifandi tónlist og léttan matseðil. Um helg- ar er þar boðið upp á 19 rétta a la carte seðil en eftir miðnætti býðst gestum að snæða létta rétti af næt- urseðli. Um helgina mun hljómsveitin Sálin hans Jóns míns skemmta gestum staðarins en hún er skipuð þeim Jóni Ólafssyni, Stefáni Hilm- arssyni, Rafni Jónssyni, Birni Vilhjálmssyni, Haraldi Þorsteins- syni og Guðmundi Jónssyni. Sálin hans Jóns mins. Gránufjelagið frumsýnir verk eftir Beckett Á sunnudag kl. 16.00 frumsýnir Gránufélagið í bakhúsi að Lauga- vegi 32 leikverkið Endatafl eftir Samuel Beckett. Gránufélagið hefur undanfarna mánuði unnið að uppfærslu á þessu ieikverki undir stjóm Kára Halldórs. Ámi Ibsen þýddi verkið og birt- ist þaö fyrst í bók hans, Samuel Beckett, sögur, leikrit, ljóð sem gefin var út nú fyrir síðustu jól. Leikarar í Endatafli em fjórir: Barði Guðmundsson, Hjálmar Hjálm- arsson, Kári Halldór og Guðný Þórsdóttir. Hollywood: Óttar Felix og Sveitin milli sanda Nú um helgina mun Óttar Felix ásamt hljómsveitinni Sveitin milli sanda skemmta í Hollywood. Óttar var einn af frumherjum poppsins á bítlatíma- bilunu og lék meðal annars í hljómsveitunurii Sonet og Pops á árunum 1966-1969. Sveitin milh sanda er rokkhljómsveit sem skemmt hefur áður í Hollywo- od. Ás-leikhúsið: Síðustu sýningar Broadway: Soroptimistar með skemmtun Soroptimistar á íslandi verða með eftirmiðdagsskemmtun og kafflhlaðborð í Broadway á sunnu- dag. Húsið verður opnað klukkan 14.30. Fjöldi skemmtikrafta mun koma fram, en skémmtunin hefst með því aö Hildur Hálfdánardóttir verður með örstutta kynningu á Soroptimistasamtökunum og Rauða kross húsinu. Síðan skemmtir einsöngvarakvartett skipaöur þeim Ingibjörgu Mar- teinsdóttur, Stefaníu Valgeirsdótt- ur, Einari Erni Einarssyni og Eiríki Hreini Helgasyni. Þá verður tísku- sýning og að henni lokinni skemmtir Valgeir Guðjónsson. Kynnir er Kristín Snæhólm. Allur ágóði af skemmtuninni rennur til Rauða kross hússins sem er neyðarathvarf fyrir börn og unglinga að Tjarnargötu 35. Fjaran Hafnarfirði - nýbréytni í rekstrinum Veitingahúsið Fjaran, Strandgötu 55, Hafnarfirði,. hefur tekið upp þá riýbreytni fyrir gesti sína, sem ætla í leikhús eða óperuna, að opna húsið kl. 17.30 og sjá síðán til þess að gestir komist á áfangastað, á kostnað Fjörunnar, með leigubifreiðum. Veitingahúsið Fjaran er árs gamalt veitingahús í næstelsta húsi Hafnarfjarðar.byggt 1841. Fjaran tekur 36 matargesti í aðalsal en úr honum er útsýni yfir höfnina og út Qörðinn. Á efri hæð hússins, undir súð, er lítil setustofa og herbergi þar sem minni hópar geta komið saman. As-leikhúsið sýnir Farðu ekki eftir norsku skáldkonuna Margar- et Johansen í tvö síðustu skiptin á kl. 20.30 á sunnudags- og mánu- dagskvöld. Verkið Qallar um átök í hjóna- bandi og hefur hlotiö góðar við- tökur áhorfenda og gagnrýnenda. Magnþrungin spenna ríkir á sviö- inu frá upphafi til enda. Með hlutverk hjónanna í leik- verkinu fara þau Ragnheiður Tryggvadóttir og Jakob Þór Ein- arsson. Jón Þórisson gerði leik- mynd og Gunnar Gunnarsson þýddi. Sýningar fara fram á Galdraloft- inu, efstu hæð, í Hafnarstræti 9. Jakob Þór Einarsson og Ragnheiður Tryggvadóttir i hlutverkum sinum i Farðu ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.