Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 23.09.1961, Blaðsíða 15
FÉiaugardagur 23. sept. 1961. irtHiKiLa •*w.r':Sc.v‘.."- tvwHMödi: nmii •' Ástin sigrar Mary Burchell. — Hann er maðurinn minn, sagði Erica rólega. — Og hvað svo ? Kona get- ur fengið mann til að draga hring á fingur sér. En spurn- ingin er hvað hann þýðir í raun og veru. Erica þreifaði á gullhringn- um sínum, eins og hún vildi verja hann fyrir Dredu. — Hringurinn minn þýðir það að Oliver setti hann þama í þejrri von að við mundum fihna friðsæld og hamingju saman . .. Röddin skalf dálítið, en hún hélt á- fram: — og við fundum hana. Við vorum samingjusöm. En þér gerið yðar ítrasta til að eyðileggja allt saman. — Góða mín, ekki get ég gert við því, ef Oliver finnst ég vera meir aðlaðandi en þér.. . Augu Dredu voru hörð. — Þér sneiðið hjá málefn- inu, sagði Erica döpur. — Þér færið fram ógildar afsakanir vegna þess að þér getið ekki neitað að ég hef rétt fyrir nlér. — Jæja, ég er hrædd um að mér finnist ég ekki vera eins sek og yður finnst að mér ætti að finnast, sagði Dreda. — Ég reyni ekki að vekja neina sektartilfinningu hjá yður, sagði Erica þolinmóð. — Ég bið yður ekki um að viðurkenna hvað sem vera skal. Því skyldi ég gera það ? Það kemur ekki mér við. Ég bið yður aðeins um að láta Oliver í friði framvegis, — og gefa mér tækifæri til að gera hann hamingjusaman. — Ósköp er þetta hátíð- legt, sagði Dreda hlæjandi. — En hvað hef ég unnið til þess að þurfa að hlusta ,á þennan lestur? — ’Þér hafið beðið hann um að hitta yður í London, er það ekki? Rödd Ericu var róleg enn- þá, en það var ekkert gam- an að horfa í augun á Dredu. — Æ, er það það sem kvel- ur yður? Dreda reigði sig með fyrirlitningu. — En þér munuð vita að hann langar til að koma! Erica svaraði ekki en hélt áfram hð horfa á Dredu. Og eftir augnablik hélt Dreda á- fram: — Jæja, þá skal ég segja honum að hann skuli ekki koma, ef allt þetta uppistand er út af því. . . En sigurbros lék um varir hennar. — Þér eigið við að þér ætl- ið að segja honum það á þann hátt að hver maður mundi neyðast til að koma, ef líkt stæði á. — Það er erfitt að gera yður ánægða, sagði Dreda. — Ég get ekki gert meira en að biðja hann um að koma ekki, finnst yður það? Þér verðið að viðurkenna það, þó það sé erfitt að gera yður til hæfis. — Dreda, sagði Erica nærri vingjarnlega. — Gildir yður einu hvort Oliver fær að lifa hamingjusömu lífi eða ekki? Yður hlýtur að vera vel til hans, annars munduð þér hann, svo að hér er ekki um það að ræða- að taka hann frá yður. ekki skipta yður svona mik- ið af honum. Þér hljótið að harma að hann hefur orðið fyrir miklu mótlæti, og óska að hann megi finna frið og hamingju. Þér hljótið að gera það. Dreda leit forvitnisaugum á Ericu. Ericu lá við að líta SKYTTURNAR ÞíuAR 03 Mylady lék nú enn einu sinni vel hlutverk flóttakonunnar, að þessu sinni þóttist hún vera sann- trúuð kaþólsk kona, sem að ó- sekju hefði verið ofsótt af Pdchi- lieu kardínála. Priórinnan var ekki sérlega vinveitt kardínáian- um, — svo að hún sendi boð eftir annarri konu sem líkt var ástatt fyrir, og þó að þær hefðu aldrei sézt fyrr varð Mylady þáð þegar ljóst, að hér stóð hún and- spænis frú Bonacieux. Veslings Konstansa hafði ekki getað trúað neinum fyrir áhyggj- um sínum í heilt misseri. Hún hafði verið lokuð hér inni alian timann, og nú var hún glöð yfir að hitta konu, sem hún gat trú- að fyrir öllu. Hana grunaði ekk- ert og hún sagði Mylady frá öllu, stöðu sinni við hirðina, sýndi henni bréf frá frú de Chevreuse, þar sem sagt var frá því að d’ Artagnan væri á léiðinni frá La Rochelle til að leysa hana úr haldi. Þegar Mylady heyrði nafn hans nefnt hrökk hún