Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 16
 • X-V ■ • • V w Haustmót tef jast vegna éveðurs. Vegna veðurofsans á laug- ardag varð að fresta nokkrum leikjum í haustmótum yngri flokkanna og fara þeir leikir fram sunnudaginn 8. október á sömu völlum og á sama tíma og átti að vera á laugardag. Þó er undanskilinn leikur Fram og Víkings í 2. fl. A., sá leikur fer fram á Háskólavell- inum sunnudagsmorgun 8. okt. og hefstkl. 10.30. Þá fórst leikur Í.B.Í. og Fram B, í bikarkeppninni fyrir, en hann átti að fara fram á ísafirði sl. laugardag. Lið Fram komst ekki vestur og r leikurinn á- kveðinn nk. laugardag á fsa- firði og hefst kl. 17.00. Flýgur Macmillan í skyndi vestur? Lundúnablöðin skýra frá eftirmann hans ems og því, að Harold Macmillan sé reiðubiunn að fara til New York, ef það gæti orð- ið til þess að leysa þann vanda, sem kominn er til sögunnar vegna fráfalls Dags Hammarskjölds fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en engar líkur eru fyrir samkomulagi um Ný frímerki vegna háskólahátíðarinnar. Póst og símamálastjórnin hefur tilkynnt að í tilefni af því, að 50 ár eru liðin frá stofn un Háskóla íslands mun póst- og símamálastjórnin gefa út 6. okt. n.k. 3 frímerki 1) 1.00 kr. brúnt upplag 2 millj. með mynd af Benedikt Sveinssyni, 2) 1,40, blátt, upplag 1,5 millj. með mynd af Birni M. Olsen 3) 10 kr„ grænt, upplag 750 þús. með mynd af Háskóla- byggingunni. Jafnframt mun sama dag verða gefin út minn ingarblokk í 500 þús. eintökum og verða í henni ofangreind 3 merki. Söluverð blokkarinnar verður samanlagt ' verð frí- merkjanna. sakir standa. Gromiko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna tilkynnti þegar eftir setningu þingsins, að sovét stjórnin héldi til streitu tillögu sinni um þriggja manna fram- kvæmdastjórn, og við hinar al- mennu umræður á allsherjar- þinginu, sem hófust síðdegis í gær, kom þegar í ljós, að svo virðist sem tillaga sovétstjórn arinnar eigi mikilli andspyrnu að mæta sem fyrr. „Geislun og áhrif hennar." I blaðið á mánudaginn kemur, mun Magnús Magnússon eðlisfræðingur, skrifa mjög fróðlega og að- gengilega grein, fyrir allan almenning, um geislavirkni og áhrif hennar. Verður þetta miðsíðugrein blaðs- ins. Mun ekki áður hafa birzt svo fróðleg grein í dagblaði um þetta stór- kostlega vandamál atom- aldarinnar. Magnús Magnússon og Pétur Eggerz sendiherra fara nú um helgina suður til Vínarborgar þar Sem haldinn verður ársfundur hinnar Alþjóðlegu kjarn- arkumálastofnunar, og standa mun yfir um tveggja vikna skeið. Dean Rusk, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna hvatti eindregið og mjög alvarlega til þess í gær, að settur yrði framkvæmdastjóri þegar, þar sem starfsemi stofnunar innar myndi ella lamast. á miklum hættutíma. Hann lýsti yfir þeirri skoðun sinni að allsherjarþingið hefði fulla heimild til þess að setja framkvæmdastjóra til bráðabirgða, og vildi hann, að viðurkenndur heimsleið- togi verði settur til að gegna starfinu. Stuðningur við stefnu S. Þ. Ýmsar þjóðir hafa lýst yfir stuðningi við stefnu SÞ í Kongó. Bretar hafa birt yfir- lýsingu um stuðning við hana og vísað á bug öllum ásökun- um i þeirra garð um óheilindi og ráðabrugg. Svíþjóð, Dan- mörk og Eþíópía hafa heitið SÞ flugvélum til notkunar í Kongó — Svíþjóð 4 orrustu- þotum..— Bandaríkin hafa lof- að að senda 4 stórar flutninga- flugvélar, sem knýjandi þörf er fyrir og kom hin fyrsta Fjallgöngur og réttir standa nú sem hæst. Þá fara ljósmyndarar blaðanna að flykkjast út um sveitirnar til að ná fallegum myndum af búsældarlegu fé þar sem það kemur af fjalli. Þessa mynd tók Þorsteinn Jósefs- son á þriðjudaginn við Vatns dalsréttir. Verið er að koma með safnið að réttinni. f bak sýn sést út eftir Vatnsdal, Flóðið og Vatnsdalsfjall. þeirra til Leopoldville í gær. Er hún af Globemastergerð. Er þessi ráðstöfun talin hin mikil- vægasta, þar sem hún sýni, að Bandaríkin ætli að styðja að gerðir SÞ í Kongó. Veðrið um helgina. VEÐURSTOFAN taldi í gær- kvöldi allar horfur á að veðrið færi nú að stillast, og spáði að lygna ætti í nótt. Á morgun, sunnudag eru horfur á V-SV- lægri átt með skúraleiðingum um sunnan og vestanvert land- ið en Norðlendingar munu njóta sólarinnar, a. m. k. á ýmsum stöðum. í gærdag í slagviðrinu hér í bænum rigndi 10 millimetra, og hér á landi var 9—11 stiga hiti. Kirkjudagur á morgun. Hinn árlegi kirkjudagur Óháða safnaðarins hér í bæ verður haldinn hátíðlegur í Kirkju- og félagsheimili safn- aðarins á mánudaginn 24. sept. Prestur safnaðarins, séra Emil Björnsson, sem dvalizt hef- ir erlendis um eins árs skeið, er nýkominn heim og messar. Að lokinni guðsþjónustu á Kirkjudaginn hafa konur úr kvenfélagi Óháða safnaðarins kaffiveitingar í tveimur sölum í félagsheimilinu, sem er áfast kirkjunni. Um kvöldið verður samkoma í kirkjunni. Þar verður flutt erindi, sýndar kvikmyndir og i skuggamyndir frá Dómkirkj- unni i Kantaraborg og erki- biskupsvígslunni þar í sumar. Ennfremur syngur kirkjukór- inn undir stjórn Jóns ísleifs- sonar. Lockheed flugvélafélagið er farið að framleiða flutninga- flugvélar af nýrri gerð — C-130-E. Þær geta flogið án viðkomu til ’ Austurlanda nær með 25 lestir flutninga eða til Berlínar með 50. lestir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.