við og' tókst aðeins með herkjum að' hafa hemil á sér. Daginn eftir tilkynnti príórinn- an að kominn væri sendimaður frá hans hátign til Mylady. Hún gekk til móts við hann og lézt vera súr á svip. Þegar hún sá hann gat hún þó ekki að þvi gert að hrópa upp yfir sig af gleði. Hér var kominn de Rochefort. Hún sagði honum í fáum orðum, að frú Bonacieux væri fundin og d’ Artagnan væri á leiðinni. Það yrði strax að handtaka hann og Athos og varpa-þeim í Bastilluna. Skömmu síðar þeysti greifinn á fuiiri ferð til La Rochelle til að fá leyfi kardínálans til handtök- unnar. Þess vegna mætti d’Art- agnan honum í Arras eins og áð- ur var sagt frá. undan því augnaráði. Hún skildi allt í einu — og kenndi vanmáttar síns um leið — að Dredu gilti alveg einu hvort Oliver leið vel eða illa. Hann var henni einskis virði, að því slepptu að það kitlaði hégómagirnd hennar að geta vafið honum um firigur sér. En hún þóttist ekkert skilja. Erica hefði eins vel getað talað við hana á máli sem hún ekki skildi. Þetta kom ekki að neinu gagni, það skildi Erica nú. Hún hafði auðmýkt sig að gagnslausu — Dreda skildi hvorki né skeytti um þá ó- gæfu, sem hún varð valdandi. Sjúk og þreytt og aðfram komin stóð Erica upp. — Það er réttast að ég fari, sagði hún hásum rómi. — Það liggur við að ég sé yður sammála, sagði Dreda rólega. 1 sömu svifum opnuðust dyrnar og stúlkan kom og sagði: — Herra Leyne spyr eftir yður. ' Erica og Dreda horfðu báð- ar angistarfullar á hann þeg- ar hann kom inn. Þetta var millileikur, sem hvorug þeirra hafði gert ráð fyrir. En væru þær forviða þá var Oliver enn meir hissa. Hann gaf sér ekki einu sinni tíma til að heilsa Dredu. — Erica! Hvað í dauðan- um ertu að gera hérna? Dreda glotti og sagði: — Hvað er þetta, Oliver. Má konan þín ekki heilsa upp á mig án þess að spyrja þig um leyfi? Sem snöggvast hélt Erica ; að rólyndi Dredu hefði bjarg-! að málinu. En svo kom það á daginn að Dreda kærði sig ekkert um að bjarga neinu máli. Því að hún bætti við eftir stutta þögn: — Við vorum að ræða um áríðandi mál. Og svo brosti hún frekjulega til Olivers. — Jæja, leyfist mér að sP5riJ*a hvað það var? OÍiver virtist vera óánægð ur með Dredu líka. — Sjálfsagt — það snertii sjálfan þig, sagði Dreda kuldalega. — Við vorum að ræða um hvernig við ættum að gera þig hamingjusaman. — Ha? Oliver varð þung- búinn á svipinn, en Dreda lét : engan bilbug á sér finna. — Já . . . skilurðu, Erica á- lítur að ég spilli hamingju þinni. — Dreda! Þessi lága upp- hrópun 'kom frá Ericu. En Oliver sneri sér að henni fok- reiður. — Hvað er það eiginlega, | sem þú hefur látið þér detta í hug? i Erica starði á hann án þess að segja orð. — Þú mátt ekki tala svona við hana, sagði Dreda létt. — Hún hefur sjálfsagt rétt til að líta á málið frá sínu sjónarmiði, þó að það sé ekki okkar sjónarmið. Við Erica höfum átt dálítið tal saman, og af því að hún er í öngum sínum út af því að þú hefur hugsað þér að koma á hljóm- leikana mína, þá er kannske bezt að þú komir ekki. Oliv.er færði sig nær Ericu. — Hefur þú dirfzt.. Hann þagnaði allt í einu og reyndi að stilla sig. — Ég held að það sé ekki til neins að halda þessu samtali áfram hérna, sagði hann svo hægar og sneri sér að Dredu. — Erica var auðsjáanlega í þann veg- inn að fara, svo að það er réttast að ég fari með hana með mér. En annars var er- indið hingað það, að segja þér að ég ætla að koma á hljómleikana. — Ætlarðu það? En held- urðu að það sé hyggilegt, muldraði Dreda. Oliver horfði þungbúinn á hana. Og það var eitthvað vansælt í augnaráðinu. — Ég kem, sagði hann K V I S T Varaðu þig á miðsteininum. Hann er fremur háll.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.